Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 19
I>V Helgarblað LAUCARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 19 égheld að éghafi hreinlega aldrei tekið neinum fréttum jafnilia. Það má sjálfsagt rekja tilþess leiðandi ekkimikla trú á batahorfum, skömm að mð/ „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en ég ólst upp í Efra-Breiðholti og gekk í Feliaskóla á grunnskólaárun- um. Eins og mörg ný hverfi var það talið frekar róstursamt á þeim árum og mótaði það mig eflaust eins og aðra Breiðhyltinga," segir Eva einlæg, hugsar sig eih'tið um og bætir við: „Mér þykir alltaf vænt um Breiðholtið og minnist skemmtilegra ára. Ég var 19 ára þegar pabbi dó og foreldrar hans létust þegar ég var mjög ung þannig að þeim kynntist ég lítið sem ekkert. Ég átti því fáa ættingja á lífi í uppvextinum og þegar móðuramma mín lést árið 2001 varð mamma eini eftirlifandi ái minn. Ég er svo ótrúlega heppin að eiga hana að enda er hún ekki síður ein besta vinkona mín en móðir," segir Eva sem býður af sér einstaklega góðan þokka og góða og afslappaða nærveru. Áfall þegar mamma veiktist „Þegar mamma greindist með krabbamein síðastliðið haust varð það mér því verulegt áfall og ég held að ég hafi hreinlega aldrei tekið neinum fréttum jafii illa. Það má sjálf- sagt rekja til þess að pabbi dó úr krabbameini og ég hafði þar af leið- andi ekki mikla trú á batahorfúm, skömm að segja það,“ segir Eva og horfir djúpt í augu blaðamannsins. Hún heldur áfram frásögn sinni: „Hins vegar hef ég aldrei séð neinn taka slíku með öðru eins jafhaðargeði og æðruleysi og hún mamma gerði. ■ Dugnaðarforkurinn sem hún er, þá var hún mætt aftur til vinnu fljótlega eftir skurðaðgerð og búin að koma lífi sínu í samt horft þó að sjálfsögðu hafi vantað töluvert uppá að hún hefði fullt þrek og heilsu. Engu að síður fleygir heilsu hennar hratt fram og ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa ekki misst hana líka svona fljótt á lífs- leiðinni. Að sjálfsögðu er þetta reynsla sem markar fólk fyrir lífstíð en það má segja að fýrir vikið hafi þetta kennt okkur að ekkert er jafn mikilvægt í líf- inu og samskipti við annað fólk. Að vera í góðum tilfinningatengslum við vini og vandamenn er það sem raun- verulega gefur lífinu gildi," segir Eva meðvituð um mikilvægi fjölskyld- unnar. „Þetta var sjálfsagt einn liður í þeirri ákvörðun minni að fara í frekara nám. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá er ekki hægt að reiða sig á að þeir sem maður elskar verði endalaust til staðar. Námið er því í mínum huga mín framtíðartrygging að öryggi og sjálfstæði." Ljóðin órjúfanlegur hluti tilver- unnar „Könnun þess óþekkta og óorðna er eitthvað sem ég ólst upp við,"viður- kennir Eva einlæg og óhrædd við um- ræðuna um andleg málefni þegar áhugamál hennar berast í tal. „Ég vissi ekki betur fýrr en bara nýlega að almermt gerir fólk ekki svo mikið af því að lesa í tarotspil, bolla og vera með skyggnilýsingafundi. Ég kenni þó mömmu alfarið um það áhugamál," bætir hún við brosandi. „Ég hef því hingað til ekki endilega talið þetta með þegar ég er spurð um áhugamál heldur hluta af tilverunni. Ég minnist ófárra skipta þegar ég kom í heimsókn til mömmu og endaði með að spá fyrir öllum konunum í saumaklúbbnum hennar," segir hún og heldur áfram: .Annars er grúskari orð sem lýsir mér vel og ég er með eindæmum forvitin. Á það ekki síst við um hin svokölluðu andlegu mál. Ég les líka töluvert, ég á enda gott safn alls kyns bóka en ég erfði eftir föður minn dágott safn sem dugar mér ævina á enda og gott betur. Ljóðin eru svo, eins og andlegu málin, eitthvað sem er órjúfanlegur hluti til- veru minnar. Þetta er bara nokkuð sem ég geri þegar sá gállinn er á mér en ég á nú ekki von á að það verði gefið út," segir hún nokkuð feimin og brosir fallega. Þar sem það allt hófst „Það er virkilega gaman að vinna hjá RÚV enda má segja að Efstaleiti 1 hafi verið mitt annað heimili síðustu 5-6 árin eða svo," svarar Eva aðspurð um störf hennar sem hafa verið þó nokkur í gegnum tíðina hjá RÚV. „Ég byrjaði sem sminka hjá Ríkis- útvarpinu og sameinaði þar með vinnu og áhugamál. Þar rikir líka sér- lega góður andi og konumar sem þar vinna eru hreint yndislegar," segir hún og brosir við tilhugsunina. „Eitt af því sem gerir sminkstofuna hjá RÚV svo skemmtilega er það hve margt áhugavert fólk fer þar í gegn og má þar nefna listamenn og stjómmálamenn bæði íslenska og erlenda. Fólk sem er brennidepli þá stundina." Þykir vænt um þulustarfið „Seinna bauðst mér síðan þulu- starfið og líkar mér það ekki síður vel. Mér þykir virkilega vænt um þulu- starfið enda h't ég þannig á að lifandi kynningar geri Sjónvarpið meira lif- andi og persónulegra auk þess sem þetta skapar sveigjanleika til að bregðast við óvæntum uppákomum og dagskrárbreytingum. Þetta starf hefur oftá tíðum sætt mikilli gagnrýni og ber fólk helst fýrir sig þeim rökum að rekstur þess sé dýr en það sem fæstir hins vegar vita er að jafnhliða því að kynna dagskrána lesa þulimir þýðingar með fréttatímum Sjónvarps- ins í útvarpi og að þulimir sjá sjálfir um að semja sínar kynningar," segir hún og heldur ákveðin áfram: „Ekki þarf myndatökumann eða hljóðmann eins og í öðrum útsendingum þar sem að útsendingastjórar og þulimir sjá sjálfir um uppstillingu í þularklefan- um. Þetta þýðir að aukakostnaður við útsendingu dagskrárkynninga er títill sem enginn." Eva lét ekki þar við sitja heldur lá leið hennar á fréttastofu RÚVþar sem hún hóf störf sem skrifta. „Fréttastofa Sjónvarpsins er síðan enn ein defidin sem ég hef starfað hjá innan RÚV. Þar fannst mér ekki síður gaman að vinna en þar vinnur mjög hæfileikaríkt fólk sem áhugavert var að fá að kynnast," segir Eva, „Það er ekki síst þeirra vegna sem ég fékk það sjálfstraust sem þurfti til að taka þá ákvörðun að söðla um og hefja nám að nýju." Ánægjan breyttist í vanlíðan á einu vetfangi Talið berst að miklum bókalestri og þeirri staðreynd að hún yrði blind innan fárra ára sökum fjarsýni og gríðarlegrar sjónskekkju ef ekkert yrði að gert. „Ég hef alltaf séð illa," segir Eva og heldur áfram frásögn sinni: „Það kom í ljós þegar ég var fimm ára við venjulega skólaskoðun. Þá fékk ég fyrstu gleraugun og ég var yfir mig montin þegar ég fór í skólann með þau fýrsta daginn. Það breyttist hins vegar í einu vetfangi á leiðinni í skól- ann þegar unglingsstrákur kallaði á eftír mér: „Gleraugnaglámur"." Eflaust kannast margir við stíkar at- hugasemdir úr bemsku. „Eftír þetta var ég ófáanleg til að setja upp gler- augun nema rétt á meðan ég var í skólanum svo að ég sæi á töfluna. Þess á milh sá ég heiminn með minni sjón og svo vandist það bara," segir hún afslöppuð og heldur áfram, „en þegar ég var orðin eldri og óhræddari við að nota gleraugun fannst mér aftur óþægilegt að sjá svona vel úti á götu þó að ég notaði að sjálfsögðu gleraug- un við lestur og seinna akstur." Þekkti fólk ekki í 2-3ja metra fjarlægð „Sjónin fór þó versnandi með árunum og ég var með mikla sjón- skekkju. Þessu vandist ég auðvitað smám saman og var sátt við sjónina eins og hún var, þó að óneitanlega hafi þetta mjög oft valdið vandræða- legum og kostulegum augnablikum. „Eg gat t.a.m. ekki fyrir nokkum mun þekkt andht fólks sem var meira en 2- 3 metra frá mér," útskýrir Eva af einlægni en bætir því hlæjandi við að hún hafi hins vegar orðið snillingur í að greina göngulag fólks sökum sjón- skekkjunnar. „Ég er með eindæmum raddglögg. Er það ekki líka einmitt þannig að þegar eitt skilningarvitíð skortir, styrkist annað?" Blind innan fárra ára „Mér var sagt að innan fárra ára yrði ég allt að því blind sökum fjarsýni og gríðarlegrar sjónskekkju," útskýrir Eva hreinskilin um eigin sjón. „Sjón- skekkja veldur því t.d. að augað sér óskýrt og sér jafhvel tvær myndir í stað einnar, þ.e. tvísýni en vegna sjón- skekkjunnar myndu linsur ekki gagn- ast mér þar sem að þær yrðu sjaldnast í fókus. Ég yrði því að fá ný gleraugu en þar sem augun vom orðin svo ótík yrði sjáanlegur munur á þeim í gegn- um gleraugun töluverður. Mér leist nú engan veginn á þetta. Það var þá sem ég ákvað að athuga hvort að leiseraðgerð á augunum væri mögu- legur kostur fyrir mig," segir hún meðvituð um að fjöldi fslendinga hugleiðir stíkar leiseraðgerðir en fáir vita nákvæmlega hvemig þær fara fram og hvaða ber að hafa í huga þegar ákvörðunin er tekin. „Ég pantaði því tíma hjá Jóhannesi Kára Kristinssyni. Hann er sérfræð- ingur í homhimnusjúkdómum, augn- skurðlækningum og leiseraugnlækn- ingum hjá Sjónlagi. Eftír að hafa farið í skoðun og fengið mjög ítarlegar upp- lýsingar um allt sem tengist aðgerð- inni fékk ég grænt ljós á aðgerð og fór ég fyrir um mánuði síðan í algengustu aðgerðina sem kallast Lasik," segir Eva og útskýrir fyrir blaðamanni að orðinu sjónlagi má tíkja við orðið vaxtarlag, sem lýsir vextí einstaklings. Hvernig fer leiseraðgerð fram? Eva brosir og gefur sér dágóða stund til umhugsunar en heldur svo áfram: „Ég vil byrja á því að segja að ég er ótrúlega þakklát Jóhannesi og Maríu hjúkrunarfræðingi fyrir að hafa gefið mér sjónina. Að mínu matí framkvæma þau kraftaverk og ég er himinlifandi og hæstánægð með ár- angurinn," segir Eva og byijar frá- sögnina: „Það góða við þessa aðgerð er að ekki þarf að svæfa fólk á meðan henni stendur heldur fær maður róandi töflu. Viðkomandi verður nefrúlega að vera vakandi á meðan aðgerðinni stendur svo að augun haldist kyrr," segir hún sallaróleg á meðan blaðamanni hryllir við tilhugs- unina sökum vanþekkingar. „Eftír að ég hafði fengið eina töflu fékk ég deyf- ingu með augndropum. Síðan var sótthreinsað í kringum augun og sett í þau sótthreinsandi dropar. En ítrustu varúðar er gætt og er aðgerðin fram- kvæmd á dauðhreinsaðri skurðstofu," segir hún hugiireystandi. Komin með ofursjón „í dag er sjónin mín fullkomin án nokkurra hjálpartækja. En þessi aðgerð var með öllu sársaukalaus. Það eina sem maður finnur er smá þrýst- ingur og pínutítil brunalykt. Þetta tekur aðeins nokkrar mínútur og síð- an var tækið stillt aftur fyrir aðgerðina á hinu auganu. En það sem mér finnst alveg stórmerkilegt er að ég sá ágætlega strax eftír aðgerðina, að vísu allt í móðu, en samt í fókus," segir hún geislandi af gleði enda farin að sjá heiminn í nýju skýru ljósi. „Þegar ég vaknaði um morguninn var ég al- sjáandi. Það var hreint ótrúlegt. Mér fannst ég hreinlega vera með ofur- sjón, rauk út í garð til að skoða allt þar og las blöð dagsins spjaldanna á milli. Það er eiginlega hálf fáránlegt hvað munurinn er mikill," segir Eva og brosir og segir blaðamanni að af gömlum vana geri hún Júns vegar enn dauðaleit að gleraugunum sfnum annað slagið. „Sérstaklega þegar ég ætla í bíó," segir Eva og Júær. Góðar íslenskar kvenfyrir- myndir „Þegar kemur að íslenskum kven- fyrirmyndum koma ýmsar upp í hug- ann," svarar Eva hugsi aðspurð um fyrirmyndir hennar. „Listinn yrði þó tæplegast tæmdur án þess að minnast á mömmu," segir Eva og þagnar í smá stund. „Mamma er án efa mestí áJtrifavaldurinn í mínu lífi. Hún er mín stoð og stytta. En ef ég ættí að gera lista yfir sjálfstæða fmmkvöðla og góðar fyrirmyndir nefrú ég fyrst hana Auði Auðuns sem var fyrsta konan sem lauk lögfræðiprófi og fýrsti kvenráðherrann. Þar næst Auði Eir, sem var fýrsta konan sem var vígð sóknarprestur. Einnig Bríeti Bjam- héðinsdóttur, fýrsta formann Kven- réttindafélags íslands og Elínu Hirst, fréttastjóra Sjónvarpsins. Síðan myndi ég nefna fyrstu konuna sem varð hæstaréttardómari og fýrsta kona kjörin forsetí Hæstaréttar, Guð- rúnu Erlendsdóttur," segir Eva og heldur áfram vel upplýst um fýrir- myndir sínar. „Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, fýrsti kvenborgarstjórinn og Sigríður Rut Jútíusdóttir, lögmaður og Sigríður Snævarr, sendiherra fslands í Frakklandi. Vigdís Finnbogadóttir, íýrsta konan kjörinn forsetí íslands og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra." Eva kveður með Júýju faðnúagi og bætir við að miklar annir bíði hennar á Bifröst. Hún hefur í einlægrú en þó áreynslu- laust sannfært blaðamann um að tíl- finrúngatengslin við virú og vanda- menn séu það sem raunverulega gefi lífinugúdi. Fékk sjónina með leiser Eva Sól- an fórí leiseraðgerð hjáJóhannesi Kára Kristinssyni sem er sérfræðing- ur í hornhimnusjúkdómum, augn- skurðlækningum og leiseraugn- lækningum hjá Sjónlagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.