Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 9

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 9
FRE YR 41 Búskapurinn á Röjkum Að hætti, er gerist í landi því, sem Matt- hías kallaði „Brosandi land, fléttað af sólhýrum sundum, saumað af blómstrandi lundum“, eru hjónin nefnd herra og frú Jensen. Hjá Dönum er það fjölskyldunafnið, sem allt er bókfært eftir, og er svo um allan heim, enda annað ókleift þar, sem mann-1 mergð er mikil og torvelt þar sem hópur- inn er takmarkaður eða lítill, eins og is- lenzka þjóðin er. Innan fjölskyldunnar, og á meðal kunn- ugra, heita þau náttúrlega sínum skírnar- nöfnum og eru að sjálfsögðu í daglegu tali, þeirra á meðal, nefnd Helga og Niels, eins og þau voru skírð. Bærinn þeirra •— og bú- jörðin um leið — heitir Röjkum, í sókn- inni Spjald, á Vestur-Jótlandi. Eg gerði lykkju á leið mína, síðastliðið sumar, til þess að heimsækja ungu hjón- in. Þau keyptu jörðina í fyrra haust og höfðu aðeins búið þarna í 9 mánuði þegar ég kom til þeirra. Hann er bóndasonur úr sókninni, en hún er lengra að norðan, alin upp við algeng sveitastörf og sveitalíf og allt það, sem gerist 1 danskri sveit. Þau eru því samanvalið bændafólk, svo að veganest- ið er að því leyti ágætt, enda þýðir ekkert annað en vera góður fagmaður á sviði bú- skaparins, í Danmörku, og eiga svo fram- sýni og atorku í ofanálag, helzt í miklum fannst einhverjir okkar hafa sýnt léttúð eða alvöruleysi í eða gagnvart morgunn- bænastund í skólanum. Hann sagði: „Það getur verið, drengir mínir, að ykkur finn- ist nú, að þið getið án guðstrúar verið, en ég segi ykkur, að þar — og hvergi nema þar — verður ykkur traustsins að leita, þegar skuggarnir sækja á lífshiminn ykk- ar eða fyrir fæti þyngist." mæli, ef vel á að ganga. Og ungu hjónin á Röjkum óska þess náttúrlega að búskapur þeirra gangi vel og hyggja að leggja allt sitt fram til þess að svo geti orðið. Er því ástæða að gera sér grein fyrir ■— kynnast því ögn — hvernig þau búa og hvernig þau hafa stofnað til búskaparins. Er þá rétt að segja fyrst frá því, hvernig þau hafa búið sig undir þau hlutverk, sem nú eru og verða þeirra. * * * Efri hluli myndarinnar sýnir íbúðarhúsið á Röjkum, en á bak við má greina hlöðuna. Ncðar sézt gafl íbúðarhússins, þá fjósið og hlaðan lengst til hcegri.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.