Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 27

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 27
FREYR 59 ÁSKELL. T.ÖVE: Lítill ritdómur um „Arfgengis- og- kynbóta- fræði, eftir Gunnar Bjarnason. Eftirfarandi grein, eftir prófessor Áske.l Löve, er i rauninni ritdómur og birtist þvi hér undir greina- flokkinum „IiÆKUR“. Þess skal þó getið um leið, að hér er ekki um bók að reeða i venjulegum skilningi, heldur fjölritað hefti, sem notað er við kennslu og mun það aldrei verða gefið út i bókarformi, en með ýmiss- um breytingum verður meginefni þess notað sem þáttur i bók um búfjárrœkt, sem nú er verið að und- irbúa til útgáfu og afnota fyrir bændur og bændaefni. d þessu stigi málsins má þó telja rétt og viðeigandi að birta grein prófessor Áskels, og skoða hana sem inn- iegg i málum þeim, sem ræða ber og rædd eru nú, áður en umgetin bók kemur á vettvang, þvi það er nokkurt vandamál að flytja almenningi fjölda nýyrða yfir hugtök, sem einnig eru litt eða ekki kunn almenn- ingi. Ritdóm þennan ber þvi fyrst og fremst að skoða sem innlegg i vandamáli og hefir greinin hnikast meira i þá átt við að fella úr henni nokkur atriði, svo að hcr er hún styttri en hún var frá hendi höfundarins. Ritstj. F.inn af yngstu kennurum bændaskólans á Hvann- evri, C.unnar Bjarnason, hefir sýnilega lagt mikið að sér til að reyna að gera kennslu sína sem nytsamasta fvrir bændaefnin. Meðal þeirra greina, setn bann hefir kennt undanfarin ár, eru erfðafræði og kynbótafræði, og fáum niun blandast hugur um, að einmitt þessi fræði teljast til þess mikilvægasta, sem bændaefnun- um ríður á að kynnast sem bezt. Á þekkingu á þess- um greinum bvggist það, hvort dýrastofnarnir batna cða versna hjá bændunum, og á þeim bvggist einnig skilningur á nauðsyn góðs fræs af túnjurtum, allskyns nýtjajurtum og öðrum jurtum og trjám, sem flutt kunna að verða inn frá öðrum hlutum heims. Skort- urinn á skilningi á nauðsyn þessara greina, fyrir land- oúnaðinn, veldur vafalaust einna mestu um, hve lítið hver blettur gefur af sér af grasi og kjöti samanborið við svipuð lönd úti í heimi. Fyrst í stað mun Gunnar hafa reynt að kenna þessi fræði í fyrirlestrum, en fyrirlestrar hljóta ætíð að fara fyrir ofan garð og neðan hjá nemendunum, nema þcir bafi bækur sér til aðstoðar. Þessvegna mun Gunn- ar hafa ráðizt í það fyrir nokkru að gefa vit fjölritað allþykkt hefti, þar sem hann dregur fram ýms aðal- atriði í sem stytztu máli. Bók Gunnars Bjarnasonar ber að dæma út frá þeirri staðreynd, að hún er samin af áhugasömum kennara til að bæta úr brýnni þörf. Til hennar skal ekki gera neinar kröfur um vísindalega nákvæmni, enn síður um frumleik eða snilli nýrra athugana, því að til slíks er ekki ætlazt. Hún á fyrst og fremst að vera leiðarvísir fyrir bændaefni um hin fyrstu spor á hinum mikil- væga vegi kynbótanna, en síðar má bæta annari þekk- ingu við þetta upphaf. Sem fyrsti leiðarvísir er bók Gunnars vafalaust góð, þótt margt sé að sjálfsögðu hægt út á hana að setia eins og gengur þegar um slíkar frumsmíðar er að ræða. Iðorð erfðafræðinnar hafa orðið ýmsum ásteytingar- steinn, og allir eru ekki jafn miklir meistarar islenzkr- ar tungu. Sökum þess að mér finnst málið ekkert aðal- atriði, þótt það sé nauðsynlegt tæki til að menn geti komið skoðunum sínum, hugsunum og óskum á fram- færi, hirði ég minnst um allt, er að málgöllum lvttir, enda munu bændasynir, aldir upp í sveit, vafalaust vera þcss mun betur umkomnir en ég. Áður en ég sný ntér að athugasemdum um ýms smá- atriði, vildi ég leyfa mér að benda höfundinum á, að hann gæti haft mikið gagn af að lesa vandlega „Líf- fræði“ eftir Sigurð Pétursson, svo og ritdóm um þá Imk eftir undirritaðan, birtan 1948. Margt í þeim ritdómi á einnig við um rit Gunnars, en sennilega mundi það og bæta menntun bændaefnanna til muna, ef þeim væri gert skylt að læra þá bók á undan riti Gunnars. Revni ég svo að taka athugasemdirnar í sömu röð og bókin greinir frá hinnm ýmsu fyrirbrigð- um. Þá er það fyrst, er snýr að greiningu lífveranna. Sá kafli er stuttur og laggóður og einkar Ijós. Þó hefir glevmzt að geta þess, að ættbálkar eru samsettir af ættum, sem síðan skiptast í ættkvi'slir, en sennilega cr þetta prentvilla. Tegundunum er skipt í deilteg- undir, en þeim í afbrigði og tilbrigði. Þótt deilteg- undir séu oft hið sama og á máli hinna hagnýtu nefn- ast kvn eða kynþættir, er betra að blanda þessu aldrei saman, og eins er betra að tala um stofna en afbrigði, þegar húsdýr og nytjajurtir eiga í hlut. Afbrigði af kartöflu ber til dæmis ætíð latneskt nafn, en kartöflu- stofnar eru margir innan hvers afbrigðis. I sambandi við þetta ber og að benda á, að hesfurinn telst til ein- hæfingaættarinnar, en hrossaætlkvíslarinnar. eins og t. d. asni og zebra. Einnig mætti geta þess, að þótt svínin séu ekki iórturdýr, cru þau ckki beldur hófdýr, því að þau hafa óneitanlega klaufir. Þau eru bara svfn. Eg kann illa við sumt orðalag í kaflanum um þró- unarkenninguna, og auðvitað hefði ég skrifað þann

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.