Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 29

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 29
FREYR 61 °S stendur það líka heima. Samt hefði ef til vill mátt oiða þetta betur svo, að engir tveir cinstaklingar, sem nokkru sinni hafa verið uppi meðal manna, hafa verið erfðalega eins, nema þegar þeir hafa verið sameggja fjölburar, en hin ytri áhrif hafa valdið því, að jafnvel sameggja fjölburar eru ekki að öllu leyti lfkir. Skýr- tnguna á þessu er m. a. að finna á 29. síðu, þar sem sagt er, að ef um 1000 erfðasamstæður væri að ræða, geti myndazt svo margskonar einstaklingar, að skrifa þurfi fjölda þeirra með tölu, er hefir 603 stafi. Ég hefi ekki athugað hvort þessi tala er rétt, en svo margir menn hafa ekki verið til samanlagt síðan hinar fyrstu mannlegu verur litu jörðina. Raunverulega er þessi tala alltof lág, af því að erfðasamstæður mannsins skipta ef til vill tugþúsundum. Höfundur nefnir það „falska eðlisbreytingu", sem á erlendu máli kallast „Dauermodifikation‘‘. Því miður Irendir þetta í áttina til þess, að um falska stökkbreyt- mgu sé að ræða, en slíkar breytingar eru ekki til. Betra og réttara er að kalla þetta fasta atviksbreytingu. „Hrein lína" á íslenzku er ekki hið sama og „ren linje" á dönsku, ekki alltaf. Einmitt 1 erfðafræðinni er þessi danska ónothæf á íslenzku, enda er garnalt mál að tala um kynhreina stofna. Að nefna „klon" óhreina stofna er í alla staði af- leitt. Ekkert íslenzkt orð hefir verið til um þetta hug- tak, en vera má, að skiptingur eða klofningur geti geng- tð, því að „klon" er hópur jurta, sem orðið hefir til við beina eða óbeina skiptingu, líkt og kartöflur eða klofn- 11 rabarbarahnausar. Klofningar geta að sjálfsögðu verið kynhreinir stofnar, en venjulega eru þeir það ekki. Ég skal ekki gera neinar athugasemdir við lýsinguna á lögmálum Mendels, því að sú lýsing er sæmileg og stuttorð, en ég kann illa við sttm nýyrðin, ef til vill vegna þess, að ég þykist hafa skapað betri nýyrði sjálf- ur. I stað þess að nefna „monohybrid" og „dihybrid" einklofning og tvíklofning, nota ég einblendinn og tví- blendinn, og i stað þess að kalla kon eða erfðavísa eins og R eða r „andstæður", vildi ég nefna þá samstæður, pör. Einhver misskilningur held ég hafi valdið því, að í dæminu á 25. síðu er sett innan sviga „(plus r)“ og „(plus R)“. Ég kann h'ka illa við jafn löng orð og „tvö- faltarfhreint" og „einfaltarfblendið" fyrir „homozygot" og „hoterzygot ‘. Sjálfur hefi ég notað líkþátta og óhk- þátta, eða samþátta og sérþátta, en ef til vill mætti engu síður nota arfhreinn og arfblendinn forskevtis- laust. Það er beinhnis rangt að segja, eins og gert er á 29. síðu neðarlega, að ýms hin margbrotnari erfðafyrir- brigði „brjóti í bága við Mendelslögmálið". Samvirk og einsvirk kon (komplementer og polymer) eru í raun og veru aðeins eitt afbrigði af lögmálunum, eins ög dæmi höfundarins sýna glögglega. Kaflinn um tengda erfðavísa er vissulega skemmtileg- ur, en vafi er á, hvort hann er nauðsynlegur eða nógu skýr fyrir nemendurna. Sama gildir og um litþráða- kort bananaflugunnar. Það er prentvilla, þó ekki meinleg, þegar erlenda orðið „klóróplast" er kallað „krómóplast". Þá er sagt, að „punktmutation" „vcrði ekki arfgeng, því að það verður hún aðeins, ef hún kemur fram x kynfrumun- um“. Þetta er dálítið klaufalega orðað, því að átt er við, að þótt allar „mutationer" séu ættgengar, flytjist þær ekki milli ættliðanna nema þær komi fram í kyn- frumum eða móðurvefjum þeirra. 1 þessu sambandi mætti geta þess, að pótt „mutation" hafi lengi verið þýtt með orðinu stökkbreyting, sem er orðið fast í málinu, var þetta strax í upphafi óþörf nýsköpun. Þetta orð hefir á góðri íslenzku heitið brigð, og „punkt- mutation" heitir því depilbrigð stutt og laggott. Ef stökkbreyting er notuð í erfðafræðimáli, mætti láta hana merkja allar snöggar erfðabreytingar, en hinar einu og sönnu „mutationer‘‘ ætti alla tíð að nefna brigðir. Brigðir myndast vegna áhrifa geislaverkana og ýmissa efna, en hiti getur ekki valdið reglulegum brigðum, þótt hann auki fjölda þeirra vegna aukinnar hreyfingar á frumeindunum. Aftur á móti getur hiti valdið þeim stökkbreytingum, sem verða til við tvöföldun litþráða- tölunnar. Þessi dæmi skýra ef til vil 1 mismuninn, sem getur verið á stökkbreytingu og brigð. I sambandi við hundraðshluta kynjanna er vert að benda á, að þótt sannanlega fæðist fleiri drengir en stúlkur í öllum löndum, er þetta ekki afleiðing þess, sem höfundur telur „vafalaust, að fleiri stúlkufóstur devja á meðgöngutímanum". Þvert á móti deyja mun fleiri karl- en kvenfóstur við fósturlát. Ástæða þessa er talin vera, að karlfóstrin séu raunverulega veikbyggð- ari cn kvenfóstrin, vcgna hinna banvænu og veikjandi kona í X-Iitþræðinum, sem heilbrigður litþráður getur ekki x'aldað hjá körlum, sem hafa Y. Hið sama er og talið valda því, að konur lifa hlutfallslega lengur en karlar. Hvað veldur því, að fleiri karl- en kvenfóstur verða til, er aftur á móti önnur saga, sem gizkað er á að standi í sambandi við stærð kynfrumanna, en six ágizkun getur hæglega verið röng. Kaflinn um lögmál kynerfðanna, scm raunverulega getur haft mikla þýðingu fyrir bændaefnin, vegna þess, hve margir gallar erfast í kynslitþráðunúm, er jxví mið- ur alltof laus í reipunum, en lögmálin sjálf eru mjög fjarri því að vera það. Þau eru vissulega flókin og oft toi-skilin, ekki sízt þegar maður gerir sér ekki ljóst, að allar tvílitna verur hljóta ætxð að bera í sér erfða- vísa beggja kynjanna. Kynslitþræðirnir X og Y eru ekki táknaðir þannig vegna stærðarinnar, enda er Y ýmist stæira eða minna en X, heldur er sá litþráður, sem ekki er til í líkþátta kyninu, ætíð nefndur Y. Það er líka ekki rétt að segja (s. 43), að deilt sé um, hvort þessir litþræðir séu hjá karldýrum hinna æðstu dýra og jurta, þvert á móti hefir fyrir alllöngu verið sannað óhrekjanlega, að svo er jafnvel hjá mönnunum, sem hafa XX, XY, eða kannski öllu heldur 8X, 7XY. Illutfallið milli X og líkamslitninganna („sérlitning- ar“ er ekki heppilegt orð sér, því að það er notað um

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.