Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Side 45
DV Sport LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 45 mSrnm. _§ 5. SEPTEMBER 1987 KR-VÖLLUR Valsmenn tryggðu sér (slandsmeistaratitlinn með 2-0 sigri á nágrönnum sínum á KR-vellinum. Valur hafði gert 0-0 jafntefli við Fram í leiknum á undan en mörk þeirra Hilmars Sighvatssonar og Sigurjóns Kristjánssonar í fyrri hálfleik tryggðu sigurinn á KR og um leið titilinn. Valur var þá komið með fimm stiga forskot á Fram þegar aðeins ein umferð var eftir en Skagamenn sem voru í öðru sætinu fyrir 17. umferðina töpuðu þar 3-4 fyrir Víði. 6. SEPTEMBER 1980 KEFLAVlK Valsmenn tryggðu sér (slandsmeistaratitilinn með 2-1 sigri á Keflavík suður með sjó. Fyrir leikinn var Valur með þriggja stiga forskot á Framara sem áttu leik daginn eftir og með tapi Vals í Keflavík gat komið upp mikil spenna fyrir lokaumferðina. Valsmenn skoruðu hins veg- ar tvö mörk á fyrstu 24 mínútunum og unnu góðan sigur en í umferðunum á undan höfðu Valsmenn unnið erfiða útileiki í Vestmannaeyjum og upp á Akranesi. Mörkin mikilvægu í Keflavík skoruðu þeir Magnús Bergs og Magni Blöndal Pét- ursson og var mark Magna sérstaklega eftirminni- legt enda þrumuskot af löngu færi. gJS 3. SEPTEMBER 1983 AKRANESVOLLUR Skagamenn tryggðu sérfyrsta (slandsmeistaratitilinn í sex ár með 1-1 jafntefli við (BV á Akranesvelli í 17. umferð. GuðbjörnTryggvason kom ÍA yfir á 85. mínútu og það skipti ekki máli þótt Eyjamenn jöfnuðu rétt fyrir leikslok. Skagamenn höfðu þriggja stiga forskot á KR fyrir leikinn sem hafði tapað 0-1 fyrir Keflavík nokkrum dögum áður og því nægði Skagamönnum að krækja í stig því þetta var síðasta sumarið þar sem aðeins voru gefin tvö stig fyrir sigur. Þetta var aðeins þriðja tap KR á tímabilinu en liðið gerði 10 jafntefli þetta sumar. ■. - . ■ , T.' . ' 1 -, imH BMIMmíwmibb . ■ i I feíÍIJÉg 5. SEPTEMBER 1992 AKRANES Skagamenn urðu fyrstu nýliðarnir í sögu efstu deildar til þess að vinna meistaratitilinn þegar þeir unnu 3-1 sigur á FH uppi á Skaga 117. umferðinni. Á sama tíma töpuðu Þórsarar 3-1 fyrir KR á KR-vellinum og Skaga- menn voru því komnir með fimm stiga forskot á KR og Þór og ekkert varð því að úrslitaleik nýliða Þórs og (A í 18. umferðinni. Skagamenn voru reyndar undir í hálfleik en svöruðu með þremur mörkum á fyrstu 18 mínútum seinni hálfleiks eftir eina góða hálfleiksræðu Guðjóns Þórðarsonar. 3. SEPTEMBER 1988 LAUGARDALSVOLLUR Framarar voru með (slandsmeistaratitilinn innan seiiingaralla seinni um- ferðina eftir 1-0 sigurá Val í 10. umferðinni en eftir hann voru Framarar komnir með tíu stiga forskot.Titilinn kom síðan á end- anum í Safamýrina eftir 3-2 sigur á KA í 15. umferð. Fram komst í 2-0 í leiknum en KA-menn gáfust ekki upp og jöfnuðu en það var síðan ÓmarTorfason sem skoraði sigurmarkið og tryggði Fram ís- landsmeistaratitilinn en þetta var þá 14. sigur liðsins í 15. leikjum. sEPT£MBER Þ /M F þ S M 8 ÁGÚST Þ M F 11. SEPTEMBER 1999 LAUGARDALSVOLLUR KR-ingar urðu (slandsmeistarar í fýrsta sinn í 31 ár með 4-0 sigri á Víking- um á Laugardalsvellinum en leikurinn var í 7. umferð. KR hafði fimm stiga forskot á ÍBV fyrir leikinn og þar vóg þungt 2-0 sigur á Eyja- mönnum á KR-vellinum 28. ágúst. Rúmlega 3000 stuðningsmenn Vesturbæjarliðsins mættu í Dalinn til þess að verða vitni af þessari stóru og langþráðu stund. Guðmundur Benediktsson kom KR yfir úr umdeildu víti en KR-liðið sýndi þó enga meistaratakta fyrr en á síðustu 20 mínútunum þegar þeir bættu við þremur mörkum og 1-1 jafntefli (BV í Keflavík gerði það að verkum að KR var með sjö stiga forskot fyrir lokaumferðina. 's 16 17 '8 19 20 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 OKTÓBER M Þ M F F L 29 30 Gó&ur gegn Valsmönnum FH-ingarhafa nú unniö fimm deildarleiki I röö gegn Val I efstu deild og töpuðu síöast fyrir Valsmönnum 19. ágúst 1995 en það sumar féll Hafnarfjarðarliðið úr deildinniAllan Borgvardt tryggði FH1-0 sigur i fyrri leiknum d Hliðarenda með marki strax á 12. mlnútu leiksins en hann er llklegur til að komast á blað á sunnudaginn. Borgvardt hefur skorað fimm mörk Islðustu tveimur leikjum sinum og þá hefur hann skorað fjögur mörk í þremur deildarleikjum gegn Val, þar aftvivegis sigurmark, fyrst 13-2 sigri á Hllðarenda sumarið 2003 og svo aftur I fyrri leiknum I ár. 4 S 6 1° II 12 13 t 17 18 18 20 21 22 \24 25 26 27 28 29 1, SEPTEMBER 1984 LAUGARDALSVÖLLUR Skagamenn unnu átta leiki í röð um miðbik móts og voru komnir með tfu stiga forskot eftir 12. umferð.Tvö töp í röð þýddu hins vegar að (slands- meistaratitillinn var ekki þeirra á mettíma og hann kom síðan loksins í hús eftir 0-0 jafntefli við KR í 16. umferð en í leiknum á undan höfðu Skagamenn unnið 3-1 sigurá KA. Með jafnteflinu við KR náðu Skaga- menn sjö stiga forskot á Keflavlk þegar tvær umferðir voru eftir og tit- illinn varð þeirra annað árið [ röð. 1, SEPTEMBER 2003 GRlNDAVlKURVÖLLUR KR-ingar tryggðu sér (slandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri í Grindavík því á sama tíma tapaði Fylkir0-1 á heimavelli fyrirSkagamönnum. KR-ingar höfðu fjögurra stiga forskot á Fylki fyrir þessa leiki 16. umferðar en voru komnir með sjö stiga forskot þegar aðeins tveir leikir voru eftir. KR-ingar lentu undir í leiknum en svöruðu með þremur mörkum og fengu síðan fréttirnar úr Árbænum þar sem Kári Steinn Reynisson skoraði sigurmark (A á 86. mínútu og sendi titilinn [ Vesturbæinn. V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.