Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 13

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 13
FREYR 45 Ráð við máttleysi í lömbum Það er alkunna, að á hverju vori fæðast lömb máttlaus bæði uppi um sveitir og úti við sjó. Þegar mikið kveður að þessu, er það mjög leiður kvili og auk þess veldur hann tjóni, því að mörg þessara lamba drepast eða verða vesalingar annars. Al- gengast mun þetta þó vera við sjávarsíð- una, og er kvillinn þar oft kallaður fjöru- skjögur. Hvort fjöruskögur á rót sína að rekja til sömu forsenda og máttleysi í lömbum uppi til sveita, er ekki vitað. Vel má vera að svo sé, en það er þó engan vegin víst. Stundum hefir inngjöf E-vita- míns virzt fyrirbyggja fjöruskjögur, en engan vegin er þó sannað, að E-vitamín- skortur sé orsök þess. Þetta ráð hefir einnig verið reynt uppi um sveitir með góðum árangri, að því er virðist. En það virðist fleira en E-vitamín, sem getur fyrirbyggt eða læknað máttleysi í lömbum. Svo virðist sem ekki þurfi til þess dýrara efni en hina venjulegu kalciumglu- konat-upplausn, sem notuð er til að sprauta í doðakýr og seld er í lyfjabúðum í þessum tilgangi. Þegar ritstjóri FREY’s var á bændafund- um norðanlands á síðasta hausti, tjáði Markús bóndi á Reykjahóli, í Skagafirði, að hann hafi, um þrjú undanfarin ár, far- ið aö ráðum lyfsalans á Sauðárkróki og notað umrædda blöndu til þess að dæla í lömbin. Markús hafði alltaf fengið nokkuð af máttlausum lömbum fyrir fjárskiptin, eins og fleiri á þessum slóðum og víðar, en eink- um hefir borið mikið á þessu eftir fjár- skiptin. Að ráði lyfsalans hefir Markús notað 20 cm3 sprautu, fyllta með kalcium- glúkonati og dælt úr heilli sprautu í lambið, undir húð þess. Aðferð þessi hefir aldrei örugöizt. Hvert einasta lamb hefir risið á fætur, sum strax, sum fljótlega, allt eftir því hve mikið hefir kveðið að máttleysinu. Sömu sögu er að segja hjá öðrum, er reynt hafa á þessari slóð, en orðrómur um þetta ráð hefir auð- vitað breiðst út þar sem árangurinn hefir verið svo góður. Ekki hefir máttleysið komið aftur í ljós, svo að hér virðist full- komin lækning hafa átt sér stað. Á síðasta vori sprautaði Markús á Reykja- hóli öll lömb sín, strax eftir fæðingu þeirra, enda varð ekki vart máttleysis hjá einu einasta. FREYR vildi gjarnan frétta hvort aðferð þessi hefir verið reynd víðar og þá með hvaða árangri. Hefir hún verið reynd þar sem lömb hafa „fjöruskjögur“? Sé ekki svo væri ástæða til að prófa í vor, því að kalcí- umglúkonat er miklu ódýrara lyf en E- vitamín. Úr bréfi til Freys. Fyrir nokkru barzt mér síðasta hefti Ár- bókar landbúnaðarins. Ekki þykir mér burðugur efnahagur bænda, enda þó að rit- stjórinn telji hann betri en hann hafði bú- ist við. Samkvæmt skattmati á búpeningi gerir meðal-bústofninn sem næst 35 þúsund krónur og er það þá aumt þegar bóndinn á ekki nema 5 þúsund krónur utan bústofns, ekki sízt þegar á það er litið, að lánsfjár er nú illt að afla og á stórum svæðum á land- inu nær því alveg útilokað að bændur geti fengið nauðsynlegt rekstrarfé til búskapar; en til þess að rekstur búskapar geti átt sér stað verður annaðhvort að vera nokkur lausafjáreign fyrir hendi eða möguleikar til lánsfjár til rekstursins. Annað er ekki hægt. Og víst er það, að ekki veitir bænd- um af að gæta alls vel, vinna mikið og beita alls staðar fyllstu hagsýni og fyrirhyggju á öllum sviðum. Vonandi að aðrar stéttir þjóðfélagsins geri það einnig. Hróbjartur Jónasson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.