Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 32

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 32
64 FREYR hafa bændur farið að ráði þessu og hefir það aldrei brugðizt“, bætir Hörts við. „Vandamálið, að losna við óhrein egg, er engan veginn óleysanlegt.“ H úsmæöraþáttur DRAGKISTAN Á einni a£ þjóðleiðum landsins sem ég hefi oft far- ið um á síðari árum, vetur og sumar, ltefi ég séð gaml- an kisturæfil standa við girðingarhlið. Ég hefi haft kistur „á heilanum", eins og sagt er, í lengri tíma og vissulega gæti verið um alvarlegri veikindi að ræða, sem verra væri að vera haldinn af. Margar kistur, bæði eldri og yngri, geta verið ágæt- ir gripir, hentug hirzla þar setn geyma má marga hluti vel og örugglega ef traust læsing er fyrir þeim. Margskonar kistur hafa verið til, búrkistur, fatakist- ur og því um líkt, allt upp i „fanga“-kistur járnbent- ar, sem sakamönnum var stungið niður í um stund- arsakir ef þeir gerðust of erfiðir viðureignar. „Komdu og skoðaðu í kistuna mína“, kvað Páll bóndi Olafsson skáld á Hallfreðarstöðum, og vissulcga gætu gömlu kisturnar frá mörgu leyndarmálinu sagt, e£ þær fengju mál. Kisturnar voru ekki einungis þarf- ar hirzlur, þær voru einnig liin ágætustu sæti á þeim tímum, þegar lítið var um húsgögn á íslenzkum sveita- bæjum. Kisturnar voru alla vega lagaðar, smáar og stórar, með beinum eða hallandi hliðum og göflum, með sléttum eða kúpturn lokurn. Handraði var oftast í kistunum, og stundum tveir og alltaf þóttu það með- mæli með eigandanum „að eiga eitthvað í handrað- anum“. Þær voru ýmist ómálaðar eða málaðar, og |>ær ómáluðu eru oft ljómandi fallegar ef góðir smið- ir hafa farið um þær höndum og prýtt þær með hefluðum strikum. Ég á eina slíka úr heilum borðum — 50 cm breiðum — því margur fallegur rekadrumbur kom á fjörurnar fyrr á tímum. Máluðu kisturnar létu stundum meira yfir sér, enda voru sumar með fögru og göfugu litaskrauti, en aðrar með óvandaðra útflúri. Mikið var smíðað hér fyrrum af kistum, en mikið var einnig flutt inn af þeim frá Danmörku og Noregi, allt fram á mín æskuár. Stundum var mikið verk á lömum, skrám og hand- arhöldum, eftir hina góðu gömlu handverksmenn. Unglingum voru oft gefnar kistur í fermingargjafir, eða við önnur hátíðleg tækifæri — allir þurftu, og þurfa enn, að eiga einhverja lokaða hirzlu, sem óhætt var að trúa fyrir einhverju leyndarmáli. Þegar heimilin voru mannmörg og flest uppkomið fólk átti kistur, var þetta oft rnesti sægur af kistum, sem söfnuðust saman á einum bæ. Þær fengu þá stað í baðstofu eða stofum, á loftum og í skemmum allt eftir því sem húsrúm og hentisemi leyfði. Víða var sett undir kisturnar til að verja botninn fúa, en líka stundum vel smíðaðir fætur sem prýði var að. Þetta var nú í gamla daga meðan búið var í torf- bæjum í sveitum á Islandi; þá voru kisturnar í mikl- um metum. Svo var flutt úr gömlu kofunum í nýju húsin, en fyrir margt af því, sem var sjálfsagt og nauð- synlegt áður, var ekki rúm í nýja húsinu og margt af því lenti í vanhirðu og svo fór það um marga gamla kistu. Þær lentu margar í niðurlægingu — eins og kisturæfillinn sem ég nrinntist á í upphafi þessa máls. Einu sinni staðnæmdist bíll, sem ég var í, hjá þess- ari kistu og þá sá ég að hún var úr eik, vel smíðuð, faileg í laginu og hefir vafalaust átt betri daga fyrrum. Mig langaði til að hirða hana, taka hana heim og gera hana í stand, — en slt'k „hirðusemi‘‘ er ekki leyfi- leg. Oft eru þessir kisturæflar alveg heilir, aðeins lím- ingin biluð, og oft má með lítilii fyrirhöfn gera við þær og gera þær að ágætum hirzlum á ný. Séu þær svo málaðar vel og prýddar rósum eða öðru skrauti — og ártali, ef um það er vitað, geta þær orðið mesta heimilisprýði, sem allir vildu gjarnan eiga, enda þótt enginn vildi við þeim líta meðan þær voru i eymd sinni, máske einhversstaðar að húsabaki. Eitt er það, sem breytir svip kistunnar einna mest: ef snotrir fæt- ur eru geröir undir þær. Mér liefir oft dottið í hug að Ieggja gott orð inn fyrir gömlu kisturnar hjá íslenzkum húsmæðrum, og þegar Gísli ritstjóri nú kom og bað mig um eitthvað í húsmæðraþáttinn fannst mér rétt að sleppa allri garð- yrkju og hennar nauðsyn í þetta sinn og rabba held- ur við þær urn kisturnar, í von um að cinhverjum þeirra yrði bjargað. Hér tala ég líka af reynslu, því að margt kistuhrófið hefi ég gert upp um dagana og fundið að það er ekki minna gaman að bjarga ein- hverju gömlu góðu frá eyðileggingu en að smíða nýtt. Ragnar Ásgeirsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.