Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 10
42
FRE YR
Þess var getið, að Niels — við köllum
hjónin auðvitað skírnarnöfnum að okkar
sið — sé bóndasonur úr sókn þeirri, er hann
nú býr í. Þar var hann upp alinn við algeng
bústörf heima hjá föður sínum. Víst
hefir hann farið að heiman til þess að vinna
hjá öðrum bændum. Enginn þykir geta orð-
ið augandi bóndi né hæfur til að stjórna
búi þar í landi, nema hann hafi unnið hjá
einum eða tveim bændum — fyrirmyndar
bændum — auk þess að hafa unnið heima.
Það er svo margt, sem er öðruvísi en heima
og sjálfsagt að kynnast því hvernig aðrir
haga athöfnum. Það er oft hægt að læra af
því líka, sem er frumstæðara eða allt öðru
vísi en það, sem maður hefir alizt upp við.
Þetta gerði Niels, eins og aðrir ungir menn,
sem framtaki og hugsjónum eru gæddir. Og
svo fór hann í alþýðuskóla, sem heitir Rys-
linge, á Fjóni. Það var veturinn 1946—47. í
skóla þeim er íslenzkur íþrótta- og fimleika-
kennari, Jón Þorsteinsson, frá Dalvík. Með
hans aðstoð og milligöngu komu nokkrir
ungir piltar til sveitastarfa hér á íslandi, ár-
in 1946—50. Einn hinna fyrstu, sem Jón vist-
aði hingað, var Niels. Hann var heilt ár
hér á landi, að Brautarhóli í Svarfaðardal,
og gat sér þar hið bezta orð fyrir ástund-
un, dugnað, fyrirhyggju, hirðusemi og aðra
mannkosti. Auðvitað gat Niels ekki lært
landbúnað úti á íslandi, en hann játar, eins
og ýmsir aðrir, sem að heiman fara og kynn-
ast allt öðru fólki og allt öðrum skilyrðum
en þeim, sem búið hafa við frá æsku, að
ótrúlega margt megi af því læra. Og eitt er
víst: Niels á hlýjar minningar frá dvöl
sinni hér á landi, þó að landið okkar sé kald-
ara og stundum varla eins brosandi og
landið hans.
En Niels var ekki við því búinn að hefja
búskap eftir dvölina hér. Gerðist hann ráðs-
maður eftir að héðan var komið, dvaldi síð-
an eitt ár á sænskum búgarði. Fór í kynn-
isför til Hollands og svo í bændaskóla. Og
þar var hann svo heppinn að kynnast Helgu,
sem var ráðskona við matreiðsluna, en
hafði áöur verið í alþýðuskóla og hússtjórn-
arskóla.
Þau bundu trúss sín saman.
Og svo keyptu þau Röjkum í fyrra haust
og fóru að búa.
if
Eg hafði ekki tíma til að stanza nema
fyrri hluta dags, en notaði hann svo vel,
sem unnt var til þess að skoða byggingar,
bústofn, akra og ekrur. Danir telja land sitt
í tunnum, en nafnið segir eiginlega til um
tunnur sáðkorns, sem þurfi til sáningar. Ef
danskur bóndi segir að hann hafi 4 tunn-
ur lands, rófnaakur, þýðir það sama og að
umrædd spilda krefjist fjögurra tunna af
útsæðiskorni, ef um kornrækt væri að ræða.
Ein tunna lands er sama og 0,55 ha. Má
af því ráða, að 2 tunnur lands eru 1,1 hekt-
ari. Landstærðin á Röjkum er 60 tunnur
eða með öðrum orðum 33 hektarar, en af
því er 50 tunnur plægt land, hitt er hús og
garður, melhóll og skurðir ásamt vegum og
álíka skæklum og svo engjahorn.
— Hér er sendið land, segir Niels þegar
við löbbum út um akrana ,og hér, af þess-
ari skák, sem er um 3 ha að stærð, varð
uppskeran ekki nema 15 tunnur af korni í
fyrra haust, segir hann og bendir yfir
landsneið, sem liggur nokkuð hátt og virð-
ist þurr. — En ég bar vel á í vor, bætir hann
við, og nú hefi ég kartöflur í allri skákinni.
Eg vona ég fái góða uppskeru af henni í
haust. Ég fékk traktor að láni og setti nið-
ur með vél. Ég var ekki nema dag að því.
— En þú hefir nú unnið fram á kvöldið,
skýt ég inn í.
— Já, það var víst komin nótt þegar við
vorum búin, en það lítur út fyrir meira en
sem svarar 15 tunnum korns af spildunni
í sumar, enda þarf ég þess með.
Niels gat þess í bréfi nú í nóvember s.l.
að hann hafi fengið 850 tunnur af kartöfl-
um af spildunni í haust.
— Þú hefir 50 tunnur lands ræktaða jörð,
segi ég. Hvernig notar þú það nú?
— Jú, sjáðu! Fyrst eru nú 6 tunnur lands
með kartöflum. Svo eru rófur í 8 tunnum.
Og svo rækta ég korn. Það eru 2 tunnur
lands með rúg og aðrar tvær með byggi og
16 tunnur lands blandað korn.