Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Qupperneq 28
i
28 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ2005
Ást og samlíf DV
Halló Ragga!
Kannski er ég allt
of gömul til að vera
að skrifa í svona
vandamáladálk. Ég
læt samt reyna á það.
Ég er 44 ára kona komin í
„aðra umferð", semsagt skilin og
búin að finna mér kærasta svona
á gamals aldri. Þetta er allt
mjög spennandi og slíkt
fjör í kynlífinu að ég hélt
satt að segja að ég
mundi aldrei upplifa
þetta aftur í lífinu.
Engu líkara en að við
séum tvítug og æst eftir
því. Hann er í svipaðri
stöðu og ég, búinn að upplifa
allan prósessinn og kominn í um-
gang númer þtjú reyndar.
En vandamálið er að
ég hef talsverðan áhuga
á kynlífshjálpartækjum
ýmiss konar. Ég hef átt
titrara í mörg ár og
notað talsvert síðan
ég skildi og núna er
ég búin að fá mér
egg og sérstakt æs-
ingskrem fyrir
snípinn og nú síð-
ast gaf vinkona mín
mér hring sem hann á
festa á liminn og svo
festir maður titrara á hringinn
og svo á þetta allt að virka voða-
lega vel á okkur bæði.
En hann er nú aldeilis ekki á
því að taka þátt í svona vitleysu.
Honum finnst ég vera að gefa
í skyn að hann dugi ekki til
að fullnægja mér. Hann seg-
ir þetta með bros á vör en ég
finn alvöruna undir niðri. Elsku
Ragga, gefðu mér góð ráð svo ég
geti haldið áfram að njóta
kærastans míns, stundum með
hjálpartækjaívafi.
Kveðjur!
Hress í annað sinn
ioítkœiin
^3» ís-húsið 566 6000
Kæra Hress!
En gaman! Og líklega minnihátt-
ar mál að fá gaurinn til að sættast við
græjurnar þínar. Ég held að hann sé
kannski að leita að smá viðurkenn-
ingu þegar hann kvartar glottandi
yfir herra titrara og félögum. Það er
samróma álit heimildakvenna
minna að hver einn og einasti karl-
maður þurfi talsvert stóran skammt
af viðurkenningu og skjalli þegar
kemur að frammistöðu þeirra í kyn-
lífinu.
Þó að þeir séu öryggið uppmálað,
tunguliprir, vel kýldir og karlmann-
legir þurfa þeir að fá að heyra að þeir
séu dásamlegir, öflugir og tæknilega
fullkomnir kynlífsfolar. Helst vilja
þeir líka fá að heyra að þeir skjóti
okkur upp í algleymisgeim í hverri
fullnægingu sem „þeir" veita okk-
ur... En í því samhengi neyðist ég til
að nefna að það er að sjálfsögðu
konan sjálf sem ber ábyrgð á sinni
fullnægingu, karlmaður eða titrari
getur hjálpað til en það er samt alltaf
konan sem á síðasta leik.
Þeim finnst samt voða notalegt
að taka á sig ábyrgðina. Og ef allir
eru glaðir og fá sitt er það svo sem í
lagi.
Tillaga mín er því í stuttu máli sú
að þú gefir honum ríkulegan
skammt af kynhrósi og skjallir hann
eins og hann á skilið og rúmlega
það. Leyfðu honum svo að stjórna
tækjunum af og til og fáðu hann
endilega til að prófa. Titrandi eggi
má vel renna yfir æstan kóng eða
næman pung. Ef hann fæst til að
slaka á og prófa mun hann á endan-
um sjá ljósið.
Bestu kveðjur!
Ragga
n
K
4. | ' |
öarkoss
Koss brúðhjónanna, sem margir
bíða eftir í ofvæni í lok athafnarinn-
ar, má rekja langt aftur til þess tíma
þegar hefð var fyrir því að brúð-
hjónin elskuðust í fyrsta sinn fyrir
framan hálft þorpið. -----------
Kossinn góði
Leifar afgamalli hefð.
Kynlífsleikföng eru fyrir marga hin besta skemmtun og nóg er úrvalið.
Hægt er að kaupa þau í verslunum hér í borg svo og á netinu.
Venjulega dettur fólki í hug titrari þegar kynlífsleikföng ber á góma og í
hugum flestra er hann talinn kvennafeikfang þó svo að margir karlmenn
kunni einnig að meta hann.
Limhringir eru annað fyrirbæri sem vert er að geta en hann er ætlaður til
að þrengja að lim og jafnvel pungnum í þeim tilgangi að blóðið sem fyllir
liminn í stinningu renni síður úr honum. Sumir þeirra eru með áföstum
fítusi til ánægjuaukningar fýrir konuna.
Það er margt hægt að telja upp sem kynlífstæki og verður hér stuttlega
farið yfir það markverðasta sem gerst hefur í sögu þeirra.
500 fyrir Kríst
Forveri titrarans, þá nefndur olisbo, var
fundinn upp í grísku hafnarborginni
Miletus.
Kaupmenn seldu þá einmana konum á
ferðum sínum um Miðjarðarhafið.
350
Tippastækkarar voru fyrst nefndir í kyn-
lífsbókinni góðu, Kama Sutra, og þar
komu fram teiðbeiningar um hvernig
ætti að hanna þá úr viði, leðri, vísunda-
hornum og gulli.
200
Limhringurinn fundinn upp.
Þeir fyrstu voru gerðir í Kína úr augnlok-
um geita með augnhárin enn á sínum
stað.Augnlokin voru bundin um getnað-
arlim karlsins og augnhárin voru sögð
gera kynmökin ánægjutegri.
1400
Endurbættir titrarar koma á sjónarsviðið
á endurreisnartímabilinu á Italíu. Þessir
gripir voru gerðir úr viði eða leðri og
nauðsynlegt var að nota sleipiefni eins
og ólívuolíu svo hægt væri að nota þá á
þægilegan máta.
1844
Gúmmíið er endurbætt á þessum tíma
og mun síðar verða mikið notað í
smokka, titrara og önnur kynlífsleikföng.
1869
Fyrsti titrarinn sem var orkuknúinn var
í Afrfku er siður að binda saman
hendur brúðhjónanna með fléttuðu
grasi þegar búið er að gefa þau sam-
an.
í Finnlandi hér áður fyrr báru brúðir
ávallt gullkórónur. En „kórónudans-
inn" svokallaður er gjarnan dansaður
f brúðkaupsveislum. Þá er bundið
fyrir augu brúðarinnar og allar ógift-
ar konur í salnum hópast í kringum
hana og dansa í hring.
Eftir svolitla stund á brúðurin svo að
setja kórónuna á einhverja af stúlk-
unum og ætti hún að verða sú næsta
til að ganga í hjónaband.
I Kfna er rauður litur ástarinnar. Þar
tíðkast að brúðir gifti sig í rauðum
kjól. Einnig er rauði liturinn notaður í
kveðjugjafir, blóm og aðrar skreyt-
ingar. Reyndar verður landið æ vest-
rænna og margar konur gifta sig f
hvítu nú til dags.
(Póllandi var hefð fyrir því að næla
peningaseðlum f kjól brúðarinnar í
hefur þetta þróast í ákveðinn dans,
peningadansinn, en þá nælir fólk
peninga í fatnað brúðhjónanna eftir
að hafa fengið að dansa við þau.
I Mexfkó er hefð fyrir þvf að mynda
hjartalaga hring í kringum brúðhjón-
in þar sem þau dansa sinn fyrsta
dans sem hjón.
í indverskum hjónavígslum er hefðin
sú að bróðir brúðgumans dreifi
blómablöðum yfir brúðhjónin og er
það hluti af hjónavígslunni sjálfri.