Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 17
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 17 Háværar raddir eru uppi um þaö meðal hundaeigenda að tími sé kominn til að freista þess að verja at- kvæði sínu í komandi sveitarstjórnarkosningum 1 þágu hundanna. Þeir eru orðnir þreyttir á fordómum og þekkingarleysi og vilja að tekið sé tillit til þeirra sem kjósa að eiga hund. Að halda hund sé ákveðinn lífsstíll sem þekkist í öllum öðrum borgum í heiminum og samskipti manna og hunda gangi þar vand- ræðalaust fyrir sig. Tími sé kominn til að leyfa hundahald í stað þess að banna það með undanþágum. í því fyrirkomulagi felist ákveðin skilaboð og sé það ekki til annars en efla fordóma og mynda gjá milli þeirra sem halda hund og hinna. Skiptar skoðanir eru meðal þeirra sem sækjast efir borgarstjóra- embætti í Reykjavík. Stefán Jón Hafstein hefur þegar lýst yfir sín- um skoðunum, en hann vill þrengja reglur og banna ákveðnar hundategundir. Bann megi áfram ríkja með undanþáguákvæð- um. Hvað segja hinir borgarfulltrúarnir sem sækjast eftir borgar- stjórastóli í vor og eru hundaeigendur í raun tilbúnir til að láta reyna á þetta viðkvæma mál. Helgarblaðið leitaði svara við því. „Ég á ekki erfitt með að setja mig í spor hundaeiganda því sjálfur var ég hundaeigandi í mörg ár hér í Reykjavík," segir Gísli Marteinn Baldursson og vísar þar í hundinn sinn, hann Mána sem var af Collie- tegund og hann átti í mörg ár. Þvf fari sjónarmið þeirra Stefáns Jóns Hafsteins ekki saman í því hvemig „Mér finnst út í hött hjá Stefáni Jóni að likja hundahaldi við byssueign og sýnir það að mínu mati vanþekkingu hans á hundum," segir Erla Hlynsdóttir hundaeigandi. Erla segir að vissulega sé hægt að þjálfa Doberman- og Rottweiler-hunda til að sýna mikla árásargirni en að það eigi við um flestar hundategundir. „Abyrgur hundaeigandi hefur ekki aðeins velferð hundsins að leiðarljósi heldur einnig velferð almennings. Hann kynnir hund sinn fyrir ólíkum aðstæðum og kennir hon- um að bregðast við, lætur hann ekki vera lausan f íbúðahverfi né eftirlætur óreyndum að sjá um hundinn þótt auðvitað séu svartir sauðir á milli eins og gengur og gerist (öðrum þjóðfélagshóp- um. Miðað við það sem ég hef heyrt þá eru hunda- eigendur langþreyttir á að vera af mörgum álitnir annars flokks borgarar. Við viljum að á okkur sé hlustað og að okkur sé sýnd virðing. Samstaða hundaeigenda hér á landi er alltaf að aukast og við viljum eiga gott samstarf við forsvarsmenn Reykjavfkurborgar, en forsenda þess er auðvitað sú að þeir sem sitja á valdastólum hafi skilning á málefnum er varða hunda. Ég tel að þeir kjósendur sem hafa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast hundum af eigin raun hafi þessi mál ofar- lega f huga þegar þeir ganga að kjörkössunum." hundahaldi skuli háttað í borginni. Máni varð þrettán ára gamall og fékk þá að hverfa á vit eilífðarinnar enda saddur h'fdaga. Gísli Marteinn segir að oft skjóti sú hugsun upp í kolli hans að fá aftur hund enda á hann margar skemmtilegar minn- ingar um sinn gamla félaga. „Við höfum stundum rætt það fjölskyld- an að eignast hund og það er aldrei að vita nema af því geti ein- hvern tíma orðið," segir hann og bætir við að Border Collie sé efstur á lista. Hann gerir sér eigi að síður ljóst að þá þurfi hann að hafa tíma, sem sé lík- lega ekki framundan. Border Collie sé hundur sem þurfi að hafa nóg að starfa. Gísh Marteinn er ákveðinn í því, ef hann kemst til áhrifa í Reykjavík- urborg, að vinna með hundaeigend- um og leggja sig fram við að sátt verði um hundahald í borginni. Mörg sjónarmið þurfi að sætta og sé hann sannfærður um að það verði hægt. „Ég hef verið í umhverfis- nefnd Reykjavíkur og er þessum málum ekki ókunnugur. Þar hef ég reynt að vera sanngjam og Iagt til að af skyni kis. Eg seml, án g veit ekki tekið sé á málum af fordóma eða ofstækis bettn: en það hafi tekist nokkuð vel," segir hann. Gísli segist vel skilja hundaeig- endur og þann pirring að finnast þeir hvergi velkomnir með hunda sína. „Ég man þegar ég var með Mána minn á sínum tíma og langði að sleppa honum lausum og hve ég þurfti að hafa fyrir því. Þá mátti ekki einu sinni ganga með hund í taumi í Hljómskálagarðinum en það hefur sem betur fer breyst. í mínum huga em hundar skemmtileg viðbót við borgarlífið og ég vil hafa áhrif á að svo geti áfram orðið og tilbúinn að beita mér í þá átt að menn og hund- ar geti lifað í sátt í borginni." Hann játar tvískinnunginn sem felst f að banna hundahald en leyfa það samt. Það sé betra að hafa þessi mál á hreinu. „Á sfnum tíma var kos- ið um þetta og hundahald fellt. Það getur verið að kominn sé tími til að skoða þessi mál að nýju," segir hann og játar að það kunni að felast í því viðhorfsmótandi skilaboð að banna en leyfa samt. „Þessi mál þarf að taka til endurskoðunar, ég er alveg sammála því. Ef til kemur mun ég beita mér fyrir því að borg- arbúar verði sáttir 'og ánægðir, hvort sem þeir hund eða spor hundaeigenda," Marteinn. segir Gísli Erla meö hundinn sinn„£g telaðþeir kjósendur, sem hafa orðiö þeirrar ánægju aðnjótandi að kynn- ast hundum afeigin raun, hafi þessi mál ofarlega í huga þegar þeir ganga aö kjör- kössunum." eiga hund eða ekki. Ég hef ‘ -^Creynsluna og •t" <ÉBfcvs_. get sett migi VilhjálmurVil- hjálmsson „Ég var I sveit frá þvl ég var sjo ára til fjórtán ára aid- urs og umgekkst hunda öil þau ár, ber virðingu fyrirþeimog þykir vænt um þá.“ Gísli Marteinn „ Við höfum stundum rættþað fjöiskyld- an að eignast hund og það er aldrei að vita nema afþvl geti einhvern tíma orðið, * segir Glsli Marteinn. Vill að það ríki sátt hunda- hald „Ég vil alls ekki þrengja þær regl- ur sem gilda um hundahald í borg- inni og legg áherslu á að sem allra mest sátt sé meðal íbúanna," segir VUhjálmur Vilhjálmsson. Sjálfur á hann ekki hund og hefur aldrei átt. Reiknar ekki með að breyting verði þar á en ekki sé rétt að útiloka að það kimni að breytast. „Ég var í sveit frá því ég var sjö ára til fjórtán ára aldurs og umgekkst htmda öll þau ár, ber virðingu fyrir þeim og þykir vænt um þá." Vilhjálmur telur að ekki sé rétt að banna hundahald en leyfa samt eins og nú er gert. Eðlilegt sé að hunda- hald sé leyft í samræmi við ákveðnar reglur. „Um þetta atriði hefur á hinn bóginn ekki verið tekin ákvörðun. Heldur ekki hvort hundahald í borg- inni verði sérstakt stefriumál í næstu kosningum. En verði þessu breytt og settar sérstakar reglur myndi ég fyrst og fremst hlusta á viðhorf þeirra sem eru í stjórn félaga- samtaka hundaeigenda og treysta því sem þeir hafa að ■ segja. Þetta á meðai annars við um hvar megi vera með hunda og hve há gjöld séu inn- heimt vegna hundahalds," seg- ir Vilhjálmur og bætir við að Stefán Jón nálgist þessa umræðu með þeim hætti að hann geti ekki tekið imdir hans sjónarmið. Hann lýsir sig tilbúinn til að ræða þessi mál frekar á næstu mán- uðum eða vikum við þá sem hags- muna eiga að gæta. bergij6t@dv.is BILASPRAUTUN OG RETTINGAR AUÐUNS Tjónaskoðun TOYOTÁ -þjónusta Nútíma verkstæði og fullkominn tækjabúnaður Gæðavottað verkstæði af Bílgreinasambandinu Bílaleigubíll á meðan viðgerð stendur Sérþjálfaðir starfsmenn Fljót og góð þjónusta IfCABAS Verkstæðí 1 t- U * WL' 1 ilHBiðflll ■ - fea - ,| • I | Nýbýlavegi 10 • Kópavogi • Sími 554 2510 • www.bilasprautun.is • bilasprautun@bilasprautun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.