Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 15 Legið og beðið Þessi fatlaði maður átti sér engrar undankomu auðið í gær. í ástandinu sem ríkir nú í New Orleans geta fjölmargir lítið annað gert en að liggja og bíða eft- ir hjálpinni. Hvort hún ber- ist í tæka tíð er óvíst. Fatl- aðir, sjúkir og aldraðir eru sérstaklega illa staddir. Sjúkrahús borgarinnar eru enn yfirfull af fólki sem bíður eftir aðstoð. Líkin fljóta Þetta er ekki óalgeng sjón í New Orleans þessa dagana. Vegna anna lög- reglu við að ná stjóm á ástandinu og flytja fólk burt frá borginni er ekki enn byrjað að tína upp hin fjöl- mörgu lik sem liggja ýmist sem hráviði um borgina eða fljóta á vatninu. Ekki líður á löngu áður en sum þeirra byrja að rotna í hit- anum. Fangarenn í borginni Lögreglumenn fylgdust með föngum úr Orleans Parish-fangelsinu á einni af hraðbrautum New Orleans í gær. Tæma þurfti fang- elsið vegna flóðanna. Enn eru allir fangar og fanga- verðir úr fangelsum New Orleans í borginni, um átta þúsund manns. Ástandið í New Orleans versnar dag frá degi eftir að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og flóðum í byrjun vikunnar. Ríkisstjórn íslands hefur hvorki sent samúðar- skeyti til Bandaríkjanna eða boð um hjálp. Össur Skarphéðinsson skorar á landsmenn að taka höndum saman. Skor^r á ríkisstjjírnina aö hjalpa Bandankjunum Hörmungarástand í New Orleans Ástandið versnardag frá degi. „Þetta eru hræðilegar hörmungar og okkur ber skylda að hjálpa þessu fólki," segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður um ástandið í New Orleans í Bandaríkjunum þar sem þúsundir svelta, lík hrannast upp í borginni og stríðsástand virðist ríkja. íslensk stjórnvöld sendu frá sér samúðarskeyti í gær. „Bandaríkin eru okkar vinaþjóð og ríkisstjómin á að gera allt sem hún getur til að verða að liði,“ segir össur sem nýverið tók sæti Guð- mundar Árna Stefánssonar í utanrík- ismálanefnd Alþingis. Össur heldur áfram: „Við eigum að senda hjálpar- gögn á svæðið og athuga hvort okkar sérþjálfuðu hjálparliðar geti komið að uppbyggingu borgarinnar. Bandaríkin hafa gegnum tíðina stutt okkur og nú verðum við að leggjast á eitt til að hjálpa þeim." Hræðilegt ástand Ástandið í New Orleans versnar með degi hveijum. í gær mátti sjá hús brenna og óhugnarlegar fréttir af ránsflokkum sem ganga um borgina, skjóta á herþyrlur, ræna, mpla og nauðga konum sýndu alvarleika þess sem gerst hefur í sjálfum Bandaríkj- unum. Erlendir blaðamenn segja reiði og biturð hafa komið í stað von- leysis og sorgar sem hijáð hefur íbúa New Orleans. Matur er af skornum skammti og dæmi em um að fólk hafi verið myrt í baráttu um sæti í rútum frá borginni eða í röðum á þau fáu klósett sem standa flótta- mönnunum til boða. Össur segir afar mikilvægt að al- þjóðasamfélagið komi Banda- ríkjamönnum til hjálpar. Mikilvægt að hjálpa Þórir Guðmundsson upp- lýsingafúlltrúi Rauða. Krossins á íslandi segirj fjölda fólks hafa haft sam- j band og spurt hvemigí það geti komið framlög-, um áleiðis á flóðasvæðin. „Við höf- um ekki hafið landssöfnun því Bandaríkin hafa enn ekki sent út al- þjóðlegt neyðarkall," segir hann. „Þeir sem vilja leggja eitthvað fram geta hins vegar farið á heimasíðu Rauða krossins í Bandaríkjunum og lagt þar inn," segir Þórir. Þórir segir einnig að Rauði Kross- inn í Bandaríkjunum hafi þótt mikið til stuðnings íslendinga að þakka. „Þetta er umfangsmesta hjálparað- gerð þeirra í 125 ára sögu félagsins. Það em margir sem eiga um sárt að binda og því næg ástæða fyrir fólk að sýna samhug í verki. Hvorki náðist í Davíð Odds- son ut- „Bandaríkin hafa gegnum tíðina stutt okkur og nú verðum við að leggjast á eitt til að hjálpa þeim isráðherra né Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vegna málsins. simon@dv.is an- Davið og HalldórEkki náðist íþá vegna málsins. f * ----- I Ossur Skarphéðinsson ,rBandarikin eru okkar vina ■ Þjóð og ríkisstjórnin á að gera allt sem hún getur til að verða aðliði." Viltu sjá BBC eða CNN beint um gervihnött? Þá höfum VÍð búnaðinn. Verð frá 16.900,- stgr, • Smart FTA móttakari, • 65 cm stáldiskur • 0,3dB stafrænn nemi. Auðbrekka3 - Kópavogur sími: 564 1660 □QtgwORLO 0QH^EWS 2H W Leiðandi í W • loftnetskerfum W • mögnurum W • tenglum f • loftnetum • gervihnattadiskum • móttökurum • örbylgjunemum • loftnetsköplum www.oreind.is ooa TWO QDB 5ky news
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.