Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 7
FREYR
39
raun og veru er það svo, að mikill hiuti
landbúnaðarframleiðslunnar ckapar að
stórum hluta heilsu og lífshreysti, — ekki
einasta heimalýðs bændanna, heldur og
öllum þeim, er bæ og borg byggja.
Þrifnaður getur verið, og er, marghátt-
aður. Ég fer ekki út í að skilgreina það
hugtak, veit þið skiljið hvað ég meina. Vit-
ur maður hefir sagt, að þrifnaður sé ná-
skyldur guðrækni. Náskyld og nærri óað-
skiljanleg þrifnaðinum er hirðumennskan
og reglusemin. Þessi vökula manndyggð,
með síopin augu fyrir því að ætla hverjum
hlut sinn stað, hverju verki og hverju viki
ákveðinn tíma.
Ég býst við að þið hafið veitt því athygli,
hversu mikil óþægð, erfiðleikar og óham-
ingja stafar oft af hirðuleysinu, trassa-
mennskunni. Vil ég í því sambandi benda
ykkur á gamla spakmælið:
„Byrgið brunninn áður en barnið er dott-
ið ofaní.“
Ég býst líka við, að ykkur mörgum sé að
meira eða minna leyti ljóst hver geysi mun-
ur er oft á vinnu-afköstum fólks.
Vitanlega kemur þar margt til greina,
en mestu hygg ég þó að þar um valdi — eða
geri mismun eftirkastanna — verkleg
skipulagshæfni, rétt handtök og reglu-
bundnir hættir við hvert verk.
Þeim sem lærst hefir að meta kosti þrifa-
mennsku og hirðuháttu, og temja sér slíkt
í öllum verknaði, fá venjulega, í ríkum
mæli, notið fegrunargleðinnar.
Á hófsemina minnist ég, ekki vegna þess,
að ég telji íslenzkt bændafólk standa þar
mjög höllum fæti, heldur vegna hins, að
góð vísa er sjaldan of oft kveðin. En það
er vitað, að stór hluti þjóðarinnar er hald-
inn fordæmanlegri óhófshneigð, sem um
ófyrirsjáanlegan tíma hlýtur að skapa
þrengingar og giftuleysi.
Hófsemi skapar æfinlega farsæld og and-
legan þroska. Hófleysið aftur á móti lífs-
leiða og mannskemmd. „Skömm er óhófs-
æfi.“
Nýtnin er náskyld hirðuseminni og sézt
furðu mörgum yfir þau sannindi, að smæð-
in byggir stærðina. Engum ætti að vera þau
sannindi ljósari en bóndanum, er hann at-
hugar líf og viðgang gróandans og dýralífs-
ins, er hann daglega hefir umgengni við.
Þess utan hefir gagnslaus eyðing og tor-
tíming þeirra efna, sem verðmæti geta
skapað, mikinn snert frumstæðrar villi-
mennsku. Allar þessar nefndu dyggðir,
ásamt ýmsum happasælum fylgidyggðum,
undirbyggja að verulegu leyti eina stærstu
hamingju mannlegs lífs, vinnugleðina.
Ég þekki enga hollari nautn en þá, sem
vinnugleðin skapar. Bóndi, sem ræktar,
byggir og fegrar, — bóndi, sem eygir bætt-
ari hag, — bætta lífsmöguleika fyrir nútíð
og framtíð, vex fyrir átök sín og erfiði.
Hann á vísa hamingju athafnagleðinnar og
það einkennilega er, að því meira sem hann
þarf á sig að leggja til að sigrazt á erfið-
leikunum, ná settu marki, því ríkari verð-
ur gleði hans að fengnum sigri.
Dr. Guðmundur Finnbogason segir ein-
hversstaðar: „Það að vita og sjá farsæla af-
komu unnins dagsverks er að hafa góða
samvizku.“
Vafalaust hafa allir heyrt talað um
heppnina. Ef til vill hafa sumir hlotið ein-
hver persónuleg kynni af henni — þessari
„slembilukku“ — sem talið er að fylgi ein-
um frekar en öðrum.
Ég vil vara ykkur við að treysta um of
tryggð hennar og fylgi við ykkur. Að vísu
neita ég ekki, að í okkur — og í námunda
við okkur — geti verið eitthvað, sem nefna
mætti „heppni“, „lán“, eða „lukku“, en á
hitt vil ég benda ykkur, að það sem margir
telja heppni eða hendingu hjá þessum eða
hinum, og skapar þeim meiri hagsæld og
farsælli afkomu en fjöldanum, er ekki fyr-
ir neina tilviljunarkennda heppni, heldur
aðallega vegna hins, að þeim hefir, með
ákveðnum sjálfsvilja, hnitmiðuðum, tíma-
bundnum ákvörðunum, tekizt að eygja og
grípa tækifærin öðrum fremur — þessara
örfleygu möguleika, sem oftast þarf bæði
skjótræði og áræði til að geta fest hendur
á og notfært sér. Það getur stundum oltið
á miklu að vera glöggur að sjá réttan leik
á því borði. Happ fæst ekki með hiki.
„Þú vissir ei að þig gisti í gær, hið gullna
augnablik,“ segir skáldkonan frá Hömrum.
Þið megið ekki — ekki einn einasti ykkar,