Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 6
38
F R E Y R
erfiðleikar og óhöpp, sem sótt geta að bónd-
anum, en heyþrota bóndi þarf hann aldrei
að verða.
Og þið ungu bændur! Þið þurfið að læra
af annarra óhöppum og árekstrum!
★
Úr því að ég minnist á vetrar- og vor-
harðindi, verð ég að geta um þau hryggi-
legu fyrirbæri, sem ég — og vafalaust fleiri
— urðu varir við, þegar heyþrotavandræð-
in stóðu sem hæzt, og til allra var leitað,
sem eitthvað áttu aflögu; brugðuzt flestir
vel og drengilega við hjálparbeiðnum, en
til voru menn, víða um sveitir, er neituöu
hinum aðþrengdu heyþrota-heimilum um
alla hjálp, og áttu þó miklar heybirgðir,
sem engar líkur voru til að þeir sjálfir
þyrftu að nota það vor. Það þarf meira en
meðal kaldýðgi til slíks. Hjá þeim mönn-
um býr — vægast sagt — hinn lágsigldi
hugsunarháttur smámennskunnar. Þótt
við, í hita augnabliksins og stund bræð-
innar, segjum og gjörum ýmislegt, sem
vítavert getur talist, þá er oftast hægt að
finna slíku málsbót nokkra. En þegar menn,
óreiðir, að hugsuðu yfirlögðu ráði, neita
meðbróður um hjálp í ítrustu nauð, en næg'
geta er til að láta í té — það útilokar
sæmd, heiðarleik og drengskap, enda í
hæzta máta ónorrænt háttalag. Slíkir
menn standa berskj aldaðir og griðlausir
gegn hörðum dómum.
Munið það ungu menn að eiga ætíð út-
rétta hönd til handa nauðleitarfólki. Hún
er alltaf sígild vísa alþýðuskáldsins skag-
firzka, Siguröar Guömundssonar, frá Heiði,
þar sem hann segir:
„Synjaðu snauðum sízt um brauð,
sért’ ótrauður gjafa.
Það eru gauð, sem neit’ í nauð,
nokkurn auð þó hafa.“
Þegar ég var 8—9 ára drengstubbur, var
ég mjög handgenginn gömlum uppgjafa
óðalsbónda. Hann hafði verið sígefandi og
stórgjöfull. Þar til voru sannanir nægar.
Hafði hann stundum gefið tvær kýr mjólk-
andi úr fjósi sínu í senn, þeim, er höllum
fæti stóðu gegn óhöppunum.
Ég réðzt eitt sinn að honum með þessa
nærgöngulu spurn: Hví ertu alltaf að gefa
hinum og öðrum? — Það var bjart ham-
ingjublik í dökkum, góðlátlegum augum
hans er hann leit til min og sagði:
„Mér var þetta bæði nautn og skylda.“
Þetta skildi ég ekki og spurði aftur:
„Færðu þá ekkert fyrir þetta, sem þú ert
að láta fólk fá?“
Aftur leit hann til mín og brosti tann-
lausum munni, hló stuttum, hálfklökkum
hlátri og sagði:
„Jú, busi minn — ég fékk íyrir það.“
„Nú, fékkstu þá peninga fyrir það?“
spurði ég áfjáður.
Hann svaraði:
„Ónei, en ég fékk mörg: Guðlaun og
þau eru einhversstaöar geymd.“
Nú varð mér orðfall. í þessari rökfærzlu
skildi ég heldur lítið þá, en síðan hefir mér,
held ég, skilizt, að það getur verið nokkurs
um vert að eiga hlýhug og blessunarorð
annarra, einhversstaðar í námundi við sig.
★
Þá skal ég sveigja nokkrum orðum að því,
sem ég að framan nefndi gamlar búmanns-
og búkonu-dyggðir. Gamlar tel ég þær
vegna þess, aö nútíma unga fólkið — og
raunar stór hluti hins fullorðna líka —
metur þær að heldur litlu, enda þótt þess-
ar dyggðir hafi verið, séu og verði alla
tíð, jafn nauðsynlegar hagsæld, lífsþrifum
og mannsæmd. Á ég hér við hverskyns
þrifnað, reglusemi, hófsemd, nýtni, fegr-
unarhneigð og vinnusemi. -— Þessar mann-
legu skyldudyggðir eru hver annarri ná-
tengdar og miklu geta þær átt dýpri ræt-
ur og víðtækari en margan grunar til að
undirbyggja farsælt mannlíf. Hverskyns
þrifnaður einstaklinga og þjóðarheildar er
með réttu talinn eitt gleggsta merki sið-
fágunar og menningarþroska. Hann er
hverrs manns nauðsyn.
Þó veit ég hann engum betur fara, né
nauðsynlegri vera, en búhjónum sveitanna
og veldur það hve starf bændahjónanna er
fjölþætt, yfirgripsmikið og ábyrgðarfulit. í