Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Page 27
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 27 r Tinna Hrafnsdóttir leikkona er komin af þekktri leiklistarfjölskyldu en pabbi hennar er kvikmyndaleik- stjórinn litríki, Hrafn Gunnlaugsson. amma hennar leikkonan Herdís Þorvaldsdóttir og föðursystir hennar og nafna er þjóðleikhússtjórinn Tinna Gunnlaugsdóttir. Tinna hefur nú tekið nýja stefnu og var að byrja í MBA-námi í Háskólanum í Reykjavík meðfram störfum sínum í leiklistinni. „Já og nei,“ svarar Tinna Hrafns- dóttir aðspurð hvort fjölskyldan hafi haft áhrif á ákvörðun hennar að ger- ast. leikkona. „Að sjálfsögðu mótast maður af því umhverfi sem maður fæðist inn í og í minni fjölskyldu er mikið af listafólki en ég var ekki alin upp í leikhúsi, eins og svo mörg börn sem eiga foreldra sem eru leik- arar. Mín kynni af leikhúsi voru fyrst og fremst í gegnum ömmu mína, Herdísi Þorvaldsdóttur, en ég get ekki sagt að þau kynni hafi beinlínis haft þau áhrif að ég tók þessa ákvörðun," segir Tinna og bætir við: „Þó að ég hafi dáðst að ömmu minni, hef ég alltaf haft mikla þörf fyrir að fara mínar eigin leiðir enda var það ekki fyrr en um tvítugt, þeg- ar ég fór á mitt fyrsta leiklistamám- skeið að ég fann það sterkt innra með mér að leiklistin stóð hjarta mínu næst," segir Tinna einlæg. Allt annað kom til greina Ætlaðir þú alltaf að verða leik- kona? „Nei, reyndar ekki, en það má kannski segja að löngunin hafi blundað í mér frá því að ég var barn. Þá átti ég til að taka á móti gestum foreldra minna með allsérstakri söng- og dansskemmtun þar sem ég reyndi af öllum mætti að feta í fót- spor Oliviu Newton-John í Grease. „Beisíbop" var þá sungið hástöfum í stað „you better shape up“ en þegar ég var spurð að því hvort ég vildi verða leikkona eins og Olivia þá var svarið alltaf hiklaust nei. Búðarkona, snyrtidama eða allt annað kom til greina," segir þessi fallega leikkona og heldur áfram: „Það var ekki fyrr en ég kynntist Stúdentaleikhúsinu í Háskóla íslands haustið ‘97, þá ver- andi í bókmenntafræði, sem ég ákvað að skella mér í inntökuprófin hér heima," segir Tinna sem komst inn í fyrstu tilraun. „Þar með var það ákveðið," bætir hún brosandi við. Nafnið frá Tmnu frænku „Já, ég er skírð í höfuðið á föð- ursystur minni," svarar hún þegar talið berst að nafninu hennar og hvort hún hafi verið skírð í höfuð Tinnu Gunnlaugsdóttur leikkonu og þjóð- leikhússtjóra. „Sem er kannski ein- kennilegt þvf þegar pabba var tilkynnt að litla systir hans ætti að heita Tinna varð hann alveg miður sín því að í sveitinni sem hann var í á sumrin hét ein beljan þessu nafni," segir hún og hlær og heldur áfram frásögninni: „Samt sem áður endaði hann á því að skíra fyrsta stúlkubarnið sitt Tinnu svo hann hefur augljóslega tekið nafnið í sátt með árunum, og ég er mjög sátt við það," segir hún. Börnin eru best Tinna hefur leikið hin ýmsu hlut- verk en henni finnst sérstaklega gaman að leika fyrir börn. „Böm eru bestu áhorfendurnir því þau eru svo hreinskilin. Ef þeim líkar ekki það sem þú ert að gera þá hika þau ekki við að segja það og að sama skapi geisla þau af kátínu þegar þau em ánægð. Engin yfirborðskæti, bara hundrað prósent einlægni." Áttu eina sögu af sviðinu? „Já, já," svarar Tinna: „Einu sinni var ég að skemmta sem Tóti tannálfur, sem er persóna sem ég lék í barnasöng- leiknum Benedikt búálfur. Þetta var í byrjun sumars og var ég þá ekki búin að skemmta sem Tóti í marga mánuði. Ég fann að ég var kannski örlítið ryðguð í rullunni en þóttist Byrjuð í MBA-námi „Ég er að leika Pöllu pem í Ávaxtakörfunni sem er voða gaman enda er hún mikill grallari," segir Tinna og hlær en einungis örfáar sýningar em eftir svo þeir sem hafa ekki enn séð sýninguna verða að fara að drífa sig með börnin. „Það vildi svo til að við Dói vomm bæði beðin um að vera með í Ávaxtakörf- unni svo við tókum að okkur það skemmtilega verkefni í sumar að ferðast vítt og breitt um landið sem pera og banani til að kynna verkið. Að sjálfsögðu var þá tjaldið tekið með og grillað öll kvöld. Við náðum þarna að sameina vinnu og helsta ❖ Heima á Þórsgötu Tinnu fínnst gott að búa á Þórsgötu þótt Ibúðin mætti vera stærri. Fer sínar eigin leiðir Tinna ætlar nú að vlkka sjóndeildarhringinn og er komin I viöskiptanám í Háskólanum I Reykjavlk. nú þekkja lagið hans út og inn og var viss um að þetta yrði ekkert mál. Þannig að ég vippa mér svellköld upp á svið, kynni mig sem Tóta og lagið byrjar. Skyndilega finn ég að ég er stöðugt að rifja upp textann í lag- inu á meðan ég er að syngja sem set- ur mig á hræðilegt meðvitundarstig sem leiðir til þess að í miðju lagi finnst mér eins og það sé búið og byrja að hneigja mig að sið Tóta," segir Tinna hlæjandi. „En lagið hélt að sjálfsögðu áfram án söngs og hófst þá skelfilegt ferli við það að reyna að smokra mér inn í lagið aft- ur sem verður aldrei annað en til- raunakennt og frekar neyðarlegt. í staðinn varð mikið um lallalalla og tilgerðarlegan hlátur til að fylla upp í eyðurnar. Þetta er án efa „lengsta" lag sem ég hef sungið en ég reyndi að láta á engu bera í M lokin og hneigði mig aftur með reisn," segir hún sposk á svip. Fyrlr4: Skötuselur (magn eftirmaga) Rósapiparsósa: 2 laukar 4 msk íslenskt smjör 2 dósir 200 gr. sýrður rjómi 2 dl rjómi 6 msk Heinz-chiUsósa I msksojasósa 4 hvítlauksrif áhugamál okkar svo síðasta sumar var mjög ánægju- | legt." Hvað er svo fram undan? „Meðfram leik- listinni ætla ég að vílcka jj sjóndeildarhringinn og halda v W áfram íH Tinna Gunn- ^ f Tinna og Dói Tinna laugsdóttir með Dóa kærastanum | Tmna Hrafns- w sínum eftir frumsýn- 1 dóttir er skýrð i inguna á Chicago i 1 höfuðið á föður- 1 systursinni. ^ ^ Borgarleikhúsinu. Saxið lauk smátt og kraumið I smjöri. Blandiðl skál sýrðum rjóma, rjóma, chilisósu, sojasósu og pressuðum hvltlauk. Hellið blöndunni I pott og látiö sjóöa 13-5 mínútur. Blandið muldum rósapipar og dilli saman viö. Kryddblanda á skötusel: 1 msksykur 1 tsksalt 4 msk rósapipar 3 msk fersitt dill (saxað) Penslið fískinn með ollu áður en honum er velt upp úr kryddblöndunni. Best er að leggja bitana á álbakka og hafíð ofn- inn stilltan á grill. að mennta mig," útskýrir hún. „í haust byrjaði ég í hinu margrómaða MBA-námi í Háskólanum í Reykja- vík sem er hægt að stunda samhliða vinnu. Það er mjög spennandi en þetta er krefjandi nám sem er ætlað einstaklingum úr öllum geirum at- vinnulífsins sem vilja efla stjórnun- ar- og leiðtogahæfileika sína í hvers konar rekstri," segir hún. „Auk þess §k gefur námið mjög góða innsýn í ís- m lenskt atvinnulíf." Amma og frændi Herdís Þorvaldsdóttir, amma Tinnu, og frændi hennar Ólafur Egilsson sem einnig er leikari. Lítið eldhús fullt af ást „Eldhúsið mitt er afskaplega lít- ið," segir Tinna eilítið hugsi og bætir við að það sé reyndar mjög lítið og þar geti oft á tíðum verið þröngt á þingi. „Samt sem áður getum við ekki hugsað okkur að flytja því íbúð- in hefur svo margt einstakt við sig en mér þykir Þórsgatan vera með fal- legri götum í miðbænum. Ég er ekk- ert voðalega dugleg að elda svo sá tími sem ég eyði í eldhúsinu fer mest í að vaska upp og taka til,“ svarar Tinna og brosir fallega. „Dóa finnst miklu skemmtilegra að tilraunast í eldhúsinu en mér svo það er oftar í hans verkahring að elda. Mér til mikillar ánægju enda er hann frá- bær kokkur. Ég á þó til að elda mömmumat," segir hún og bætir hlæjandi við: „Þar liggur minn styrkur." Við kveðjum þessa fallegu leikkonu og þökkum fyrir gest- risnina og spyrjum hana með hverjum og hvar henni líði best? „Úti f náttúr- unni með mannin- um mínum," svarar hún samstundis geislandi fögur og ánægð með tilver- una. „Það er ekkert sem jafnast á við ís- lenska náttúru." spamadur&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.