Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Stórhætta af Óshlíðarvegi Einar Pétursson, bæjar- stjóri í Bolungarvík tekur undir áhyggjur Valdimars Lúðvíks Gíslasonar sér- leyfishafa sem sagði stór- hættu vera af Óshlíðarvegi. Einar er sammála Valdimar um að ráðamenn landsins hafi sofið á verðinum. í vik- unni var fundur með vega- málastjóra þar sem óskað var eftir upplýsingum varð- andi hrun, mögulegt leiðar- val og kosti í stöðunni. Ein- ar segir að áhersla hafl ver- ið lögð á að koma Vestfirð- ingum í gott vegasamband við þjóðveg eitt, en að í þessu tilfelli snúist málið um öryggi vegfarenda. Kjartan ræð- ari kemur í land Kjartan Jakob Hauksson mun í dag ljúka róðri sín- um í kringum landið þegar hann kemur að Ægisgarði klukkan tvö. Ferð Kjartans, sem hefur tekið þrjá mán- uði, var farin til að hvetja hreyfihamlaða til að láta drauma sína um að ferðast rætast og safna um leið peningum í hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar sem var þurrausinn í byrjun sum- ars. Síðan Kjartan hóf hringróðurinn hafa safnast rúmlega 3,5 milljónir í sjóð- inn. Borgarstjóri og stuðn- ingsmenn Kjartans ætla að taka á móti honum og KK mun spila. Saknarðu R-listans Valur Gunnarsson rithöíundur. „Já, vissulega geri ég það. Vegna þess að það hefur alltaf verið banabiti vinstri manna hversu mikið þeir deila sín á milli. Sameinaðir vinstri menn eiga miklu meiri möguleika en svo virðistsem hagsmunir tengi menn meira saman en hugsjónirnar." Hann segir / Hún segir „Nei, ég get ekki sagt það. R- listinn var ekkert að gera fyrir mig enda styð ég annan flokk." Iris Björk Árnadóttir fegurðardrottning. Lögreglumenn og Landhelgisgæsla gerðu rassíu um borð í skemmtibátnum Söndru á Ljósanótt í Keflavík. Báturinn uppfyllir ekki haffærniskilyrði og má því ekki sigla. Skammt er síðan Sandra sigldi með fullfermi á menningarnótt í Reykjavík og áður með Davíð Oddsson innanborðs. Aðeins er einn fjögurra manna björgunar- bátur um borð í Söndru. Davfð fór í siglingu a olöglegu skipi „Við erum ekki á hverjum degi að anda ofan í hálsmálið á mönnum en þetta var tímabært." Hafþór segist jafnframt íhuga að skrá bátinn sinn í öðru landi. „Ég sé ekkert annað í stöðunni enda hleyp- ur kostnaðurinn til að uppfylla kröf- umar á hundmðum þúsunda." Tímabærar aðgerðir Kristján Jónsson hjá Landhelgis- gæslunni gefur h'tið fýrir svona rök- semdafærslur. Hann segir aðgerð- irnar um helgina hafa verið tíma- bærar en vill ekki nota orðið „rassíu" í því samhengi. Þrátt fyrir það vom fjöldamargir bátar teknir og settir í strand auk þess sem keppnis skútur vom stoppaðar. Sumar þeirra hafa jaihvel keppt fyrir íslands hönd erlendis. „Við erum ekJd á hverjum degi að anda ofan í hálsmálið á mönnum en þetta var tíma- bært," segir Kristján Jóns- son. simon@dv.is „Ef þú keyrir bíl er þess krafist að skoðun sé í lagi. Sömu reglur gilda í fjöruborðinu," segir Kristján Jónsson, yfirmaður aðgerða- sviðs hjá Landhelgisgæslunni. Síðustu helgi gerði Landhelgis- gæslan, í samstarfi við lögregluna og Siglingamálastofnun, rass- íu við Reykjanesskaga. Einn af þeim sem fékk að kenna á laganna vörðum og Landhelgisgæsl- unni er Hafþór Lyngberg, formaður Snarfara - félags sportbátaeiganda í Reykjavik. Hafþór er skipstjóri á Söndm, þekktum skemmtibáti, sem einnig sigldi fyrir ári síðan með Dav- íð Oddsson og Göran Persson, for- sætisráðherra Svía. Báturinn var einnig smekJdúIlur af fólki á menningarnótt í Reykjavík og skipulagðar ferðir vom á Ljósa- nótt í Keflavík. Þá skarst Landhelgis- gæslan í leikinn. Lögreglan um borð „Jú, þeir komu um borð til mín,“ segir Hafþór Lyngberg, ósáttur, reið- ur og sár út í aðgerðir lögreglunnar. Báturinn hans, Sandra, uppfyllir ekld haffærnisskilyrði. Þegar lögregl- an kom um borð var Hafþór með fjórtán manns í bátnum en aðeins einn björgunarbát sem rúmar fjóra. „Þetta er allt saman tóm þvæla," heldur Hafþór fram og bendir á ann- an bát sem sigldi við liliðina á hon- um. „Hann var með tólf manns um borð, einn björgunarbát en uppfyllti samt öll skilyröi. Göran Persson Heimsótti fsland i ágúst i fyrra og fórí skemmti- siglingu með ólöglegu skipi. Ósanngjarnar reglur Hafþór segir íslensku reglumar um haffærnisskilyrði ósanngjamar. Gerðar séu sömu kröfur til báta í skemmtisiglingum og báta á veið- um. Slíkt tíðkist ekki erlendis og því neyðist menn í hans spomm til að skrá báta sína í öðmm löndum. Reglurnar geri það hreinlega að verkum að ekki sé hægt að sigla hér heima. „Á fundi fyrir einum og hálfum mánuði með Geir Jóni Þórissyni lof- aði hann okkur að ekki yrði gerð rassía nema við yrðum látnir vita. Ef jafn háttsettir menn og hann ljúga blákalt að almenningi, hverjum á maður þá að trúa?" Hafþór Lyngberg skip- stjóri Söndru Segist neyðast til þess að skrá bátinn sinn erlendis. Færri bera við heilsubresti Öryrkjum fækkar með minnkandi atvinnuleysi Tryggingastofnun segir frá því á vef sínum að öryrkjum hafi fækkað fyrri hluta ársins miðað við síðasta ár og dregið hefur úr fjölgun öryrkja meðal kvenna. Sigurður Thorlacius tryggingarlæknir segir að þessar nið- urstöður styrki þá ályktun um að sterk tengsl séu á milli örorku og at- vinnuleysisstigs hér á landi og að skýr mörk séu ekki á milli heilsu- brests og atvinnuleysis. Öryrkjum hefur þó fjölgað verulega síðustu ár en í gögn Tryggingastofnunar frá fyrri hluta ársins 2005 sést að veru- lega hefur dregið úr fjölguninni. „Þetta kemur mér ekkert á óvart og sýnir fram á það sem hefur alltaf verið. Það hefur verið sýnt fram á að tengsl eru milli örorku og atvinnu- leysisstigs hér á landi," segir Emil Emil Thoroddsen Segir tiðindin umfækkun öryrkja á fyrrihluta ársins2005 ekki koma sér á óvart. Thoroddssen, formaður öryrkja- bandalags íslands. „Auðvitað fögn- um við því að fólk haldist á vinnu- markaði, en það er vegna þess að eftirspurnin er meiri," segir hann. gudmundur@dv.is Pysjurnar í Eyjum eru vannærðar Of veikburða eða dauðar „Það hafa verið að koma milli fimm og sex þúsund pysjur í bæinn, en núna eru það bara nokkrir tugir," segir Kristján Egilsson, forstöðu- maður Fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja. Þær örfáu pysjur sem koma í bæinn eiga að sögn Kristjáns litla lífsmöguleika. Hann hefur miklar áhyggjur af þessari þró- un. „Við höfum vigtað pysjumar síð- ustu árin. Vel gerð pysja þarf að vera svona 230 til 250 grömm, en þessar sem við emm að vigta em aðeins 130 til 170 grömm." Þar að auki hafa menn verið að tína upp tugi dauðra pysja fyrir utan bæinn síðustu daga. Pysjurnar sem em að verða fleygar núna halda svo til Nýfundnalands Pysjum fækkar í stað þúsunda komu aðeins nokkrir tugir afpysjum íbæinn í ár. Þærsem lifa afeiga litla hfsmöguleika. þar sem þær em í tvö ár, en á þriðja ári koma þær til baka og em uppi- staðan í lundaveiðum. Vegna þess hversu fáar pysjurnar em núna má búast við lélegri lundaveiði árið 2008. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega skortur á æti. „Þetta sýnir að það er ætisleysi í sjónum, lítið um sandsíli," segir Kristján. Ekki er hægt að bregða á það ráð að gefa pysjunum að éta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.