Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Side 4
4 LAUCARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Monty Roberts, einn þekktasti tamningamaður heims, er væntanlegur hingað til lands á vegum Þorsteins Kragh, fyrrverandi umboðsmanns Bubba Morthens. Monty temur hross með blíðu í stað hörku og er Lilja Pálmadóttir meðal þeirra íslendinga sem tileinkað hafa sér aðferðir hans og beitt á eigin hesta. íhaldið fengi borgina „Ég er sérstaklega ánægður með þessa niður- stöðu og þakklátur borgar- búum," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgar- stjórn. Gallupkönnun sem Rfldsútvarpið lét vinna sýn- ir að ef kosið yrði nú myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá níu menn kjörna og þar með hreinan meirihluta. Sam- fylkingin fengi fjóra og vinstri grænir tvo. Hvorki framsóknarmenn né frjáls- lyndir ná hins vegar manni inn. Tæplega fjórðungur kjósenda er enn óákveðinn. Heimsfrægyn hesta- hvíslari til Islands Nýtt BYKO í Fjörðinn Svo virðist sem stærðar- innar verslunarþorp muni rísa í nýja Vallahverfinu í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld hafa þegar veitt fyrirtækjunum BYKO, Brim- borg og Fedex- /Hraðflutning- um/Fraktlausn- um, vilyrði fyrir lóð. Nýja Vallahverfið er óðum að taka á sig mynd og hafa þegar verið reist ein tíu hringtorg á svæðinu. Þeim mun trúlega fjölga þegar verslunarhverfið rís við Selhellu enda sannkall- að hringtorgaæði sem geysar í Hafnarflrði um þessar mundir. Neitað vegna fýlu Bæjarráð sveitarfélags- ins ölfuss hefur neitað fyr- irtækinu JHS um lóð undir byggingu fiskverkunarhúss. í bókun á síðasta fundi bæjarráðs segir að lóðin við Laxabraut 9 sé ekki heppi- leg fýrir verksmiðju af því tagi sem JHS ehf. hyggst byggja. „Bæjarráð telur að sú vinnsla sem fýrirhuguð er hjá JHS ehf. gæti gefið frá sér það mikla lyktar- mengun að það muni hafa neflcvæð áhrif á þróun byggðar á þessu svæði." Beiðni um lóðina við Laxa- braut var því hafnað. V: Væntanlegur er til landsins einn frægasti hestahvíslari heims, sjálfur Monty Roberts, fyrirmynd Roberts Redford og félaga í samnefndri kvikmynd og metsölubók. Monty kemur hingað á vegum Þorsteins Kragh, fyrrverandi um- boðsmanns Bubba Morthens, og mannsins sem flutti Placido Dom- ingo hingað til lands á sínum tíma. „Ég kynntist Monty þegar ég sá hann á sýningu í Edinborg og í frarn- haldinu fékk ég hann til að fara í sýn- ingaferðalag til Spánar. Þar sýndum við í Barcelona, Malaga, Madríd og víðar við frábærar undirtektir," segir Robert Redford Lék Monty i Hestahvislar- Þorsteinn Kragh sem gerir ráð fýrir að anum en klikkaöi á endanum. Monty komi til íslands strax næsta sumar. Mildi í stað hörku Aðferðir Montys við tamn- ingu lirossa hafa vakið heimsathygli enda beit- ir hann öðrum að- ferðum en hingað til hafa þótt gef- ast best. Monty beitir mildi í stað hörku og temur mestu ótemjur á mettíma. Hefúr Ingimar Sveins- son, kennari á Hvanneyri, einnig beitt þessum aðferðum við hrossatamningar og náð viðlíka árangri. Lilja hrifin „Við stefnum að því að verða með þrjár eða fjórar sýningar hér á landi þar sem menn geta komið með hesta sína og svo áhorfendur sem vilja fýlgjast með," segir Þorsteinn Kragh og lítur þá til höfúðborgar- svæðisins, Skagafjarðar og jafnvel enn lengra norður og austur. „Það þekkja margir Monty Roberts og tamningaaðferðir hans. Til dæmis hefur Lilja Pálmadóttir, eiginkona Baltasars Kormáks, dválið á búgarði Montys í Kalifomíu og lagt sig eftir þessari sér- stöku list," segir Þorsteinn. Ráðlagði Redford Monty Roberts er fýrirmyndin að hestahvíslaranum fræga sem Robert Redford lék í samnefndri kvikmynd. Sjálfúr var Monty aldrei sáttur við þá mynd; bæði það að aðferðimar við tamningarnar sem þar em sýndar, vom ekki í anda hans og ekki síður að endir kvikmyndarinnar var annar en bókarinnar „Monty sagði mér að hann hefði bent framleiðendunum á að þeir myndu tapa 50 milljónum dollara með þessum endi en hann gæti hins vegar boðið þeim upp á annan endi sem myndi skila þeim 50 mflljónum doUara í gróða," segir Þorsteinn Kragh. „Reyndin varð svo sú að Robert Redford og félagar töpuðu 50 miUjónum eins og Monty hafði spáð." Metsölu- höfundur Monty Ro berts stendur á sjötugu og hef- ur að sögn Þorsteins Kragh aldrei verið betri. Hann hefur skrifað og gef- ið út bókina The Man Who Listens to Horses og þeg- ar selt 6 mflljónir eintaka af henni. Lilja Pálmadóttir Dvaidiá búgarði Montys I Kaliforníu og tileinkaði sér aðferðir hans í umgengni við hross. Að fækka piparsveinum Svarthöfði hefur ekki enn náð að finna ástina í lífi sínu. Svarthöfði er piparsveinn. Svarthöfði hefur eytt undanförnum ámm á mögulegum og ómögulegum stöðum í leit að ást- inni en ekki haft erindi sem erfiði, hvort heldur sem er á skemmtistöð- um, listasöfnum, fótboltaleikjum eða í húsdýragarðinum. Margir hafa býsnast yfir nýja raunveruleikaþættinum á Skjá ein- um, hinum íslenska Bachelor, þar sem heppinn piparsveinn reynir að finna ástina úr hópi föngulegra kvenna. Svarthöfði er algjörlega á öndverðum meiði við það fólk sem hefur kaUað þennan þátt mannlega lágkúru eða eitthvað þaðan af verra. Þetta fólk hefur ekki verið í sporum manna eins og Svarthöfða. Þetta fólk veit ekki hvernig það er að sofna einn og vakna einn dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár. Þetta fóUc þekkir ekki einmanaleiktilfinning- una sem piparsveinar eins og Svart- höfði þurfa að glíma við á hverjum degi. Þessa nístandi tUfinningu sem læsist um menn sem finna sér ekki lífsförunaut. Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara helvíti fint, maður," segir Atli Rúnar Hermannsson skemmtanastjóri á Pravda.„Ég er reyndar að vinna mikið um heigina, var á félagsmiðstöðvarballi ígær og svo fór ég að spila á Pravda og þar var brjálað fjör. Maður spilar mest bara tónlist sem fólk vill hlusta á og dansa við. Svo verða ívar Guðmunds og Arnar Grant með geggjað partí í kvöld þar sem þeir kynna nýjan orkudrykk. Ætli maður lifi ekki áhonum yfir helgina?" Þess vegna fagnar Svarthöfði þætti á borð við hinn ís- lenska Bachelor. Þar gefst einum manni, sem er í sömu stöðu og Svart- höfði, tækifæri tU að finna ástina. Svart- höfði sótti nokkrum sinnum um að komast í þáttinn og verða pipar- sveinn íslands en hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar. Svart- höfði er pínu svekktur en vonar að sá sem hreppir hnossið finni ástina - í beinni útsendingu á Skjá einum. Þá væri einum piparsveininum færra sem Svarthöfði telur hið besta mál. Svarthöfði vonar að þættirnir vekji stormandi lukku svo hann geti sótt um á næsta ári. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.