Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 12
72 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Furðar sig á vanmætti Bush Guðbergur Bergsson rithöf- undur gagnrýnir vanmátt Banda- ríkjamanna gagnvart flóð- unum í Louisi- ana á vefsíðu JPV-forlags- ins: „Hvernig stendur á því að bandaríska þjóðin sem kom í veg fyrir að ógn kommúnismans flæddi yfir heiminn og bjargaði írak með glæsibrag frá blóðbaði Saddams Hussein skuli ekki enn hafa bjargað landsmönnum sínum af húsþökum í New Orleans viku eftir flóðin?" Slátrarar slökkva eld Eldur kom upp í ný- byggingu við Sláturfélags Suðurlands á Selfossi rétt fyrir hádegi á miðvikudag. Slökkvilið var tafarlaust kallað á vettvang en starfs- mönnum fyrirtækisins hafði tekist að slökkva eld- inn um það leyti sem slökkviliðið kom á vett- vang. Allmikill reykur myndaðist við brunann og þurfti að reykræsta bygg- inguna. Skemmdir af völd- um eldsins eru enn ókann- aðar en ekki er talið að þær sér verulegar. Frá þessu er sagt á Sudurland.net. Helgi Helga- son með ‘ Hausverk Helgi Helgason hefur hafið störf á Hausverk - aug- lýsingastofu - en hún er í eigu þeirra Valla Sport og Sigga Hlö. Helgi hefur verið lengi að í auglýsinga- geiranum, var einn stoinenda Góðs fólks og starfaði þar um árabil. Auk þess starfaði hann um hríð hjá íslenska út- varpsfélaginu. í tilkynningu segir ða hann muni sinna tengslum við viðskiptavini stofunnar, hugmyndavinnu og gæðaeftirliti. „Ljósanótt var að hefjast hér í Reykjanesbæ,," segir Thelma Landsíminn hannesdóttir, einn aðstand- enda Gallerís Suðsuðvestur í Reykjanesbæ.„Á laugardaginn [í dag] ætlar gjörningaklúbbur- inn að flytja í galleriið og fremja gjörninga í mávabún- ingum og Rockville-rokkfesti- valið er um kvöldið. Ég ersum- sé búin að vera I allskyns undir- búningsvinnu fyrirLjósa- nóttina framan og bak við tjöldin." Matur berst meira og minna tilbúinn til neyslu i Salaskóla í Kópavogi. Þrátt fyrir það eru Örn Baldursson og Anna Steinsdóttir starfandi kokkar við skólann. Kart- öflur koma forsoðnar og fiskur hálfunninn og nær tilbúinn til neyslu. Til saman- burðar má geta þess að í Borgaskóla í Grafarvogi er einn kokkur í fullu starfi en þar er maturinn unninn frá grunni. Gunnar I Birgisson Vill fá fullunninn mat í skólana og losna við kokkana. Anna Steinsdóttir að- stoðarkokkur í Salar- skólaAðstoðar við að hita upp hina ýmsu rétti. Val skolastjorans l Samskomm arfa m mm Salaskóli í Kópa- vogi Hér fá nemend- urmat sem kokkar sjá um að hita upp. Hádegisverður er eini málsverðurinn sem framreiddur er í Sala- skóla í Kópavogi. Maturinn kemur hálfunninn í skólann en samt eru þar tveir kokkar sem vinna átta tíma á dag. Gunnar I. Birgis- son, bæjarstjóri í Kópavogi, segir ekki þurfa kokka þar sem mat- urinn komi fullunninn í skólana. Hann vill minnka kostað við eldhús skólanna með því að bjóða út mötuneytin á hverju hausti. Laun kokka hjá sveitarfélögum eru lág og því lítt eftir- sóknarverð. Það er misjafnt hvort við fáum matinn aðsendan eða gerum hann sjálf,“ segir Anna Steinsdóttir, aðstoð- arkokkur í Salaskóla í Kópavogi. Anna hefur unnið sem kokkur í Salaskóla í fimm ár. Núna hefur hún ráðið til sín kokk í fullt starf. „Við vinnum bæði fullan vinnudag," segir Anna. Engin aðstaða til að steikja Anna segir að rétti eins og lasagna borgi sig ekki að gera og þá fái þau að- senda. „Við höfúm ekki aðstöðu til að steikja, og getum því ekki unnið mat- inn frá grunni, þá fáum við kartöfl- umar forsoðnar," segir Anna. Hún segir steiktan fisk koma hálfunninn en að þau steiki hann sjálf. Fyrir utan að framreiða matinn segir Anna að hún og kokkurinn sjái um þrif á eldhúsinu. Hún segir sig og kokkinn vera í kokkafötum í vinn- unni. Aðalkokkurinn heitir Sigurður, en einnig vinnur aðstoðarstúlka í eld- húsinu. „Við búum til matseðil, og bjóðum upp á venjulegan heimilis- mat, t.d lasagna, steiktan fisk, fiski- bollur og kjötbollur," segir Anna. í Borgarskóla er hráefnið unn- ið frá grunni Öm Baldursson er kokkur í Borga- skóla í Grafarvogi. Hann segist vinna allt hráefni frá grunni. „í dag vorum við með læri í ofni og á morgun er ofnbakaður fiskur," segir Öm, sem sér einn um eldamennskuna í Borga- skóla. Níels Olgeirsson hjá Matvís segir laun kokka sem vinna hjá sveitar- félögum mjög lág, eða á bilinu 154 til 201 þúsund á mánuði. „Það er ekki slegist um að komast í þessi störf," segir Níels. Gunnar vill enga kokka Gunnar I. Birgisson, bæjarsstjóri í Kópavogi, segir það sína skoðun að það sé hagkvæmara að kaupa matinn tilbúinn til að minnka fjárfestingu í eldhúsum skólanna. „Ég vil að matur- inn í mötuneytunum verði settur í útboð," segir Gunnar og bætir við að í nýjustu skól- unum séu aðeins móttökueld- hús og því gert ráð fýrir að maturinn sé aðsendur. Ef maturinn er aðkeyptur þarf ekki kokka í eldhúsin, segir Gunnar. Hann segir það hafa verið val skólastjórans í Salaskóla að ráða kokkana til starfa þótt maturinn komi þangað hálfunn- inn. hugrun@dv.is Ungur stórhugi af Suðurnesjunum Bíður eftir plássi á frístundaheimli Kominn heim eftir kuðungsígræðslu Óðinn Freyr, tveggja ára Suður- nesjadrengurinn sem gekkst undir kuðungsígræðslu í Svíþjóð þann 22. ágúst, er kominn til íslands eftir vel heppnaða aðgerð. Frá þessu er sagt á vef Víkurfrétta. Söfnun var hafin í sumar af leikskólanum Gefnarborg í Garðinum til þess að aðstoða við að fjármagna aðgerðina, en nauðsyn laafði að hann gengist undir hana til að hann fengi heym. Óðni líður vel og á að fá heyrnartæki í næsta mán- uði og mun byrja í talkennslu eftir það. Foreldrar Öðins þakka öllum þeim sem aðstoð veittu við söfnun- ina og einnig Gefnarborg og kvenfé- laginu Gefn í Garði. Óðinn Freyr Foreldrar hans þakka þann stuöning sem honum var veittur. Á fimmta tug barna á undan Ólafi á biðlista „Ég er búin að skrá Ólaf á frí- stundaheimili, en mér var tilkynnt að 40-50 böm væm á undan hon- um,“ segir Sigríður Þórisdóttir sem bíður þess að sonur hennar komist að á frístundaheimili við Breiðholts- skóla. f síðustu viku biðu 120 börn eftir plássi á frístundaheimilum Breiðholti samkvæmt upplýs- ingum Helga Eirikssonar, forstöðumanns Miðbergs sem hefur umsjón með frí- stundaheimilum í Breið- holti. Sigríði var ekki sagt hvenær Ólafur sonur hennar kæmist að. „Ég er í sömu stöðu og kemst ekki út á vinnu- markaðinn vegna þess að ég hef ekki úrræði fyrir Olaf eftir skóla," segir Sigríður. Hún er að leita sér að vinnu en á erfitt með að mæta í at- vinnuviðtöl seinnipartinn þegar Ólafur er kom- inn heim úr skóla. „Það er ferlegt að þurfa að bíða svona," segir Sigríð- ur og bætir við að hún sé ekki viss um að fhún vildi vinna á leikskóla eða , frístunda- Iheimili vegna I ^----- laun- Sigríður Þórisdóttir með anna. Ölaf son sinn Ólafur blður enn f.ua eftir plássi á frístundaheimili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.