Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 26
FRE YR
58
Frú Urbancic heldur á ramma, en
á neti hans má sjá heilan hóp af
býflugum, sem allar eru að starfi.
Þœr eru að byggja vaxplötur, en
fyrstu plötu af bývaxi, sem vitað
er um að hér hefir fengizt, hefir
frúin gefið náttúrugripasafninu.
hjarðir og hafði þær um nokkurra ára skeið.
Eigi er kunnugt hve skipulagsbundin sú
ræktun var, né hvert samspil þar var milli
flórunnar og býflugunnar. Svo mikið er víst,
að ræktun þessi féll niður aftur.
En nú hefir verið stofnað býræktarfélag
hér á landi. Á síðastliðnu sumri hófst und-
irbúningur þess máls, en upphaf þess má
rekja til áhuga og framtaks frú Urbancic í
Reykj avik,en hún hefir fyrr stundað býrækt
í heimalandi sínu, Austurríki. Fékk frú Ur-
bancic býhjarðir frá Skotlandi í hittiðfyrra
og frá Noregi aftur á síðasta sumri. Aðbún-
að hefir frúin sniðið við hæfi íslenzkrar
veðráttu og fyrir forgöngu hennar hafa
nokkrar konur og menn í Reykjavík öðlast
áhuga til þess að prófa hvort býrækt er
framkvæmanleg við íslenzk skilyrði — við
íslenzka veðráttu. í desembermánuði var
undirbúningsfundur haldinn til þess að
ræða um stofnun býræktarfélags hér, og
hinn fimmta janúar 1953 var félagið stofn-
að.
Á stofnfundi gengu 12 manns í félagið.
Hina fyrstu stjórn þessa sérstæða félags-
skapar, sem hér hyggst að prófa brautryðj-
endastarf, skipa:
Geir Gigja skordýrafræðingur,
Frú Urbancic,
Frú Hlín Brand.
Verkefni félagsskapar þessa er aðeins bý-
rækt, en það starf er óprófað hér. Þess má
geta að samtímis og hér er af stað farið
hafa Danir hliðstæðar tilraunir í Grænlandi
og aðalmaður býræktarinnar í Noregi, Rolf
Lunder, kennari við smábændakennaraskól-
ann á Sem, er að koma í gang tilraunum
með býrækt í Norður-Noregi, við svipuð
skilyrði og hér ríkja, að því er snertir veðr-
áttufar.
Engu skal spáð um árangur býræktar hér,
en víst er að til eru ýmissar j urtir, sem bera
blóm og geta skapað starfsskilyrði fyrir bý-
flugur. Bláberjalyng, beitilyng og fjöldi
blómjurta í görðum eða á víðavangi mynda
undirstöðu þess, að vax- og hunangssöfnun
verði framkvæmd af þessum minnstu
skepnum, sem ef til vill teljast framvegis
til búfjár á íslandi. G.
i