Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Qupperneq 23
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 23
m
segir Dagur og bendir á að til þess
að auka aðgengi enn meira þyrftu
ýmis þjónusta sem nú er hjá rfldnu
að flytjast til sveitarfélaganna og
neifiir þjónustu við aldraða, fatl-
aða og heilsugæslu. Önnur mál
sem eru svona sýnileg em til dæm-
is hlutir eins og parísarhjól í Laug-
ardalnum og loftbrú frá Reykjavík
fyrir rokktónlistarmenn sem em
að koma sér á framfæri erlendis,"
segir Dagur og bendir á að stóm
flóknu málin séu þó oftar tíma-
frekari.
Tónlistarhús að fæðast
Dagur hefur reynt að taka
vaktir sem læknir enda mikilvægt
að halda sér við í læknisfræðinni.
„Ég reyndi að vinna sem læknir
framan af á kjörtimabilinu og tók
vaktir á bráðamóttökunni. En eftir
að ég eignaðist dóttur og tók við
skipulagsmáiunum er það eigin-
lega óvinnandi vegur,‘‘segir Dagur.
Hann vísar á bug gagnrýni um að
lítið hafi gerst í uppbyggingu borg-
arinnar í tíð Reykjavflcurlistans.
„Við höfum snúist frá þeirri meg-
instefnu um að ný byggð gangi út á
að vinna ný lönd í útjaðri byggðar-
innar. Við höfum hins vegar tekið
til við að þétta byggðina og hugsa
hana inn á við. Skipuleggja svæði
hér í og við miðborgina og mæta
þannig hugmyndum nýrrar kyn-
slóðar sem vill heldur búa í mið-
borg en í úthverfum," segir Dagur
og bendir á uppbyggingu við Mýr-
argötu og austurhöfnina sem
dæmi. Hann segir tónlistarhús nú
innan seilingar eftir langt og flókið
ferli. „Það er búið að fara í gegnum
skipulagssamkeppni og samning-
arferli milli rflás og borgar. Nú er
það komið í samningskaupaferli.
Þetta endurspeglar allt saman að
hluta til stærð verkefnisins sem er
jú gríðarleg íjárfesting til áratuga
eða alda og verður því að vanda til
verksins. Þetta mun verða mikil
lyftistöng íyrir miðborgina og
Kvosina og verða um leið flaggskip
fyrir nýju Reykjavflc og um leið nýja
ísland."
Ólafur Elíasson með í
hönnun tónlistarhúss
„Hluti af þessu samnings-
kaupaferli er að þeir hópar sem eru
að keppa um að fá verkefnið hefur
hver um sig fengið til liðs við sig
heimsþekkta arkítekta sem hafa teikn-
að sambærileg hús annars staðar í
heiminum. Það er verið að keppa í góð-
um lausnum í; arkítektúr, útliti, skipu-
lagi og rekstri. Það er nú kornið í gegn-
um tvær umferðir og hópunum hefur
fækkað úr ijórum í tvo og nú í septem-
ber mun einn standa eftir sem sigur-
vegari. Þeir hópar sem eftir eru er ann-
ars vegar hópur sem er kenndur við
Fasteign og em að vinna með dönskum
arkítektunum Scmith, Hammer og
Larsen, í samstarfl við fleiri. Síðan em
hópur sem kallar sig Portus sem er
reyndar lflca að vinna með dönskum ar-
kítektum sem heita Henning Larsen
Tegnestue og Ólafl Eb'assyni myndlist-
armanni og fleirum.
Þetta er náttúrulega rosalega stórt
ferli og það þarf að vanda vel ti! hvers
einasta skrefs í því og þar af leiðandi
tekur þetta langan tíma. En meginat-
riðið er að það er gríðarlegur gangur í
þessu og niðurstaðan mun liggja fyrir
innan ti'ðar."
Upphaf og endir
„Hlemmur plús er Iflca verkefni sem
mér hefur þótt mjög spennandi. Þar var
A;;í U
verið að vinna með hugmyndir um að
Hlemmur verði svona megintengikerfi
almenningssamgangna í borginni. Þar
sjáum við fyrir okkur svigrúm fyrir um
1000 nýjar íbúðir á vannýttum reitum
allt í kring. Síðan er það svæðið upp við
Elliðavoga. Þannig myndi Brýggjuhverf-
ið sem nú þegar er orðið til stækka alveg
inn í Vogahverfið. Við myndum hleypa
af stað íbúðamppbyggingu í Dugguvogi
og Skútuvogi og hengja svæðið saman
með göngubrúm og slflcu. Þannig vær-
um við komin með nýtt og gríðarlega
spennandi hverfl," segir Dagur en leggur
áherslu á að ákvarðanir þurfi að fara að
taka varðandi nýja byggð á flugvellinum
íVamsmýrinni.
„Enginn sem vill láta taka sig alvar-
lega í borgarstjómarkosningum í vor
getnr skilað auðu í sambandi við Vatns-
mýrina. Við höfum verið í miklu sam-
ráði við þá aðila sem tengjast Vams-
mýrarsvæðinu og verðum með hug-
myndasamkeppni um framti'ðarskipu-
lag hennar í vetur.Ég held að menn séu
að komast út úr skotgröfunum með
þessa umræðu þar sem verður til sam-
eiginleg sýn þar sem helst verður hægt
að sameina hagsmuni flestra: höfuð-
Dagur og Arna eiga von á
barni Arna starfarsem læknirá
krabbameinsdeild og er Isérnámi I
lyflækningum.
Pabbastelpa Heiðu líður vel i
fanginu á pabba á meðan Arna
ræðir málin við tengdaforeldra
sína sem voru I heimsókn.
Fór í læknisfræði til að
forðast pólitík
Dagur og Ama hafa enn ekki
tekið ákvörðun um ffamhaldið.
Hann segir líf þeirra oft taka
óvænta stefnu og þau hafa augljós-
lega gaman að því að hafa hreyfan-
leika á lífi sínu og ráðgera ekki að
skjóta rótum neins staðar á næst-
unni. „Við erum hvomgt neinir
öryggisffldar og látum þetta ekki
hafa mikil áhrif á okkur," segir
læknirinn Dagur sem lítið hefur
náð að starfa sem læknir þar sem
pólitískar hugsjónir hans hafa for-
gang. „Ég fór nú upphaflega í
læknisfræðina til þess að reyna að
komast hjá því að fara í pólitík. Var
þar að reyna að velja að það sem
ætti vel við mig væm samskipti við
fólk, auk þess sem mér finnst
læknisfræðin mjög spennandi.
Mér finnast heilbrigðismál og
svona lýðheilsa gríðarlega spenn-
andi mál. Ég held að þau verði
kjaminn í stjómmálum framtíðar-
innar," segir Dagur sem útilokar
ekki aðkomu sína á pólitískum
vettvangi sfðar meir. „Mér finnst
það sem ég er að fást við skipta svo
miklu máli. Þótt það sé ekki nema
tímabil af ævinni þá skipti gríðar-
legu máli að maður skilji eitthvað
eftir sig. Það þarf ekki að vera stórt
heldur er gott að sjá hugsjónir sem
maður hefur barist fyrir detti inn í
einhverjum áföngum," segir
Dagur og telur sig hafa náð að
koma mörgum af sínum hug-
myndum í gegnum flókið kerfið á
meðan hann hefur starfað að
borgarmálum. Hann segir þolin-
mæði mikilvæga í pólitfldnni en
með því að undirbúa sig vel fyrir
marga langa fundi megi koma
mikilvægum hugsjónum í fram-
kvæmd.
Einfaldar flókin ferli
„Ég settist niður áður en ég
ákvað að taka sæti á listanum á
sínum tíma og fór yfir þau mál sem
ég vildi beita mér fyrir. Ég er svo
alltaf með þann lista á bakvið
eyrað. Framan af kjörtímabilinu
var ég meira með mál sem sneru
inn á við og mér finnst skipta gríð-
arlegu máli. Þetta er núna að birt-
ast í því að við erum að opria þjón-
ustumiðstöðvar í öllum hverfum í
september þannig að fólk getur
sótt alla þjónustu á einum stað,“
borgar, landsbyggðar og samgöngu-
kerfisins," segir Dagur sem nú er einn
eftir í Reykjavflcurlistanum eftir að
flokkamir sem að honum stóðu hafa
tekið ákvörðun um að slíta samstarfinu
í vor. „Það er mikill heiður ef ég er upp-
haf og endir R-listans," segir hann og
hlær, „en R-listinn mun starfa áfram
saman í vetur fram að kosningum í vor.
Við erum að vinna eftir okkar kosninga-
stefnuskrá. Það skiptir mig ekki per-
sónulega neinu máli að standa svona
einn fýrir utan. Mér finnst ég hafa feng-
ið alveg frábært tækifæri til að taka þátt
í að hafa áhrif á borgina í þessum hópi.
Það er eitthvað sem stendur fyrir sínu,
hvað sem flokkamir gera í sínum fram-
boðsmálum. Mér er það efst í huga að
menn standi saman og klári þau mikil-
vægu verkefni sem okkar umboð snýst
um,“ segir Dagur. Foreldrar hans, Egg-
ert Gunnarsson dýralæknir og Berg-
þóra Jónsdóttir lifefnafræðingur em
mætt í mat eftir að hafa farið í göngutúr
um miðborgina með litla bamabamið
sitt, Ragnheiði Huldu, dóttir Örnu og
Dags.
freyr@dv.is
m
L,- "
te
§H
mm. m
—*
■23*
Vonbrigði að R-listinn hættir
Dagur óttast að borgin lendi í
höndum Sjálfstæðismanna.
iT '
«4
Dagur ætlar að hugsa málið
Hugsanlega flyturhann tilútlanda
með fjölskylduna á næsta ári.
Fallegt heimili við
Óðinstorg Fjölskyldan er
samrýmd og foreldrar Dags
komu i kvöldmatinn.
----- -