Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 42
<s 42 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Sólveig Eiríksdóttir er eins og margir vita mikill matgæðingur og rak á tímabili veitingastaðinn Grænan Kost. Hún hefur verið grænmetisæta í rúma tvo áratugi og er því þekkt fyrir að matreiða gómsæta grænmetisrétti. Þar sem hún hefur þennan mikla áhuga á eldamennsku er ekki skrýtið að eldhús heimilisins sé í hæsta gæðaflokki. Eldhúsið er hjarta heimilisins og má þar finna mörg af kraftmestu matreiðslutækjum veraldar. „Eg fór að kaupa mér matvinnsluvél um dag- inn. Þegar ég rétti fram kortið spurði afgreiðslu maðurinn mig hvort ég vissi ekki örugglega að þetta væri sama vél og meist- M ! í arakokkarnir Migetla og Jamie Oliver ^ggg§ nota," segir j %á Sólveig. 1 KfC „Eldhúsið er hjarta heimilisins. Þetta er stærsta herbergið í húsinu. Meira að segja stærra en stofan. Ég verð að hafa þetta almennilegt fyrst ég eyði svona miklum tíma hérna," segir Sólveig Eiríksdóttir matgæðingur. „Það má eiginlega segja að eldhúsið sé samkomusalur heimilisins. Það er svo stórt að hér komast allir fyrir og höfum við fjölskyldan gaman að því að hjálpast að. Sérstaklega ég og Elli, maðurinn minn, því hann hefur mik- inn áhuga á eldamennsku eins og ég.“ Þriggja hestafla ofurblandari Það er alveg þess virði fyrir Sólveigu að sanka að sér góðum græjum fyrst hún hefur svona mikið dálæti á eldhús- inu. „Uppáhaldsgræjan mín er bland- ari. Þetta er enginn venjulegur bland- ari því hann er næstum þriggja hest- afla. Við erum að tala um tæki sem er kröftugra en gamli Austin mini bíllinn sem ég átti þegar ég var hippi," segir Sólveig og hlær. Notar hún blandarann mest til að búa til möndlu- og sesam- mjólk en það eru vinsælir réttir á heim- ilinu. Tæki meistarakokka Sólveig tekur sér tíma til að velja réttu tækin sem prýða eiga eldhúsið enda er ekki um neitt venjulegt eldhús að ræða. „Ég fór til dæmis að kaupa mér mjög góða matvinnsluvél um dag- inn. Þegar ég rétti fram kreditkortið spurði afgreiðslumaðurinn mig hvort ég vissi ekki örugglega að þetta væri sama vél og meistarakokkarnir Nigella og Jamie Oliver nota. Ég hafði ekki hugmynd um það þegar ég var að velja tækið en ég veit að þau hljóta að nota eitthvað kraftmikið og er ég því ánægð með kaupin," tekur Sólveig fram. Hélt hún væri hippi Það fer ekki famhjá neinum að eld- hús Sólveigar er fremst í flokki fylking- ar þegar um er að ræða gæði. En það er ekki að ástæðulausu. „Elli, maðurinn minn segir að ég sé algjör tækjasjúk- lingur og er það eflaust rétt ef marka má ofurblandarann og meistaravélina. Ég var samt ekkert að átta mig á því fyrr en nýlega. Mér fannst ég alltaf vera svo mikill hippi í mér og handgerði allt sem ekki var hægt að stinga í samband. Þess vegna var eins gott að Elli hannaði nýja eldhúsið og hafði það nógu stórt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég ætti mikið af tækjum sem taka mik- ið pláss. Ég er meira að segja með spes græjuskáp," útskýrir Sólveig. Pjattrófa í eldhúsinu „Ég tel mig vera mjög skipulagða í eldhúsinu enda er ég óskaplega mikil njattrófa," segir Sólveig og brosir. „Til allrar hamingju er maðurinn minn líka pjattrófa í eldhúsinu og er því sjaldnast drasl á borðunum hér á bæ. Ég hef komist.að því að það sparar rosalegan tíma. Til dæmis að vaska upp jafnóð- um. Þá get ég matreitt heilu farmana af gómsætum sælkeraréttum." iris@dv.is Sólveig Eiríksdóttir við hlið of- urblandarans góða Hann er kraftmeiri en siátturvéi. Sólveig kann svo sannarlega að fikra sig áfram í eldhúsinu Feer hún sér oft möndiu- og sesammjólk í morgunsárið. Ljúffengur möndluhristingur með hreinu súkkulaði Það væi " eflaust algjör unun að gæða sér á þessum drykk. i Möndlur og hnetureru haldi hjá Sólveigu Nota þær mikið I matreiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.