Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 HelgarblaO DV Díana ip m Veikindi hjá Margréti dregillim Margrét Danadrottning varð að fresta fyrirhugaðri ferð til Mexíkó vegna veikinda. Drottn- ingin hefur átt við slæma verki að stríða (fótum og baki og nú banna læknar hennar henni að ferðast. Drottningin ætlaði til Mexíkó ásamt manni sínum en hjónakornin verða að bíða með ferðalagið. í viðtali við fjöl- miðlamenn sagðist Margrét bfða spennt eftir nýja erfingjan- um. „Barn er alltaf barn, alveg sama af hvaða kyni það er og ég er mjög spennt." Mette-Marit er dekurrófa Mette-Marit krónprinsessa Svfa hefur verið harkalega gagnrýnd fyrir að hafa ekki mætt á opinbera sam- komu eins og aðrir í fjölskyldunni. Norska og sænska konungsfjöl- skyldan sameinuðust í tilefhi menningarhátíðar. Læknar ráð- lögðu prinsessunni, sem er ófrisk, að vera heima við þar sem blóð- þrýstingur hennar var of hár. „Ég væri til í að spjalla við þann lækni sem telur háan blóðþrýsting á meðgöngu óeðli- legan. Skýringin hlýtur að vera leti prinsessunn-1 ar," heyrðist í gagnrýnis- röddunum. Prinsessan barin með kústi Starfsmaður í höll Mswati kon- ungs hefur viðurkennt að hafa barið elstu dóttur konungsins.Prinsessan hafði mætt (partí þar sem áfengi var haft um hönd. Þegar starfsmaðurinn rak augun í hana missti hann stjórn á sér og sló hana með kústi. Partíið var haldið ítilefni þess að„umchwasho"- hefðin verður nú lögð niður.Sam- kvæmt„umchwasho" urðu allar ungar stúlkur að bera bómullarhatta til sönnunar þess að þær væru hreinar meyjar. Eftir að Mswati var sektaður. fyrir að velja sér merkta unglings- stúlku sem sína ní- undu eiginkonu Kate í þjálf- Fyrrverandi lífvörður Dodis Fayed kennir Mohammed Fayed um dauða Díönu un Kærasta Vilhjálms prins, Kate Middleton, hefur verið þjálfuð í um- gengni við Ijósmyndara og blaða- menn.Þjálfunin þykir sanna hversu alvarlegt samband hennar við prins- ins sé orðið og að konungsfjölskyld- an ætlar ekki að gera sömu mistök og þegar Díana nældi (Karl prins. Prinsessan kvart- aði oft yfir hvernig ^henni var kastað fyrir Ijónin án þess að hafa hugmynd hvernig best væri að bera sig að þegar uppáþrengjandi Ijósmyndarar væru annars vegar. Kate er sögð standa sig með prýði, gefur Ijós- myndurum tíma en þakkar svo fyrir og lætur sig hverfa. Gifting í Hollandi ^ Tveimur dögum eftir að hafa skipst á heitum í rómantlskri athöfn gengu Pieter-Christiaan, prins Hollands,og hin 35 ára Anita van Eijk upp að altarinu.Yfir 750 gestir horfðu á brúðurina leidda inn kirkju- gólfið af föður sinum klædda falleg- um silki- og satínkjól með yfir þriggja metra langan slóða.Athöfn- in var haldin I Grote í St. Jer- oenskerk sem er lítið þorp í Noord- wijk. Prinsinn mætti (kirkjuna í „^fylgd Margrétar móður sinnar sem er systir Beatrix drottningar.öll hol- lenska konungsfjölskyldan var á gestalistanum. Hjónakomin ætla f búa I Amsterdam. Ekki með -fyrrverandi Sögusagnir þess efnis að Steph- anie prinsessa I Mónakó væri byrjuð aftur með fyrrverandi j eiginmanni sínum, Daniel Ducruet,voru þaggaðar niður þegar L prinsessan skellti sér á| fótboltaleik með kærastanum sínum, Mathieu, sem starfar sem barþjónn. Ducruet er faðir tveggja barna hennar og talið var að parið ætlaði að ganga aftur í það heilaga. Myndir af Stephanie með Mathieu sanna hins vegar að hún er afar ástfangin en ekki af sínum fyrr- * verandi. Mathieu er aðeins 26 ára en Stephanie er fertug. Hún skildi við Daniel árið 1996. prinsessu og ástmanns hennar. Lífvörðurinn heldur því fram að milljarðamæring- urinn hafi leitt parið i opinn dauðann með því að breyta ferðaáætlun þeirra á síð- ustu stundu. Hann segir Mohammed eiga að axla ábyrgð en ekki skella skuldinni á alla aðra. Átta bp frá danða Dfnnu Aðdáendur Díönu prinsessu hafa sameinast fyrir framan Kens- ington-höll með blóm og ljós- myndir til minningar um hana en átta ár eru síðan prinsessan lést í bílslysinu í París. Synir hennar, Vilhjálmur og Harry, munu hins vegar eyða deginum með kærustum sínum og Karl prins og Camiila eig- inkona hans munu ekki láta daginn raska sinni dagskrá. Leiddi parið í opinn dauðann Einn af fyrrverandi lífvörðum í lífvarðasveit Dodis Fayed kennir föður Fayed, Mohammed, um hvernig fór fyrir parinu. Kez Wing- field segir eiganda Harrods-verslan- anna kenna öllum um slysið nema sjálfum sér. „Ég held að Mo- hammed þjáist af sektarkennd þótt hann vilji ekki viðurkenna sekt sína opinberíega. Það var hann sem breytti ferðaáætlun Díönu og Dodis og leiddi þau þannig í opinn dauð- ann. Parið hafði verið elt af röndum af uppáþrengjandi ljósmyndurum og Mohammed skipaði þeim að láta sig hverfa og breyta allri áætlun sinni," segir Kez sem heldur því fram að enginn hafi vitað um ferðir prinsessunnar og ástmanns hennar eftir breytingarnar. „Þar með missa allar samsæriskenningar Mo- hammeds um launmorð marks. Lífverðimir vissu ekki einu sinni hvert ferðinni var heitið." Díana grét síðasta kvöld sitt Kez segir að Díana hafi verið sorgmædd er hún og Dodi snæddu í síðasta skiptið á hótel Ritz í París kvöldið örlagaríka. „Hún grét hljóð- um gráti og sagði Dodi að hún vildi fara. Ljósmyndararnir biðu fýrir utan og því hefði verið sniðugast fyrir þau áð eýða nóttinni á hótel- Mohammed sagði þeim hins vegar að yfirgefa það í snatri." Kez segir enn fremur að parið hefði átt að taka sér tíma fýrir ljósmyndarana í stað þess að læðast út um bakdyr. „Þau hefðu getað stillt sér upp, brosað og verið almennileg en látið sig síðan hverfa. Ég hef alla vega ekki heyrt um neinn sem dó að völdum mynda- véla." Mohammed Fayed „Égheldað Mohammed þjáist af sektarkennd þótt hann vilji ekki viðurkenna sekt sína opinberlega/' segir fyrr- ' llfvörður milljarðamæringsins. Díana prinsessa Hundruö að- dáenda prinsessunnar komu saman við Kensington-höll til að heiðra minningu hennar. Fyrsta barn Mary prinsessu mun líklega erfa krúnuna þótt það verði stúlka Lögunum breytt vegna barnsins Fyrsta bam Mary prinsessu og Friðriks krónprins mun að öllum líkindum erfa dönsku krúnuna þrátt fýrir að um stúlku verði að ræða. Anders Fogh Rasmussen for- setisráðherra Danmörku tilkynnti f vikunni að hann væri tilbúinn að breyta dönsku stjórnarskránni svo barnið gæti erft krúnuna sama af hvaða kyni það verði. Friðrik og Mary eiga von á bam- inu í október. Þegar fréttir af óléttu prinsessunnar bárust í apríl vökn- uðu miklar umræður varðandi breytingu á lögunum en eins og er geta konur aðeins erft krónuna ef þær eiga enga bræður, líkt og í til- viki Margrétar drottningar. Flestir Danir em á þeirri skoðun að lögin séu ósanngjörn og gamaldags og nú hefur forsætisráðherrann tekið undir með almenningi. Tillaga hans verður tekin fyrir í þinginu í októ- ber, vonandi áður en barnið fæðist. Flestir em bjartsýnir á að tillagan komist samþykkt í gegn en sitj- andi þing ásamt næstkomandi þingi, sem kosið verður innan fjögurra ára, verða að sam- þykkja hana. Ófrísk Mary prinsessa er alltafjafn glæsileg og kúlan skemmir ekki fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.