Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Page 4
4 LAUGARDAGUR 20. ÁQÚST2005 Fréttir EKV Slegist um yfiráð Geri, félag í eigu Þóris Haraldssonar fram- kvæmdastjóra Mjólkurfé- lagsins og Kristins Björns- sonar fyrrverandi forstjóra Skeljungs, hefur undanfar- ið keypt hlutabréf af hlut- höfum Mjólkurfélagsins. Fimmta þessa mánaðar gerðu þeir Þórir og Kristinn öllum hluthöfum, sem ekki höfðu þegar keypt, kauptil- boð. Sláturfélag Suðurlands gerði þá sömu hluthöfum tilboð á genginum 1,3. Geri hækkaði samstundis tilboð sitt til jafns við tilboð Slát- urfélagsins. Tilboð beggja renna út 26. þessa mánað- Lofa að klára í ágúst Verktakafyrirtækið Lás ehf. hefur lofað bæjarráði Vesturbyggðar að leggja nótt við dag svo takast megi að ljúka öðrum áfanga íþróttahússins á Patreksfirði eigi síðar en 31. ágúst. Verkið hefur tafist mjög og á fundi bæjarráðs í vikunni var bókað að ráðið væri orðið langeygt eftir verklokum. Upphaflega átti smíði hússins að ljúka um síðustu áramót. Bæjarráð hefur áður hótað dagsekt- um yrðu verkinu ekki lokið á þeim tíma. Kaupverð eðlilegt Kaupverð borgarinnar á Stjömubíósreitnum var eðlilegt. Þetta kemur fram í út- tekt innri endurskoð- unar á kaupunum sem kynnt var á borgar- ráðsfundi á fimmtudag. Niðurstaðan er sú að útboð leiddi til þess að borgin endurseldi byggingarreit- inn á lóðinni með hagnaði jafnframt því að fjölga bíla- stæðum á austari hluta Laugavegar. Sjálfstæðis- menn höfðu gert athuga- semdir við kaupin. Á fund- inum áskildu fulltrúar Sjálf- stæðismanna sér rétt til að tjá sig um málið síðar, enda töldu þeir margt krefjast frekari athugunar og skýr- inga. Alvarlegt bílslys varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar í gær. Strætisvagn og vörubíll skullu saman og liggur bílstjóri strætisvagnsins á sjúkrahúsi alvarlega slasaður. Hormuleg aökoma Vegfarendur sögðu að- komuna að slysinu hafa verið hörmulega. -------------------- Alvarlegt umferðarslys varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar um tíuleytið í gærmorgun. Strætisvagn af stofnleið 2 var á leið í átt að Hlemmi þegar vörubíll sem var á leið norður Kringlumýrarbraut ók inn í framhlið hans á gatnamótunum með þeim afleiðingum að hann snerist í 90 gráður og endaði uppi á hálfkláraðri umferðareyju. Fjórir sjúkrabílar og lögreglubílar fóru á slysstað ásamt tækjabíl Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Bflstjóri strætisvagnsins liggur alvarlega slasaður á fótum á gjör- gæsludeild Landspítala-Háskóla- sjúkrahúss. Við slysið missti hann neðan af báðum fótleggjum sínum, frá hnéi á öðrum og við ökkla á hinum. Hann gekkst undir mikla að- gerð í gærmorgun en er þó ekki í lífs- hættu. Vegfarendur sem komu að slysstað sögðu aðkomu að slysinu hafa verið hryllilega. Farþegar klipptir út Tækjabfll slökkviliðsins var sendur á vettvang til að ná farþegunum út úr vagninum. Klippa þurfti súlur úr vagninum til þess og í framhaldinu voru flórir þeirra sendir á slysadeild til aðhlynningar með minniháttar meiðsl og tveir farþegar eru enn undir eftiriiti lækna. Gatnamótin sem slysið varð á eru af mörgum talin ein hættu- legustu gatnamót í Reykjavfk. „Hver einasti vegfarandi þarf að vera við þessu búinn," segir Óli H. Þórðarson formaður Umferðarráðs. Hefðu beltin bjargað? Samkvæmt upplýsingum frá lög- Við slysið missti hann neðan afbáðum fót- leggjum sínum, frá hnéi á öðrum og við ökkla á hinum. reglunni í Reykjavík kastaðist bflstjóri strætisvagnsins út úr bflnum. Talið er að hann hafi ekki verið í bflbelti, en ekki liggur ljóst fyrir hvort belti hafi verið í vagninum. „Reglan er sú að ef belti er til staðar í bfl á að nota það," segir Óli H. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó bs. segir bflbelti ekki vera í öllum strætisvögnum og því miður sé ekki nógu mikið um það að þau séu notuð, séu þau fyrir hendi. „Atvinnubflstjórar eiga að vera í beltum eins og aðrir. Það sést á þessu að slysin gera ekki boð á undan sér," segir Óli H. Verður skoðað „Þetta mál verður tekið til skoð- mwM - unar út frá öllum hhðum," segir Ásgeir Eiríksson, aðspurður um hvort bflbeltanotkun vagnstjóra verði skoðuð sérstaklega í framhaldi af slys- inu. Hann segir að skoðað verði hvað hægt sé að gera betur. „Við munum einnig reyna að aðstoða alla sem Mikið skemmdur Eins og sjá má skemmdist strætisvagninn mjög mik- ið við áreksturinn. tengjast þessu slysi," segir Ásgeir. Rauði Krossinn veitir þeim sem vilja áfallahjálp með mflligöngu Strætó bs. í fréttatilkynningu frá Strætó bs. segir að íyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að ekki megi rekja orsök slyssins tfl mistaka af hálfu bflstjórans. Mótmælandinn Útlenskir mótmælendur hafa flætt yfir landið eins og nýir flæk- ingsfuglar að undanförnu. Þeir hafa skrifað skilaboð á veggi, látið óðslega og fengið meiri athygli hjá lögregl- unni en nokkur innlendur nauðgari eða morðingi. Þeir hafa verið kallaðir atvinnu- mótmælendur, sökum þess að þeir teljast stunda mótmæli af fæmi atvinnumanna. Enda em íslensk mótmæli vanalega meira eins og ósamþykki, þar sem fólk skrifar nöfnin sín undir lista hinna ósam- mála. Svarthöfði veit reyndar að út- lendingamir eru ekki atvinnumenn. Þeir em í sumarfríi. Þegar Svarthöfði var nýútskrifað- Svarthöfði ur úr menntaskóla og vann sem lag- ermaður tók hann sér sumarfrí eins og gengur og gerist. Sumir jafrialdra hans fóm í Atlavík eða mesta lagi til Mallorca. En vorið 1970 ákvað Svart- höfði að fara í ferð lífs síns. Það var mótmælaferð til Stokkhólms. Ekkert var jafnskemmtilegt og að leggja undir sig sendiráð íslands og krefjast sósíah'skrar byltingar. Fiðringurinn fyrir næstu mótmæli var óstjómleg- ur. Ungu tölvunördin í dag geta ekki ímyndað sér þetta. Mótmælendurnir sem komu til íslands stunda aðra vinnu en mót- mæli. Líklega vinna þeir flestir skrif- stofuvinnu og þurfa að lyfta sér upp endmm og sinnum. Eins og gengur og gerist. Og það þekkja margir ungir menn sem gerst hafa femínist-ar að adrenalínið og rómansinn skemma ekki fyrir þegar forfæra á unga hug- sjónastúlku með rjóðar kinnar. ísland er orðið heitasti reiturinn í Evrópu fyrir ferðamenn. Hingað sækja margir hommar vegna frelsis- ins, kynóðir vegna frjálslyndisins og náttúmunnendur vegna hinnar villtu náttúm. Svarthöfði telur full- víst að ísland sé lflca að verða heitasti staðurinn í Evrópu til að mótmæla. Viðbrögð íslensku lögreglunnar við þessum örfáu mótmælenda- hræðum hafa aðeins orðið til þess að auka á spennuna hjá þeim. í stað þess að leyfa þessum krökkum að spreyja á veggi, prfla upp í krana og sulla skyri, eins og börn gera, elti löggan þá eins og uppreisnarmenn. Þeir fengu það sem þeir vildu: ómælda athygli og spennuna sem fylgir mótmælendahlutverkinu. Hver nennir að mótmæla ef enginn horfir á? Líklega er þetta mikið heillaskref. Senn verður mótmælaferðamanna- iðnaðurinn blómleg atvinnugrein á landinu. Svarthöföi Hvernig hefur þú þaö? Ég hefþað bara mjög fínt," segir Sigurður Óli Þorleifsson iínuvörður. „Á sunnudag- inn verð ég fjórði dómari í Island - Hvíta-Rússland og á mánudaginn dæmi ég Fram og Fyiki. Þetta er búið að vera gottsumar. Gaman að þessu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.