Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 11

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 11
FREYR 43 — Þú ætlar þá að nota korniö sjálfur til fóðurs, segi ég. — Já, auðvitað. — Og hvað meira? — Svo eru 16 tunnur gras í ár og að iokum 10 tunnur engi. Engið er nú raklent svo að ekki er um að ræða að plægja það; ég veit samt ekki nema það mætti þurrka Það betur, en það er gott að hafa rakan blett í þurrkassumrum, þá er þó gras þar aö minnsta kosti. — Já, þetta er nú landið og nýting þess, °g svo matjurtagarðurinn. — Helga passar hann, — en hún hjálp- ar mér nú líka til að hugsa um þetta allt saman, bætir Níels við strax, enda er Það auðskilið, að einn maður kemst ekki yfir að hirða þetta. Já, og svo verð ég nátt- úrlega að hafa vinnumann, eða að minnsta kosti kaupamann. — Það er nú von, segi ég, en hvað með bústofn? — Bústofninn — hann er nú að koma UPP. Ég hafði ekki efni á að kaupa svo mikið strax, enda var ekki fóður handa hiiklum búpeningi í fyrra. Landið var ekki í því ástandi. En nú--------nú eru öll hús full og í vetur vil ég helzt hafa á fóðrum það sem í húsin kemst. Ég þarf að fá góða uppskeru. (Því skal skotið inn í hér, að Níels segir í bréfi sínu í nóvember, að upp- skeran hafi verið góð og á fóðrum sé í vet- ur: 14 mjólkandi kýr, 22 kvígur og 54 svín, og svo 3 hestar). — En segðu mér, hvað kostaði jörðin og hvernig útvegaðir þú fjármuni til þess aö greiða hana? Ja, náttúrlega þarft þú ekki að svara þó ég spyrji, bæti ég við. — Því get ég svarað, Það er ekkert ^eyndarmál, segir Niels. Ég var ekki nema 17 ára þegar ég fyrst fór að heiman og gerðist vinnumaður. Það var ég svo öll þessi ár að undanskilduin þeim vetrum, sem ég var í skólunum. Ég sparaði fé til þess að eiga þegar ég byrj- aði búskap og Helga hafði líka safnað ögn af peningum. Við gátum lagt fram 30 þús- und af andvirði jarðarinnar, hitt urðum við að fá til láns og það var náttúrlega aöalíjármagnið. — En hvað kostaði jörðin öll, með hús- um og búfé, ásamt vélum, eða eins og jarðir eru yfirleitt seldar hér í landi? spyr ég. — Hún kostaði 136 þúsund krónur, svo ég varð að fá 106 þúsund til láns. Þrjátíu og sex þúsund fékk ég út á jörðina gegn fyrsta veðrétti, í veðdeild; það lán hvíldi á jörðinni. Af því þarf að greiða 4% vexti. Seljandinn á hjá mér 40 þúsund og af því þarf að greiða 4y2% vexti. Svo lánaði bankinn mér 30 þúsund til 15 ára. Á því láni hvíla 6%, svo ég þarf nú að flýta mér að grynna á þeirri skuld. — Já, en svo hefir þú þurft rekstrarfé, ekki er áburður og fræ ókeypis. — Ekki aldeilis, segir Niels, en það eru nú bara lausaskuldir, sem maður reynir að komast út af sem fyrst. Húsin eru góð. íbúðarhúsið ágætt en peningshúsin rúm- góð og þeim má breyta svo að þar komizt fyrir fleiri skepnur, ef ég fæ góða upp- skeru. — Já, ég sé það. Hlaðan er geysi stór, byggð þegar hér var miklu meiri korn- rækt. Nú þarft þú að byggja votheyshlöðu fyrir allt rófnakálið. — Já, nauðsynlega, segir Niels. (Því skal bætt við hér, að votheyshlaðan var byggð í haust). —- Og svo sé ég að þú hefir hænsni. Þú taldir þau ekki áðan. — Já, ég held að það séu einar 100 hæn- ur. En loftið yfir fjósinu er svo stórt og rúmgott, að þar er hægt að innrétta og hafa þar einar 800 hænur. Ég þyrfti helzt að innrétta þar í vetur fyrir hænsni. —- Fyrir 800 hænur, endurtek ég. Ekki getur þú hirt þær í viðbót við hinar skepn- urnar, og svo 60 tunnur lands. Og þó að þú hafir vinnumann þér til hjálpar, þá er þetta eiginlega þriggja manna starf, án hænsna. Svo mikið þekki ég til búskapar- hátta hér í Danmörku, að þetta er hæfi- legt fyrir þrjá, 20 tunnur lands á mann. — Já, það er hæfilegt þar sem landið er betra en hér. Hér getum við tveir kom- izt yfir það. — Og svo Helga. — En hænsnin svo til viðbótar? Hvað með þau?

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.