Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Eggertsson, læknir og borgarfulltrúi ætlar aö hætta í stjórnmálum í vor. Hann er vonsvikinn yfir upplausn Reykjavík- urlistans og gagnrýnir flokkana fyrir aö taka ákvörðun sem ekki sé í þágu borgarbúa. Hann útilokar ekki frekari þátt töku í stjórnmálum í framtíöinni en íhugar aö flytja til útlanda á næsta ári. Dagur og Arna Dögg Einarsdóttir kona hans eiga von á barni i lok september en fyrir eiga þau rúmiega ársgamla dóttur. I JBB hafði farið í klippingu,“ segir Dagur og Ama brosir við matseldina,- svakalega myndarleg, komin rúma átta mánuði á leið. „Ég held reynd- ar að þetta hafi verið samsæri hjá systur hennar til þess að koma okk- ur saman. Ama var að læra læknis- ifæðina í Sviþjóð og við lifðum mjög fióknu lífi, á meðan við vorum að reyna að púsla sambandi okkar saman. Ég var á síðasta vetri í iækn- isfræðinni og að skrifa ævisögu Steingríms Hermannssonar og hún í Stokkhólmi. Eftir læknisffæðina beið ég svo með kandídatsárið og flutti út til ömu og tók masterspróf í alþjóða mannréttindalögum í Stokkhólmi. Síðan fluttum við hingað heim. Þetta byrjaði þannig sem svona millilandasamband þar sem stundum þurfti talsverða út- sjónarsemi til þess að láta ailt ganga,“ segir Dagur og útilokar ekki að flytja aftur út, jafitvel til Banda- ríkjanna eða Bretlands. Baklandið í Árbænum „Ég ólst upp í Fylkishverfinu og er í raun bara svona úthverfastrák- ur í heimsókn í miðborginni.,“ seg- ir Dagur þar sem hann situr við borðstofuborðið í rómantískri og hundrað ára gamalli íbúð ungu hjónanna við Oðinstorgið. Heimil- ið er smekklega innréttað með mjög sterkum skandinavískum áhrifum sjöunda áratugarins á sinn einfalda hátt. „Mér finnst ekki ólfldegt að við flytjum aftur til út- landa og verðum þar eitthvað," segir Dagur og víkur sér að borgar- málunum sem skipta hann greini- lega miklu máli. Dagur er klárlega hugsjónapólitíkus en ekki framapotari. Hann hefur frestað faglegum metnaði sínum í læknis- fræðinni fyrir hagsmuni og hug- sjónir sem hann berst fyrir sem Reykvíkingur. „Ég ætla svo sannar- lega ekki að láta mitt eftir liggja í vetur eins og ég hef gert hingað til, en ég geri ekki ráð fyrir að fara í framboð í vor,“ segir Dagur og úti- lokar sérffamboð eða þátttöku með núverandi stjómmálaflokk- um. „Fyrir mér snýst þetta ekki um mig. Mér fannst Reykjavíkurlistinn snúast um sameiginlegar hugsjón- ir mjög stórs hóps fólks í borginni með hagsmuni sína að leiðarljósi en ekki flokkanna. Mér fannst það heillandi. Ég held að það hafi alla tíð verið leynivopn Reykjavíkur- listans," segir Dagur. Hagsmunir flokka teknir fram yfir fólkið Dagur er greinilega ósáttur við ákvörðun þeirra flokka sem stóðu að Reykjavíkurlistanum að bjóða ffam hver í sínu lagi. Hann segir það benda til aukins sjálfstrausts þeirra að halda að þeir geti unnið borgina án þess að hafa Reykjavík- urlistann. „Ég held að þeir hafi tekið flokkshagsmuni fram yfir hagsmuni kjósenda sinna sem er félagshyggjufólk sem er fyrst og fremst að hugsa um hvemig borg það vill búa í. Ég held að það hafi haft næstu alþingiskosningar jafn mikið í huga þegar það var að spá í þessi spil innan sinna raða. Það er alveg nýtt og ekki gott fyrir Reykja- víkurlistann á þessu kjörtímabili að flétta þessu svona inn f pólitíska hagsmuni á landsvísu. Þetta er mjög óskynsamlegt út frá þeim hugsj ónum sem ég hef verið að tala og beijast fýrir. Ég held að með því að hafa Reykjavíkurlista sem er opinn og með skýrt borgarstjóra- efrú með afgerandi umboð, þá hefðu þessar kosningar unnist í vor,“ segir Dagur sem augljóslega hefur takmarkaða trú á því að flokkamir þrír nái að mynda aftur samstöðu um stjóm borgarinnar. Hann óttast að missa borgina í hendur Sjálfstæðismanna sem hann segir hafa verið veika í minni- hluta í borgarstjóm. Hann segir samstöðuna í minnihlutanum hafa verið litla og ólíkar skoðanir hinna eldri og yngri fulltrúa í mörgum mikilvægum málum. Eg hafði sagt það áður en það var ljóst hvort Reykjavíkur- listinn biði fram að ef svo yrði ekki myndi ég ekki gera ráð fýrir því að fara í framboð. Ég mun bara snúa mér að öðrum verk- efnum," segir Dagur B. Eggerts- son, borgarfulltrúi Reykjavíkurlist- ans. „Þetta er bara nýskeð þannig að við höfum ekkert náð að ræða það," segir Dagur og gjóir augum til Ömu eiginkonu sinnar sem stendur við eldhúsborðið og útbýr salat með kvöldverðinum. Dagur og Ama em bæði læknar og Ama starfar nú á krabbameinsdeild Landspítalans. Þau eiga eina rúm- lega ársgamla dóttur og eiga von á öðm bami í september. Kynntust með óvæntum hætti Ama og Dagur kynntust árið 1998 og vom þá bæði í læknanámi, Dagur á fslandi og Ama í Stokk- hólmi þar sem fjölskylda hennar býr. „Systir Ömu var með mér á ári í læknisfræði og ég kynntist Ömu í rauninni þar sem systir hennar var svo lengi í klippingu. Mér hafði ver- ið boðið í mat hjá þeim systrum og Ama sat uppi með mig á meðan við biðum eftir systur hennar sem c Astfangin saman Arnaog Dagur hafa verið saman í 7 ár. Heiða litla Aðalheiður dóttir Dags og Örnu er rúmlega ársgömul.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.