Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 Menning DV Lars Tunbjörk. Með góðfúslegu leyfi Ijósmyndarans og Ljósmyndasafns Reykjavíkur Afhjúpaðir Svíar Lars Tunbjörk ljósmyndari opn- ar sýningu í Ljósmyndasafninu í Grófarhúsi í dag. Sýningin sam- anstendur af verkum úr myndaröð- unum Ríki í uppnámi og Heima. Þessar myndaraðir tilheyra þríleik sem hófst með bókinni Landet utom sig/ Ríki í uppnámi frá 1993 sem nú þykir orðin sígild meðal áhugamanna um ljósmyndun. í verkum sínum hefur Lars skoðað veruleika okkar daga eins og hann birtist í starfi og leik, á opinberum vettvangi og nú síðast á heimilinu. Tunbjörk hefur rannsakað og ljósmyndað samfélagið eins og það hefur þróast síðustu tvo áratugi og eiga verk hans sér enga hliðstæðu í sænskri ljósmyndun eða eins og segir í frétt safnsins: „Á þessu tíma- bili var hinu sænska velferðarríki rótgróinna hefða og rígbundins skipulags umtumað svo úr varð auðvaldssinnað og alþjóðavætt neyslusamfélag þar sem blái og guli liturinn í þjóðfánanum em ekki þekkjanlegir lengur. Fáir sænskir ljósmyndarar hafa haft eins víðtæk áhrif á starfsbræður sína á jafn stuttum tíma og Lars Tunbjörk gerði með myndafrá- sögnum sinni í Stockholms-Tidn- ingen, Metallarbetaren, Mánads- journalen og Upp&Ner. í kjölfar út- komu bókarinnar Ríki í uppnámi hlotnaðist Tunbjörk svo einnig al- þjóðleg viðurkenning." Lars er stjarna í heimi ljósmynd- unar. í seinni tíð hafa birst reglulega myndir eftir hann í helstu tímaritum heimsins og má segja að New York Times Magazine sé hans helsti miðill. Öland eftir Lars frá 1991 Hann bregður nýju og skýru Ijósi d veruleika sænska vel- ferðarsamfélagsins sem hefur hratt horfið fró sinum rómuðu velferð til skuggategri tíma. Homunc Poeta Eitt verka Malcolms Green d sýningunni i Kling & Bang. Greená Laugavegi í dag opnar breski myndlist- armaðurinn Malcolm Green sýningu á verkum sínum í Kling & Bang á Laugaveginum. Sýn- inguna nefnir hann Banners Bright og verður hún opin fram til 25. september. Malcolm er frá suðurhluta Englands en hefur búið í Þýskalandi um tveggja áratuga skeið. Hann stundaði nám í dansi og sálarfræði á átt- unda áratugnum og var einn þáttakenda í Whitechapel Open sem málari. Þá var hann j félagi _, við Genesis P. Orridge, sem síð- ar gerðist stofnandi Psycic TV sem hingað kom sællar minn- ingar. Malcolm starfaði sem dansari og danshöfundur í Aust- urríki og Þýskalandi fram til 1990, en rak á sama tíma Atlas Press, útgáfufyrirtæki í London sem gaf út framúrstefnutexta ýmiss konar: expressjónisma, dada og súrrealisma, aksjónista- texta og fluxus-skrif. Það var í gegnum starfsemi Atlas að hann kynntist Dieter Roth sem hvatti hann til sýn- ingahalds og stóð fyrir hans fyrstu sýningu. Á sýningunni í Kling & Bang gallerí sýnir Malcolm prentaða refla, sem hann byrjaði að vinna á milli ár- anna 1999 og 2004. Myndefnið er unnið út frá hans daglegu upplifunum og teikningum í sldssubækur sem urðu að eins- konar dagbókum. í fyrstu voru myndimar unnar í stærðunum 30,48 x 30,48 á jámplötur þar sem helstu atriði myndarinnar vom hömmð út aftan frá. Eftir margar myndir áttaði Malcolm sig á að harm hafði ómeðvitað unnið myndimar í þessari stærð sem var nákvæmlega sama stærð og LP-plötuumslög. Eftir þessa uppgötvun áttaði hann sig einnig á tengingu milli sinna mynda og plötuumslaganna, þar sem textinn er hluti myndarinn- ar á sama hátt og myndin tekur áhrif sín frá textanum. Malcolm notar texta og myndefni á sinn hátt, þar sem myndefnið breytir merkingu og innihaldi textans ^ogsvo öfugt. Sumar og haust renna saman í starfi íslenska dansflokksins. Hann er nýkominn úr sýningarferðalagi með We are all Marlene FOR um Evrópu og dansarar flokksins eru virkir á Reykvísku danshátíðinni sem nú stendur yfir í Borgarleikhúsinu. Æfingar eru hafnar á verkefnum haustsins en framundan er annasamt ár flokksins. Nýjar sýn- ingar í undirbúningi, komur gestaflokka og samstarf við Leikfélag Reykjavíkur. Annjr íslenskg dansflnhksins Innlond og utlond íslenski dansflokkurinn er flagg- skip íslenskra listdansara. Þrátt fýrir að flokkurinn sé smár og hafi ekki mikil efni hefur stjómendum hans tekist að marka sér skýrt starfssvið, bæði á heimavelli og ekki síður í út- löndum, en flokkurinn er víða vel- komirm til sýninga. í fyrra fór hann með sýningar til ellefu borga í Evrópu og Miðausturlöndum. Bar þar hæst ferðir með Viö erum öil Marlene Dietrich FOR eftir Emu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin. Á komandi ári held- ur ferðalagið áfram með sýningum í Danmörku, Ítalíu, Finnlandi, Svíþjóð og víðar. Heimavöllur Starfið hér heima er kjaminn í til- vem flokksins. Á þessum vetri flytur hann fjögur frumsamin verk, tvö þeirra eftir unga íslenska karla, dans- höfunda sem semja sín fyrstu verk fyrir íd á stóra sviði Borgarleikhúss- ins og tvö verk eftir þekkta erlenda höfunda, Didy Veldman og Rui Horta. Horta hefur starfað með flokknum áður, en kemur og semur verk fyrir sýningu flokksins í febrúar. Þá verður eldra verk hans Pocket Ocean, æft að nýju og sett upp í byrj- un nóvember ásamt frumfluttum verkum eftir þau Jóhann Frey Björg- vinsson og Filippíu Eh'sdóttur, og Peter Anderson. Nóvembersýningin Þau Jóhann Björgvinsson og Fil- ippía Elísdóttur hafa átt gott samstarf fýrr á þessu ári í tveimur sýningum, í MinK og BanK og á Listahátíðaropn- un. Nýtt verk þeirra tveggja ber heitið Wonderland eða Undraland: „Við erum öh tílgerðarleg og angistarfuU, algjörlega föst í eigin heimi fuU af ómeðvitaðri, ofbeldisfuUri spennu og tómleika. Bæði í helvfti og lúmnaríki. Algjör óreiða, fegurð og martröð" segir f staðhæfingu þeirra um efrii verksins. Davíð Þór Jónsson semur tónlist fyrir Undralandið. Peter Anderson hefur um langt skeið verið ein helsta stoð flokksins, kraftmikiU og hamslaus dansari. Hann hefúr um nokkurt skeið sinnt danssmíði og verk hans á nóvember - sýningunni kaUar hann Critic’s choice?Gagnrýnendur hrökkva í kút: þetta er kómískt verk um danshöf- undinn, dansarann og gagnrýnand- ann og andstæðar hugmyndir um hvað listin stendur fyrir. Verkið er samið við tónhst eftir Lou Reed. Haf í vösum okkar Rui Horta samdi Pocket Ocean fyrir íd 2001 og hefur flokkurirm sýnt verkið í Reykjavík, Ottawa og Toronto í Kanada og í Salisbury á Bredandi. Þar leUcur Horta sér með þverstæður: haf rúmast ekki í vasa, en við þráum, hvert og eitt, að fanga hafið. „Við erum aUtaf að seUast eftir því ómögu- lega," segir Horta, en hans lærdómur er að það er ferðin sem skiptir máU ekki áfangastaðurinn. Horta er eirm af athyghsverðustu danshöfúndum í Evrópu. Harm er portúgalskur að uppruna, en hefur starfað mikíð á alþjóðlegum vett- vangi, einna helst í Þýskalandi þar sem dansflokkar hans S.O AP. og Rui Horta Stageworks voru með bæki- stöðvar á tíunda áratugnum. Auk þess að semja verk og sýna með eigin hópum hefur Horta samið verk fyrir Gulbenkian baUettinn, CuUberg baU- ettirm, BaUet du Grand-Théatre de Genéve, Opera Dortmund, Opera Númberg og Opera Linz meðal ann- arra. Hann ætlar nú að semja nýtt verk fyrir flokkinn sem verður frum- sýnt í febrúar. Góðir gestur í lið með Horta og flokknum slæst hoUensk kona, Didy Veldman, sem hefur starfað sem dansari við Scap- ino BaUet í HoUandi, BaUet du grand theatre í Genf og Rambert dance company. Hún samdi sitt fyrsta verk árið 1987 fyrir Scapino BaUet, en síð- an hefur hiin meðal armars samið fyrir BaUet du grand theatre í Genf, Rambert dance company, Les Grand BaUets Canadiens, Gulbenkian, GuU- berg, Northern BaUet Theatre, New Zealand BaUet, Komische Oper Berl- in, Scottish Dance theatre og fleiri. Hún mun semja annað þeirra tveggja verka sem frumsýnd verða í febrúar. Bæði njóta þau Horta alþjóð- legrar viðurkenningar og er það enn einn áfangi íd í alþjóðlegu starfi að ná þessum kröftum hingað tíl starfa. Bæði verkin em heimsfrumsýningar. Sambúð með Leikfélagi Reykjavíkur í nágrenni við Leikfélagið hafa þróast upp samstarfssvið utan kaffi- stofú, reykherbergja og matsalar. í janúar leggur íd sitt í stórsýningu LR á Carmen. Þar verða dansarar með leikurum á sviði og söngvumm í nú- tímalegri útfærslu á Carmen. Þá heldur áfram samstarfi flokk- anna tveggja um 25 tíma dansleik- hús, samkeppni LR og íd sem er nú haldin í fjórða sinn í leikárslok Trans Danse Europe Þetta verkefni ernúað renna sitt skeið: það hófst 2003 og skyldi standa íþrjú ár. Það fóist i að þróa og semja ný og spennandi dansverk, styrkja dansumhverfi i Evrópu og leiða saman evrópskt danslistafólk. Verkin voru að lok- um sýnd í sjö borgum Evrópu. I maí mun Islenski dansflokkurinn ísamvinnu við Listahátíð bjóða upp á gestasýningar frá þremur löndum. frá Belgíu koma Nicole Mossoux and Patrick Bonté með , Helium, frá Póllandi koma Magdalena Reiter og Leczek Bzydl með Forma interogativa & Magnolia- Danir senda hingað Obstrucsong frá Granhoj Dans i Árósum. Trans Danse Europe 2003-2006 nýtur stuðnings menningaráætlunar Evrópusam- bandsins, Culture 2000. Danslist Danssmiðja Á síðasta leikári stofnaði Dans- flokkurinn danssmiðju. Þar fengu Jó- hann Freyr Björgvinsson og Karen Maria Jónsdóttir að spreyta sig. Nú verða það þær HaUa Ólafsdóttir og Aðalheiður HaUdórsdóttir sem fá næði og aðstoð tU að koma hugverk- um sínum á koppinn. íd lagðist í strákaleit í vetm sem leið. Ungum strákum var boðið að finna dansarann í sér. Það verkefni heldur áfram í vetur í samstarfi við gmnnskólana og verður strákum í elstu bekkjum gnmnskóla boðið upp á skemmtílegt kynningamámskeið í dansi sem lýkur með keppni. Flokkurinn hefur um nokkuð langt skeið unnið skipulega að kynn- ingu listdansins í grunnskólum í þeirri vissu að þannig skapaðist grunnur að nánari kynnum að þessu listformi sem víða um lönd kallar tíl sín hópa ungs fólks. Opið hús hjá Sinfó Þá byrjar baUið, nýtt starfsár hefst og SinfóníulUjómsveitin okkar býður landsmönnum öUum í heim- sókn tU sfn í dag frá klukkan 13 tU 16. Hljóðfæraleikararnir verða í öll- um sölum Háskólabíós, sýna sig og sín hljóðfæri, segja frá, spUa og svara spumingum gesta. Klukkan 14.30 hefst skemmtun í stóra saln- um, þau Birta og Bárður úr Stund- inni okkar stjóma herlegheitunum og skemmta krökkunum. Vfldngur Heiðar Ólafsson, einn efnUegasti pfanóleikari landsins, leikur píanó- konsert nr. 2 eftir Sjostakovitsj og hljómsveitin spreytir sig á verkum eftir P.D.Q. Bach, Gershwin og Copland. AUir gestir geta sett nafn sitt í pott og úr honum verða dregin nöfn fjögurra heppinna einstaklinga sem halda heim með áskriftarskírteini fyrir alla fjölskylduna að Tónsprot- anum, tónleikaröð fjölskyldunnar. Veitingar em í boði hússins! AUir em velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.