Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 26
1 26 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 Helgarblað DV „Ég er algjör alæta þegar kemur að fötum og er mjög opin fyrir því að prófa nýja hluti. Ég er heldur ekkert endilega að eltast við tískustraumana. Klæðist einfald- lega því sem mér finnst flott," segir Aðalheiður Ólafs- dóttir söngkona. „Það er þó eitt sem ég elska og það er að vera í kjólum. Ég á skrautlega kjóla, galakjóla og allt milli himins og jarðar. Ég hef svo gaman af því að klæða mig upp. Svo er líka alltaf gott að hafa fleiri en einn sviðsklæðnað til taks ef ég er að koma fram og syngja." Kaupir ekki hvað sem er Aðalheiður hefur mjög gaman af því að kaupa föt og kemur reglulega við í Oasis og Juniform. „Þrátt fyrir að kaupæði renni stundum á mig, geri ég sjaldan þau mis- tök að kaupa eitthvað sem ég sé eftir að hafa eytt peningunum í. Ég hugsa mig nefnilega vel um áður en ég tek upp kortið og fyrir vikið er ég alltaf ánægð með það sem ég kaupi. Ef það er fallegt og ég held að ég muni nota það, kaupi ég það,“ út- skýrir Aðalheiður. Elskar sterka liti „Ég er ofboðslega litaglöð enda lífga litirn- ir mikið upp á daginn, sérstaklega þegar skammdegið skellur á. Mér þykir gaman að klæðast sterkum litum og jafnvel blanda sam- an fleiri en einum lit. Það gerir klæðnað- inn bara svo miklu skemmtilegri,'1 seg- ir Aðalheiður. Heiða elskar kjóla Brúni gullkjóllinn er I uppáhaldi. get „Yfirleitt geng ég í frekar kvenlegum fötum og er til dæmis mikið í pilsum," segir Þórunn Helga Benedikz háskólanemi. „Einu sinni klæddist ég alltaf fötum sem voru frekar áberandi og kannski svolítið öðruvísi. í dag geri ég meira af því að blanda saman hefðbundnari föt- um með einhvetju skrautlegu. Þá verður múnderingin skemmtilegri. Mér finnast til dæmis fötin í Gap algjört æði en splæsi með því litríkri peysu eða skartgripum til þess að lífga upp á fatnaðinn. Ég kaupi til dæmis mikið glingur í Accessorize. Ég held satt að segja að mínir helstu veikleikar séu skartgripir og eyrnalokkar. Það er eitthvað sem ég stenst ekki og á allt of mikið af.“ Þó svo að Þórunn sé mikið fyrir að krydda fötin svo- lítið með aukahlutum finnst henni hallærislegt þegar fólk rembist of mikið við að hafa sig til áður en haldið er út úr húsi. „Ef það sést langar leiðir að manneskjan hefur eytt klukku- tíma fýrir framan spegihnn og þá snúast flottheitin upp í and- hverfu sína," tekur Þórunn fram. Uppáhaldsflíkin notuð til hins ýtrasta Þórunn á nokkrar uppá- haldsflíkur sem hún gæti ekki hugsað sér að vera án. „Ef ég er ekki í pilsi er ég oftast í svörtu flauelsbuxunum mínum. Ég á Kka græna peysu með glimmerþráðum sem ég elska og svo nota ég mikið Ecco-skóna mína. Ég er gjörsamlega búin að ganga þá í tætlur. Ég á það til að nota skó þangað til botn- inn dettur undan þeim," segir Þórunn og hlær. Vinkonurnar njóta góðs af tísku- mistökunum Það kemur fyrir besta fólk að gera mis- tök í fatakaupum enda getur kaupæðið náð tökum á fólki og þá er ekki aftur snúið. „Ég keypti álfapils í vor. Það er allt skakkt og skrýtið og lítur fáránlega út á mér. Ég veit ekki hvað ég var að hugsa. Það leit bara svo vel út á gínunni. Ætli ég gefi það ekki bara frá mér því ég ekki ímyndað mér að ég eigi eftir að nota það. Vinkonur mínar njóta alltaf góðs af ef ég geri tískumistök. Þórunn gengur oft í kvenlegum fötum Grxna peysan er mikið notuð til að lífga upp á fatnaðinn. ■■ m..........- -t:.- . .. - ■ ■.-,.T^>.-...... - ■ . ,Ætli ég sé ekki það sem kallast íþróttatýpan því ég geng aðallega í íþróttafötum. Það leynist samt líka í mér lítið merkjafrík og er ég sérstaklega hrifin af Diesel og Levi’s og að sjálfsögðu Puma," segir Margrét Lára Við- arsdóttir fótboltadama. „Mér finnst að vísu mjög flott að sjá stelpur sem kunna að klæða sig eftir nýjustu tísku en ég er samt ekkert að eltast við það sjálf." Landsliðsbúningurinn toppar allt Það er alveg sama hvernig fatnað Margrét kaupir því hún segir ekkert betra og flottara en íslenska landsliðs- búninginn. „Búningurinn toppar allt. Það er kannski ekki viðeigandi að klæðast honum þegar ég kíki út á líf- ið en mér líður samt alltaf langbest þegar ég er klædd fyrir völlinn," tekur Margrét fram. „Annars er ég voða- lega mikil strákastelpa held ég. Ég er ekki mikið fyrir að klæðast pilsum nema í einstaka tilvikum. Þegar ég vil vera aðeins fi'nni en íþróttaföt- in bjóða upp á verða galla- buxumar yfirleitt fyrir val- inu." Skápurinn fullur af íþróttafötum „Ég held ég kaupi allt of mikið af fötum og er • þá yfirleitt um að ræða íþróttaföt. Ég á fullan skáp af íþróttafatnaði. \ Þegar kemur svo ð stórafmæli eða brúðkaupi á ég alltaf í stökustu vandræðum með að finna eitthvað til að fara í. Þá þarf ég að fara í verslun- arleiðangur til að kaupa spariföt," segir Margrét og hlær. 1* - ... _r '"'SSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.