Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 3

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 3
Þorbjörn Björnsson: t>xb uncut Bcenbur! Ég beini þessum orðum mínum til hinna yngri íslenzku bænda og bændafólks, en hitt ætti þó varla að ske, að orð mín sviðu innan hlustir annarra, er á kynna að hlýða, þeirra, er annars staðar hafa búsetu en á gróinni jörð. Ég hefi áður minnzt á það, að ég héldi það skyldu okkar eldri bændanna, okkar, sem heita má að lokið hafi dags- verkinu — og bíðum — bíðum eftir því að síðasta stormkastið feyki okkur yfir hafið, til nýrra landa, nýs starfs, þar sem tekið mun á móti okkur með skilningi og sam- úð, þessum gömlu lúnu mönnum með sigg- uðu, moldugu hendurnar frá vorönninni og (Skráð og flutt sem útvarpserindi.) sumarstarfinu, og okkur verði léður eða gefinn moldarhnefi utan veggja og grænn blettur undir báða fætur, já, að við not- um þetta starfshlé að einhverju leyti til þess að tala ögn við ykkur þessa yngri — ykkur, sem takið við áhöldunum úr hönd- um okkar, takið við starfinu, erfið landið í bili. Það vill oft henda nútíma unga fólkið að hafa ekki að miklu ráðleggingar, lífs- venjur, og ýmislega hætti þeirra eldri. Það held ég að hafi verið — og sé — unga fólks- ins yfirsjón, að skella skollaeyrum við nýtri reynslu og ráðleggingu þeirra, sem lífs- reynsluna hafa hlotið. Nú er það ekki þann veg, að ég telji öll mín reynslurök, sem bónda, óyggjandi og eftirbreytnisverð. Síður en svo, enda hefir hinn nýi tími, með nýjum viðhorfum og ýmislegri nýrri, hagnýtri þekkingu, kveðið

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.