Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Page 55
Menning J3V * LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 54 Þröng sýn vinnur til verðlauna í Karlovy Vary og Noregi llraunamynd gengnr vel íslenska tilraunahreyfimyndin Þröng sýn var frumsýnd á Kvik- myndahátíðinni í vor og hefur verið á ferð milli hátíða síðan. Hún fékk um síðustu helgi fyrstu verðlaun í flokknum Ný form á aiþjóðlegu stúdentakvikmyndahátfðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem haldin er af Kvikmynda- og sjónvarpsskóla Leiklistarskólans í Prag en hann er einn elsti kvikmyndaskóli í Evrópu, stofnaður 1947 og er hátíðin tengd hinni þekktu kvikmyndahátíð í Karlovy Vary. Myndin fékk þessa umsögn: „Tæknilega framúrskarandi og falleg en umfram allt ótrúlega þroskað og næmt kvikmyndaverk frá svo ung- um manni. Þetta er leikstjóri til að fylgjast með í framtíðinni." Þröng sýn var líka í keppni á Nor- rænni kvikmyndahátíð ungmenna sem haldin var í Tromsö fyrr í sumar og hlaut þar verðlaun fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Þröng sýn er 20 mínútur á lengd og segir sögu af ungum manni sem hefur áhyggjur af samskiptum fólks og stöðu mannsins í nútíma þjóðfé- lagi. Hann ákveður að framkvæma tilraun og fylgjast með viðbrögðum fólks. í gegnum hana hittir Aron áhugaverða menn. Þröng sýn er tilraunamynd: myndin var fyrst tekin upp á staf- rænt video og síðan prentuð út ramma fyrir ramma og almenningi boðið að draga upp sína mynd eftir þeim. Yfir 1.350 manns tóku þátt og drógu í gegn sínar myndir sem síðan voru skannaðar og notaðar við kvik- un myndarinnar. Bakgrunnar og önnur hreyfimyndagerð var unnin af hópi ungra listamanna í Reykjavík undir stjórn þeirra Guðmundar Arn- ar Guðmundssonar og Þórgnýs Thoroddsen sem eru í senn leik- stjórar og framleiðendur Þröngrar sýnar. Myndin er þeirra fyrsta hreyfimynd. Tónlist myndarinnar og hljóðvinnsla myndarinnar var í höndum Guðmundar Steins Gunn- arssonar, Hallvarðs Ásgeirsonar og Páls ívans Pálssonar. Meðframleiðandi myndarinnar er CAOZ hf. og myndin var fram- leidd með stuðningi frá Kvikmynda- miðstöð íslands, Reykjavíkurborg og átaksins Ungt fólk í Evrópu. Dansverk Helenu Jónsdóttur í Eistlandi Kvikmyndað í fangelsi Helena Jónsdóttir, danshöf- undur og leikstjóri, uppgötvaði videóið fyrir fáeinum árum og varð ástfangin af þessum miðli. Hún hefur sett saman tvær mynd- ir ásamt samstarfsmönnum og hafa þær farið víða. Næsta verk hennar í dansi og mynd er unnið fyrir eistneska ríkissjónvarpið ETV og verður myndin, sem hlotið hef- ur heitið Another, forsýnd á Ultima Film Festival í Ósló þann 2. október, en frumsýnd í Eistlandi í lok október. í myndinni dansar Helena ann- að aðalhlutverkið við tónlist eftir Skúla Sverrisson, SKE, Hildi Guðnadóttur og Birki Gíslason, sem annast jafnframt hljóðmynd- ar- og hljóðblöndun. Grafi'sk vinnsla er í höndum hins kunna hönnuðar Ámunda Sigurðssonar. Myndin var tekin upp í al- ræmdasta fangelsi í Eistíandi og fjallar meðal annars um fanga og fangaverði af gagnstæðu kyni sem hafa þar orðið uppvísir að ýmsu á liðnum árum. Kynningarútgáfa myndarinnar hefur þegar tryggt sölu hennar til stærstu sjónvarpsstöðva í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Slóveníu. Þá sýnir evrópska sjón- varpsstöðin Arte myndina á nýju ári, en Arte er meðframleiðandi ásamt Mypocket Productions ehf., fyrirtækis Helenu og Þorvaldar Þorsteinssonar. Hefur Helenu verið boðið að vinna fimm myndir í viðbót eftir eigin handriti i samstarfi við eist- neska sjónvarpið. Hefst sú vinna upp úr áramótum. afsl. ra _ Svæðaskipt heilsudýna Rafmagsrúm 80x200 verð frá 59,900- 160x200 verðfrá 119,800- Tilboð W 160x200 verð£2^900- tilboö 49,740- 180x200 verð 99,906- tilboð 59,940- Hægindastólar með bylgjunuddi og hita fyrir mjóbak Verð frá31,900- www rumgott.is EB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.