Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Síða 25
DV
psdagurinn sé
það að dagurinn væri skemmtilegur
og léttur, bæði fyrir okkur og gest-
ina," svarar Hildur spurð um
áherslur þeirra fyrir daginn stóra.
Talið berst að veislunni og Hildur
útskýrir einlæg að eftir sjálfa at-
höfhina gengu þau Valtýr niður
tröppumar úr kirkjunni og þar
stóðu gestimir til hliðar við þau og
hrísgijónum rigndi yfir þau.
„Við gengum síðan úr kirkjunni
að veislusalnum og allir gestirnir í
hafarófu á eftir okkur,“ segir hún
einlæg. „Það var stutt að ganga og
besta veður ársins þannig að það
var ljúft að ganga. Við stukkum síð-
an rétt snöggvast í HeUisgerði með
Guðrúnu móðursystur minni sem
tók myndir af okkur þar,“ segir hún
og sýnir blaðamanni myndimar.
Samlokur og kampavín uppi
á hóteli
„Við vildum ekki láta gestina
bíða lengi og vomm því fljót og það
gekk vel. Þegar við komum bauð
móðir mín alla velkomna og veislu-
stjóramir okkar tóku við. Það vom
Brúðhjónin Valtýr Gauti og Hildur
« við vildum helst leggja dherslu á að
dagurinn væri skemmtilegur og léttur,
bæði fyrir okkur og gestina. “
Eva Kamilla Einarsdóttir og Bjöm
Steinbekk. En okkur fannst svo mik-
ilvægt að eiga góðar myndir af gest-
unum og þess vegna kom ljós-
myndari síðar í veisluna, Hörður
Sveinsson, og tók myndir í veisl-
unni sjálfri.“
Hildur segir að eftir að gestir
höfðu fengið mat og kökur hafi
danskennari mætt í veisluna og
kennt öllum h'nudans. „Það var
mjög skemmtilegt. Það var svo
gaman að sjá alla reyna að halda í
við danskennarann," segir hún og
hlær.
„Eftir að danskennslan var búin
mætti plötusnúðurinn, hann Jói B
úr Gullfossi og Geysi, og spilaði
skemmtilega tónlist og allir gestim-
ir dönsuðu. Það var mjög gaman að
sjá alla skemmta sér svona vel" seg-
ir hún og brosir fallega, ánægð með
daginn góða.
„Þegar við létum okkur svo
hverfa þá vom gestimir allir enn í
miklum dansi, vinur okkar keyrði
okkur þá á 101 hótel þar sem við
gistum. Þegar þangað var komið
áttuðum við okkur á því að við
höfðum nánast ekkert borðað allan
daginn," segir hún kímin og heldur
áfiam: „Við fengum þá sendar upp
samlokur og kampavín."
Bleikir vængir og engar
lummur
„Dagurinn á að vera skemmti-
legur fyrir brúðhjónin og gestina,
það er um að gera að þiggja alla þá
hjálp sem manni býðst," segir Hild-
ur. „Mér finnst líka rosalega sniðugt
að hafa danskennslu í brúðkaup-
inu, það urðu allir svo kátir af dans-
inum og að hafa góðan plötusnúð
er algjört aðalatriði og það er líka al-
veg yndislegt að eiga svona góðar
myndir úr veislunni þannig að ég
mæli mjög með því að hafa ljós-
myndara í veislunni sjáifii.
Brúðkaup er eitthvað sem mað-
ur heldur aðeins einu sinni og mér
fannst svo gaman að sleppa mér
lausri í litavali og skreytingum, mig
langaði bara til þess að allt væri
bleikt og dúlló," segir hún sæt á
svip. „Ég lét meira að segja litlu
brúðarmeyjuna, frænku mína,
hana Helgu Margréti Agnarsdóttur,
vera með bleika vængi," segir hún
og hlær. „Ég vildi ekki vera með eitt-
hvað sem væri mjög smart núna en
lummó eftir 5 ár, heldur bara hafa
þetta eins og mig dreymdi alltaf um
þegar ég var lítil. Helst hefði ég vilj-
að setja My httle pony-hest framan
á brúðarbílinn, en fann engan í
tæka tíð," segir hún hlæjandi.
„Svo mæli ég með því að panta
svona gott veður eins og við fengum
og svona yndislegan mann eins og
minn sem var alveg sama hvað ég
vildi gera á deginum okkar."
Dugleg að heimsækja ísland
„Það er góð stemning hjá fslend-
ingunum í Danmörku og þeir eru
alltaf til í að hjálpa hver öðrum,"
segir Hildur spurð um Danmörku,
en þau hafa búið í þrjú ár þar í
landi. „Munurinn á íslandi og Dan-
mörku fyrir okkur er aðallega sá að
fjölskyldan okkar er öll á íslandi og
gömlu vinimir, en við erum dugleg
að koma í heimsóknir til íslands og
vinir okkar og fjölsky'lda eru lika
iðin við að heimsækja okkur í Dan-
mörku," svarar hún og brosir fahega
þegar kvatt er.
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST2005 25
Dirty Dancing eralltaf besta dansmyndin
„Enginn setur elsku út í horn!“
flottur og . kvikmyndum. Fjöldinn allur af dansræmum hefin konúðút ne
hafa sumar venð betn en aðrar. Magasín tók til nokkrar dansmyndir 8
PATEICK SWAV7J2
JEKHU-CU GbEV
eins og draumur hennar sé að ræt-
ast. Þegar hún neitar svo yfirmann-
inum um kossa og kjass er hún rekin
og draumar hennar gerðir að engu.
Hún getur ekki einu sinni kennt
dans lengur en þá koma ráðagóðir
krakkar til bjargar og hún heldur
dans-fjáröflunarsamkomu.
Barist með dansi
Kvikmyndin You got served fjall-
ar um tvo gettó-stráka og danshópa
þeirra sem dansa til þess að öðlast
virðingu og peninga. Skyndilega
kemur nýr danshópur inn í myndina
og skorar á þá. Þeir verða að búa til
flott og ögrandi spor til þess að sigra
þá. Svik, prettir og brestir í vináttu
leggja svo stein í götu þeirra. Að
lokum hreinlega verða þeir að sam-
einast til þess að sýna nýja dans-
hópnum hver dansar best. f mynd-
inni leikur Omarion söngvari í
strákahljómsveitinni B2K.
irtur dans
„Nobody puts Baby in the com-
er," sagði Patrick Swayze í kvik-
myndinni Dirty Dancing þegar ein-
hver var að abbast upp á kærustuna
hans. Það mun enginn maður í
heiminum koma til með að vera jafii
svalur og Swayze er í þessari mynd.
Baby, sem leikin er af Jennifer Grey,
fer í sumarbúðir með fjölskyádunni.
Þar hittir hún danskennarann
Johnny Castle og dansa þau grimm-
an dans fram eftir öllu sumri. Þegar
sumri fer að halla þá þurfa þau að
fara að ákveða sig í tilhugalífinu..
Maður þarf að kunna að
dansa til að vera töff
íslandsvinurinn Julia Stiles leik-
ur Söm, unga ballerínu, sem flytur
úr litlum smábæ og í fátækrahverfi
Chicago. Þar snýst allt um hver er
bestur að dansa. Hún kynnist
Chenille og þær verða bestu vinkon-
ur. Hægt og rólega verður hún svo
ástfangin af danskónginum og
vandræðagemsanum Derek sem er
bróðir Chenille. f kvikmyndinni er
frægt atriði þar sem Derek kennir
Söm hvemig eigi að bera sig í gettó-
inu.
Draumar um dans
Jessica Alba leilcur Honey í sam-
nefndri mynd. Hún er 22 ára gömul
og gerir fátt annað en að dansa og
spá í dansi. Hún fær svo að dansa og
semja dansinn í myndbandi með
frægum tónlistarmanni og virðist
HaveTiie
TlMli Ov
Vou* lmt
GUNNARI
l4 OLIVER'
1 Vorkenni
■ Hollpiood
Bo Henríksen
Her
&nú
KEMUR UT ALLA
FIMMTUDAGA!