Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005
Fréttir DV
"íff
Gulur, rauður,
grænn...
Þjóðverjar veifa nú fán-
um í litum eyjunnar Jama-
ica. Ástæðan er hið við-
kvæma pólitíska ástand í
landinu. Flokkarnir kenna
sig við liti og þegar sá
möguleiki var ræddur að
kristilegir demókratar
(svartir) sameinuðust
frjálslyndu demókrötunum
(gulir) og Græningjunum í
samsteypustjórn mátti sjá
Þjóðverja veifa fána
Jamaica víðs vegar um
stræti Berlínar. Þannig hef-
ur þetta stjórnarmynstur
fengið nafnið „Jamaica-
samstarflð" í daglegu tali.
Jaðarsport í
Hong Kong
Einkafynrtæki sýna nú
svokölluðu jaðarsporti sí-
fellt meiri áhuga. I
Hong Kong á dög-
unum mátti sjá
kung fu-bardaga-
listamann fljúga á
blöðru fylltri gasi
framhjá Alþjóðlegu
fjármálamiðstöð
Hong Kong. Þetta
„stunt" eða áhættu-
atriði var einmitt keypt af
einkafyrirtæki sem gerir
heimildarmynd um stöðu
mála í jaðarsportsheimin-
um í Hong Kong.
Fellibylurinn Rita gengur yfir Bandarík-
in. Á örvæntingarfullurn flótta undan
magnþrungnum krafti fellibylsins féllu
tugir manna í valinn. Bensínlausir bílar
stóöu í röðum, rúta sprakk og alger
glundroði varð meðan neyðarástand
ríkti við Mexíkóflóann alræmda.
Að minnsta kosti 24 létust þegar
rúta sprakk í loft upp í miðri bflalest
flóttafólks ffá suðurströnd Banda-
ríkjanna. Rútan var full af eflilífeyris-
þegum sem stjórnvöld lögðu mikið
kapp á að forða frá hamfarasvæðun-
um. Gamla fóUdð var margt með
súrefniskúta sem taldir eru hafa
valdið sprengingunni örlagarfku.
Alger glundroði varð á suður-
strönd Bandaríkjanna í gær þegar
hundruð þúsunda flúðu í skelfingu
undan fellibylnum Ritu. Myndir af
þúsundum bfla sem varla sUuðust
áfram skóku heimsbyggðina. Bens-
ínleysi í takt við almennt vonleysi
var stefið sem hljómaði í bandarísk-
um fréttatímum í gær. Óttinn við
aðrar eins hörmungar og fylgdu
Katrínu fékk fólk tfl að ýta bflum sín-
um áfram af handafli.
Bush á svæðið
Einn maður ætlaði þó ekki að
sýna veikleikamerki. Forseti Banda-
ríkjanna, George Bush, lét færa sig á
hamfarasvæðið - í herstöð skammt
frá Texas þar sem hann ætlar að hafa
yfirumsjón með komandi björgun-
araðgerðum. Bush var harðlega
gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í
síðustu hamförum. Ljósmyndarar
náðu mynd af honum að spUa á gít-
ar hinum megin í Bandaríkjunum
meðtm vatnið flæddi yfir New
Orleans.
íbúar biðja
Fastlega er búist við því að New
Orleans fari aftur í kaf. Fellibylurinn
Rita mældist á tímabUi þriðji
sterkasti fellibylur frá því að mæl-
ingar hófust í Bandarfkjunum. íbúar
á þeim svæðum sem Rita mun
ganga yfir vona hins vegar það
besta. Sumir hafa ákveðið að standa
af sér storminn, enda bflaraðirnar
slíkar að í dag er nánast óhugsandi
að flýja. Þeir heppnu sem eru þegar
komnir burt biðja fyrir samborgur-
um sínum. Enda munu þeir trúlega
þurfa á bænunum að halda.
simon@dv.is