Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 33
FREYR
65
Spurningar og svör.
Sp. 2. Er talið að súlfalyf (toflur) lækni kveisu
(hrossasótt) í hestura? Ef svo er, hve margar töflur skal
þá gefa á dag og hvernig er bezt að gefa þær?
Um þetta er spurt vegna þess, að liér 1 sveitinni hafa
3 hestar veikst af hrossasótt, sem mér er kunnugt utn,
°g hefir þeim öllum verið gefið súlfa, 6 töflur í einu,
leyst upp í volgu vatni og liellt ofan í þá. Enginn þess-
ara liesta hefir fengið nerna eina inngjöf, því þeim hefir
öllum batnað eftir nokkra stund. l’alið er að hestarnir
hafi veikst af mygluðu votheyi. H. G.
Svar: I öllu mygluðu heyi, bæði þurru og votu,
eru smá lífverur, sem geta valdið alvarlegum kvillum í
öllum skepnum, og einkum virðist liættan nokkur ef um
myglað vothey er að ræða, en orsakasamhengi þess er
ekki þekkt. Allt myglað fóður er gallað, skemmt eða
hættulegt, eftir skemmdastiginu. Því skal helzt ekki
aota slíkt fóður, en getur þó verið knýjandi nauðsyn.
Súlfalyfin hafa oft reynzt vel til lækninga á kvill-
um, sem orðið hafa af nefndum ástæðum í skepnum.
Sp. 3. Hefir ekki verið gerð tilraun með meðal eða
bóluefni gegn fjöruskjögri í unglömbum? Ef svo er,
verður það þá ekki fáanlegt I vetur og hver er árang-
ur þess eftir tilraununum? G. S.
Svar: Tilraunir til þess að fyrirbyggja að fjöru-
skjögur komi fram í lömbum kinda, sem beitt er mik-
ið í fjöru síðari liluta meðgöngutímans, hafa verið
gerðar nú um þriggja ára skeið á vegum Tilrauna-
stöðvar Háskólans á Keldum. Þar sem tilraunum þess-
um og rannsóknum í sambandi við þær er enn ekki
lokið, er því miður ekki hægt að birta niðurstöður
þeirra, og lyf, sem ráða kynni bót á þessum annmarka,
er þvx ekki til sölu. P. A. P.
Sp. 4. Hvað á að gefa kú, senx er að búast til, mik-
ið af fóðurkrít (kalki) og lýsi. G. 7i.
Svar: Þegar gefið er hey að mestu eða öllu (vot-
hey og þurrhey) er það víst, að til viðbótar þarf bæði
kalk og fosfór, svo að skepnan geti safnað steinefnum
þessunx áður en mjólkurskeiðið hefst. Skal því gera ráð
fyrir að hún þurfi a.rn.k. 50 g af di-calsíumfosfati á dag
síðustu tvo mánuðina fyrir burð. Fóðurkrit skal ekki
nota, því að hún getur gert illt verra ef fosfór skortir í
fóðrið.
Lýsi skal ekki nota meira en nauðsyn ber til, en gera
má ráð fyrir að 1 matskeið af lýsi á dag sé góður skerfur.
Sp. 5. I Ivar og hver eru landbúnaðarbúin, sem
starfrækt eru með opinberu fé? Hver er stofnkostnað-
ur þeirra hvers um sig og sömuleiðis árlegt tillag?
Hver er árlegur brúttókostnaður og annars vegar „nettó
arður“ hvers þeirra?
Svar: Bú þau, sem eru í eign ríkisins cru: Bcssa-
staðabú, skólabúin á Hvanneyri og Hólunr I Hjaltadal
ásamt garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi, bú til-
raunastöðvanna á Sámsstöðum, Reykhólum, Akureyri
og Skriðuklaustri, og kynbótabúið á Hesti í Borgar-
firði. Ef til vill má með vissum rétti segja, að spítala-
búin á Kleppi og Vífilsstöðum séu í opinberri eign þar
eð þau eru eign hlutaðeigandi stofnana og rekin á
þeirra reikning, eða réttara rekin á sjálfstæðum reikn-
ingum innan stofnana þessara.
Um stofnfé hinna einstöku búa getur varla nokkur
svarað, þvi að hin eldri, eins og skóiabúin, hafa verið
rekin um áratugi og meginmagn stofnfjár, sem í bygg-
ingum felst, var fest á tímum er peningar höfðu ann-
að gildi en nú og mun það að veiulegu leyti afskrifað.
Um stofnfé til fjárfestingar á tilraunastöðvunum og
Garðyrkjuskólanum er að segja, að það er að verulegu
leyti fengið af afrakstri búanna. Um spítalabúin er
hægt að upplýsa, að frá Jxví opinbera fékk Kleppsbúið
einu sinni 8.000 krónur til byggingaframkvæmda og
Vífilsstaðabúið 26 þúsund til fjósbyggingar árið 1916.
Síðan hafa þessi bú gert allar framkvæmdir fyrir eigið
fé, upplýsa bústjórarnir.
Fast árlegt tillag til umræddra ríkisbúa er ekkert. Um
brúttókostnað og nettóarð af umræddum búum getum
vér því miður ekki gei'ið neinar upplýsingar af þeirri
einföldu ástæðu, að oss hefir ckki tckizt að afla Jxeirra.
Að fengnu leyfi ráðuneyta, sem bú þessi heyra undir,
væri viðeigandi að FREYR greindi frá rekstri búanna,
en fyrr en Jxað leyfi hefir verið fengið er það ekki
hægt, því að endurskoðendur, sem um reikninga þessa
fjalla, hafa enga heimild til að birta tölurnar.
L