Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 55
Menning J3V * LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 54 Þröng sýn vinnur til verðlauna í Karlovy Vary og Noregi llraunamynd gengnr vel íslenska tilraunahreyfimyndin Þröng sýn var frumsýnd á Kvik- myndahátíðinni í vor og hefur verið á ferð milli hátíða síðan. Hún fékk um síðustu helgi fyrstu verðlaun í flokknum Ný form á aiþjóðlegu stúdentakvikmyndahátfðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem haldin er af Kvikmynda- og sjónvarpsskóla Leiklistarskólans í Prag en hann er einn elsti kvikmyndaskóli í Evrópu, stofnaður 1947 og er hátíðin tengd hinni þekktu kvikmyndahátíð í Karlovy Vary. Myndin fékk þessa umsögn: „Tæknilega framúrskarandi og falleg en umfram allt ótrúlega þroskað og næmt kvikmyndaverk frá svo ung- um manni. Þetta er leikstjóri til að fylgjast með í framtíðinni." Þröng sýn var líka í keppni á Nor- rænni kvikmyndahátíð ungmenna sem haldin var í Tromsö fyrr í sumar og hlaut þar verðlaun fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Þröng sýn er 20 mínútur á lengd og segir sögu af ungum manni sem hefur áhyggjur af samskiptum fólks og stöðu mannsins í nútíma þjóðfé- lagi. Hann ákveður að framkvæma tilraun og fylgjast með viðbrögðum fólks. í gegnum hana hittir Aron áhugaverða menn. Þröng sýn er tilraunamynd: myndin var fyrst tekin upp á staf- rænt video og síðan prentuð út ramma fyrir ramma og almenningi boðið að draga upp sína mynd eftir þeim. Yfir 1.350 manns tóku þátt og drógu í gegn sínar myndir sem síðan voru skannaðar og notaðar við kvik- un myndarinnar. Bakgrunnar og önnur hreyfimyndagerð var unnin af hópi ungra listamanna í Reykjavík undir stjórn þeirra Guðmundar Arn- ar Guðmundssonar og Þórgnýs Thoroddsen sem eru í senn leik- stjórar og framleiðendur Þröngrar sýnar. Myndin er þeirra fyrsta hreyfimynd. Tónlist myndarinnar og hljóðvinnsla myndarinnar var í höndum Guðmundar Steins Gunn- arssonar, Hallvarðs Ásgeirsonar og Páls ívans Pálssonar. Meðframleiðandi myndarinnar er CAOZ hf. og myndin var fram- leidd með stuðningi frá Kvikmynda- miðstöð íslands, Reykjavíkurborg og átaksins Ungt fólk í Evrópu. Dansverk Helenu Jónsdóttur í Eistlandi Kvikmyndað í fangelsi Helena Jónsdóttir, danshöf- undur og leikstjóri, uppgötvaði videóið fyrir fáeinum árum og varð ástfangin af þessum miðli. Hún hefur sett saman tvær mynd- ir ásamt samstarfsmönnum og hafa þær farið víða. Næsta verk hennar í dansi og mynd er unnið fyrir eistneska ríkissjónvarpið ETV og verður myndin, sem hlotið hef- ur heitið Another, forsýnd á Ultima Film Festival í Ósló þann 2. október, en frumsýnd í Eistlandi í lok október. í myndinni dansar Helena ann- að aðalhlutverkið við tónlist eftir Skúla Sverrisson, SKE, Hildi Guðnadóttur og Birki Gíslason, sem annast jafnframt hljóðmynd- ar- og hljóðblöndun. Grafi'sk vinnsla er í höndum hins kunna hönnuðar Ámunda Sigurðssonar. Myndin var tekin upp í al- ræmdasta fangelsi í Eistíandi og fjallar meðal annars um fanga og fangaverði af gagnstæðu kyni sem hafa þar orðið uppvísir að ýmsu á liðnum árum. Kynningarútgáfa myndarinnar hefur þegar tryggt sölu hennar til stærstu sjónvarpsstöðva í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Slóveníu. Þá sýnir evrópska sjón- varpsstöðin Arte myndina á nýju ári, en Arte er meðframleiðandi ásamt Mypocket Productions ehf., fyrirtækis Helenu og Þorvaldar Þorsteinssonar. Hefur Helenu verið boðið að vinna fimm myndir í viðbót eftir eigin handriti i samstarfi við eist- neska sjónvarpið. Hefst sú vinna upp úr áramótum. afsl. ra _ Svæðaskipt heilsudýna Rafmagsrúm 80x200 verð frá 59,900- 160x200 verðfrá 119,800- Tilboð W 160x200 verð£2^900- tilboö 49,740- 180x200 verð 99,906- tilboð 59,940- Hægindastólar með bylgjunuddi og hita fyrir mjóbak Verð frá31,900- www rumgott.is EB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.