Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 30

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 30
62 FREYR „allopolyploider") ákvarðar vissulega kynið hjá ban- anaflugum og túnsúrum, en 1940—1943 var greinilega sannað, fyrst á dagstjörnum og hundasúrum, að Y- litjrráðurinn einn getur ráðið öllu um kynið, svo að einstaklingurinn verði karlkyns, cf cinn Y-litþráður cr viðstaddur, hvort sem X-in eru eitt eða sjö eða jafnvel fleiri. Ég hafði ánægjuna af að finna þetta hjá hunda- súrunum, sem hafa frá 14 upp til (55 litþræði, cn eru samt ætíð hreinkynja karl- eða kvenjurtir, og í sam- bandi við þetta gat ég þess til 1943, að sama regla rnyndi gilda um flest bin æðri dýr og manninn sjálf- an. Nviustu rannsóknir á spendýrum virðast benda lil þess, að þessi getgáta sé rétt, svo að ef aðeins önnnr reglan er nefnd í kennslubók í erfðafræði fyrir bænda- efni, mvndi síðari reglan eiga betur við en sú fyrri, sem er aðeins þekkt frá flugum og túnsúrum. Þá er sagt, að sameggja tvíburar séu einu dæmin um kvnhreina stofna („hreinar línur") meðal æðri dýra Auðvitað er þetta alrangt, enda segir á öðrum stað um kynhreina stofna: Hrein lína er flokkur einstakl- inga, sem er með sjálffrjóvgun kominn út af eintim sjálffrióvga einstaklingi", og er þetta undirstrikað sem mikilvægt, eins og það líka er. Sameggja tvíburar eru ekki orðnir til við sjálffrióvgun: slíkt á sér ekki stað meðal æðri dýra svo vitað sé. En höfundurinn á við, að sameggia tvíburar séu erfðalega eins og einu dæm- in um erfðalega eins einstaklinga utan binna kyn- hreinu stofna. enda eru þeir beinlínis klofningar (klonl og orðnir til ttr einni og sömu okfrumu eða frjóvgaðri eggfrumu. En að sjálfsögðu eru sameggja tvíburar engu meir kvnhreinir en séreggja tvíburar. Ég tel mig ekki vera færan um að gera athugasemd- ir við kaflann um dýrakynbætur, en ég held hann megi tcljast betur saminn en kaflinn um erfðirnar sjálfar, og mörg nývrði eru þar með ágætum. Kaflinn um jurtakvnbætur er mun stvttri, en i honum fann ég eng- ar skekkiur, aðeins er vafa'amt, hvort ekki er betra að segja sannleikann en að afsaka sig með fátækt lands- ins. þegar í blut á jafn ófvrirgefanleg vanræksla og það, þegar árum saman er svikizt um að byggia upp forsvaranlega starfsemi á sviði jurtakvnbóta með kannski milljón króna í stofnkostnað. þegar vitað er af revnslu allra annara bióða, að ágóðinn myndi verða ómetan- lemtr eftir einn eða tvo áratugi. Og ekki er bað vegna fátæktar, sem vissulega nauðsvnleg ríkisstofnun er á sama tíma látin bvggia upp mikil hús til bananarækt- ar, en láta ttndir höfuð leggiast að vinna að verkefn- ttm, sem bændastétt landsins myndi njóta góðs af lengi. Hvað svo sem segia má um íslenzkan landbúnað og ís- lenzka garðvrkiu eða iafnvel andlega fátækt á Tslandi. hlvtur bananaræktun þar alla tíð að vera einber og fvllilcga meiningarlaus vitlcvsa, sem hvorki ríki né ein- staklingar ættu að stvðia á neinn hátt. Hér að fratnan hefir meira vcrið gert af því að gcta þess, sem betur mætti fara, en hins. sem vel er gert f hefti Gunnars Bjarnasonar um erfðafræði og kvnbóta- fræði. Vafalaust mætti bæði draga fram meira jákvætt sem og leita uppi margt, sem ég myndi sagt hafa á annan, og auðvitað mun betri veg! Og margir treysta sér eflaust til að tala illa iint ritið fyrir fjölmargt, sem Itér er að engti getið. Eæt ég þcim gjarnan eftir þá ís- lenzktt ánægju. Aðalatriðið má þó ekki gleymast, ert það er, að Gunnar samdi þessa bók ekki til að gcta sér frama á sviði erfðafræðinnar, enn síður til að láta fóik halda hann meiri sérfræðing en hann raunveru- lega er, heldur til þess fyrst og fremst að bæta úr brýnni þörf og af áhuga fyrir að miðla þekkingu um þessa mikilvægu fræðigrein, sem íslenzkir bændur þekkja öll- ttm bændutn minna til. Frásaj*arvert kynbótastarf Maður heitir Jón Þorsteinsson. Hann er Svarfdæling- ur en búsettur á Fjóni í Danmörku og er þar íþrótta- kennari og yfirmaður íþróttafélaganna á Fjóni. En hann fæst við fleira en mannrækt. Hann ræktar líka mink í félagi við tvo aðra. I nóvember síðastliðnum var haldin landshlutasýning fyrir loðdýr. Fóru þeir félagar þangað með 38 minka til sýningar. Furðaði forstöðumenn sýningarinnar á að menn þessir skyldu koma með svo stóran hóp og offra svo miklum fiármunum til þess að sýna minka frá búi sínu. En þeir félagar vissu hvað þeir höfðu að sýna. Og forstöðumenn sýningarinnar áttu eftir að undrast enn meir, svo og sýningargestir, því af þessttm 38 dýrum fengtt 34 verðlaun. Fimm hæst verðlaunuðu dýrin vortt eign þeirra og samtals hhitu 10 fyrstu verðlaun, 11 fengu önnur og 13 fengu þriðju verðlattn. En ekki nóg nteð þetta. Næsta dag var svo landssýning á Jótlandi. Þangað komu fyrstu verðlauna dýr frá öllu landinu og auðvitað þeirra einnig. Þar hlutu 3 dýr þeirra félaga gullskildi, 2 fengu silfur- skildi og S fengu eirskildi. Tvö beztu dýrin í landintt voru þeirra. Fyrir allt þetta fengu þeir svo sérstök heiðursverð- laun í ofanálag ásamt farandbikar og viðurkenningu sem eigendur að fremsta minkabúi landsins. Þetta eru bláir minkar, til orðnir við kynblöndun, sem þeir hafa verið rnjög heppnir með. Eiga þeir nú vfsa mikla eftirspurn cftir kynbótadýrum, en gangverð þeirra er talið 700— 1200 krónur. Hins vcgar er Jrað ætlan félaganna, að ráði landsráðunautar, að kaupa úrvalsdýr frá Ameríku og er gert ráð fyrir að hvert dýr, þar fengið, kosti allt að 2000 krónur. Minkarækt er með allmiklum blóma í Danmörku nú og hefir verið það á undanförnum árum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.