Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Síða 45
DV Sport LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 79 Spurning dagsins Hvernig fer bikar- úrslitaleikurinn á milli Vals og Fram í dag? ,Ég er með þetta allt á hreinu, þetta fer tvö - núll fyrir Val. Það eru sætari strákar þar." Jóna Sigríður Jónsdóttir. „Eigum við ekki að segja að þetta fari þrjú - eitt fyrir Val?" Lárus Sverrisson. „Valur vinnur þrjú - eitt." Kristinn Þór Valtýsson. „Leikurinn fer eitt - núll fyrir Val." Helena Björgvinsdóttir. „Valur vinnur. Segjum að þetta fari tvö - núll." Gunnar Emil Pálsson. „Leikurinn fer tvö - eitt fyrirVal." Halla Sveinsdóttir. ,Ég held með Fram og þeir vinna." Soffía Giang. „Valur vinnur tvö - núll. Garðar og Bjössi skora mörkin.“ Besim Haxhiajdini. „Ég hefekki mikið pælt í þessu. Eigum við ekki að segja að Fram vinni þrjú - tvö?" Flosi Þorleifsson. „Þetta fer þrjú - tvö fyrirVal." Sigríður Aðalsteinsdóttir. Bikarleikir Valsmanna og Framara frá upphafi 8 lifia úrslit 1960 Valur-Fram 3-3, Fram-Valur 3-0 8 liða úrslit 1961 Fram-Valur 3-0 8 liða úrsllt 1962 Fram-Valur 3-2 8 liöa úrslit 1964 Fram-Valur 2-0 8 lifia úrslit 1965 Fram-Valur 0-1 8 lifia úrslit 1976 Fram-Valur 1-2 Úrslltaleikur 1977 Fram-Valur 1-2 Úrslitaleikur 1979 Fram-Valur 1-0 16 lifia úrslit 1980 Valur-Fram 2-3 8 lifia úrslit 1988 Valur-Fram 3-1 (Framlengt) 16 liða úrslit 1990 Valur-Fram 3-3 (Valur í vítak.) 16 liða úrslit 1994 Valur-Fram 2-5 16 liöa úrslit 2001 Valur-Fram 2-3 Fram og Valur mætast í dag klukkan 14 í stærsta leik ársins i íslenskri knatt- spyrnu, úrslitum Visa-bikarsins. Fyrirfram eru Valsmenn taldir sigurstranglegri, þeir luku deildarkeppninni í öðru sæti en Fram í því níunda og féll það í 1. deild. Það verður sannkallaður borgarslagur þegar Reykjavíkurfélögin Valur og Fram mætast á Laugardalsvellinum í dag í úrslitum Visa-bikarsins. Flestir hallast að sigri Valsmanna en hafa ber í huga að þrátt fyrir að Framarar hafi ekki riðið feitum hesti í und- anfömum leikjum, þá koma þeir í leikinn með betri árangur í síðasta þriðjungi Islandsmótsins. Báðum liðum hefur gengið erfiðlega að undanförnu, Framarar töpuðu síðust ijórum leikj- um sínum og Valsmenn hafa ekki unnið leik síðan liðið lagði Skagamenn þann 11. ágúst sl. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram upplifði sem leikmaður að tapa bikarúrslitaleik gegn Val. Það var árið 1991 en þá lék Ólafur með FH sem tapaði fyrir Valsmönnum í endur- teknum leik, því fyrri leikur- inn hafði endað með jafh- tefli. Hefur upplifað tap „Ég hef upplifað tap í bikarúr- slitaleik og hef í hyggju að gefa sjálf- um mér það að sigra svona leik. Hvorugt liðið hefur riðið neitt sér- staklega feitum hesti að undanfömu og því held ég að allt geti gerst. Sjálfur hef ég ekkert hugsað um fallið um síðustu helgi heldur eytt öllum mínum krafti í þennan leik. Það er nægur tími eftir mót til að gera deildina upp,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Fram. Valsliðið er heilsteypt lið, með sterka vöm en hafa hins vegar verið að dala aðeins í sóknarleiknum eftir því sem liðið hefur á sumarið. En ég held ég vilji ekkert tjá mig um veik- leika Valsliðsins en ég veit hins vegar hvemig ég vil spila gegn þeim," sagði Ólafur aðspurður um veikleika and- stæðinganna. „Það var löngu kominn tími til að fá að komast aftur í bikarúrslitaleik, maður er ekki maður með mönnum nema maður hafi tekið þá í honum," sagði Sigurbjöm Hreiðars- son fyrirliði Vals en hann var í leikmannahópi Hlíðar- enda-liðsins þegar liðið vann bikarinn síðast, árið 1992. „Við höfum ekki verið jafnþéttir í lok móts eins og við vor- um í byrjun. Ég held að það sé ömur- legt að tapa bikar og sem betur fer þá hef ég aldrei upplifað það. Sem betur fer þarf ekkert allt að verða einhvem tímann fyrst," sagði hinn orðheppni fyrirliði Valsmanna sem hefur vænt- anlega stappað stálinu í sína menn á „Hvorugt liðið hefur riðið neitt sérstaklega feitum hesti að undan- förnu og því held ég að allt geti gerst" Hótel Selfossi en þar gistu Valsmenn fram að leiknum mikilvæga. „Við lukum mótiifð ekki með þeim hætti sem við hefðum kosið en við náðum settu markmiði." Enginn vill missa af stóra deginum „Ég held að það sé ákveð- sjónarmið að menn verði saddir þegar markmiðinu er náð og svo vom menn komnir með hugann við þennan leik. Leikmenn fóm var- fæmislega í tæklingar, vildu ekki meiðast og forðuðust að fá gul spjöld svo þeir myndu ekki missa af stóra deginum. Það em mikil forréttindi að vera komnir alla leið í úrslit. Það er mikið talað um að lengja tímabilið og nú fæ ég tækifæri til að vinna með mitt lið viku lengur en aðrir þjálfarar og það fyrir svona raunverulegan stórleik," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals. hjorvar@dv.is bikarinn. maður mætir. Þá verða gamlir bikar- sigrar sýndir á breiðtjaldi og að lok- um veröur síðan rúta sem ferjar alla stuðningsmennina frá Hlíðarenda og að Laugardalsvelli. Hvað gerir Bo? Bo Henriksen er nafn sem flestir knattspyrnuáhugamenn á landinu eru farnir að þekkja. Daninn geð- þekki kom í sumar til Vals en náði ekki að festa sig í sessi hjá Hlíðar- endaliðinu og gekk til liðs við Fram um mitt sumar. Bo gerði sér Iftið fyr- ir og gerði bæði mörk Fram sem sigraði Val 2-1 í deildarkeppninni. Eftir leiktöldu Valsmenn sig hafa gert heiðursmannasamkomulag þess efnis að Bo mætti ekki spila með Fram gegn Val en Safamýrarlið- ið sagðist ekkert kannast við það og því mun Bo Henriksen leika með Fram gegn Val. Geir Haarde heiðursgestur Heiðursgsestur á leik Vals og Fram I dag er Geir Hilmar Haarde, fjármála- ráöherra og verðandi utanríkisráð- herra. Geir Hilmar er KR-ingur að upplagi en hann er giftur hörðum stuðningsmanni Skagamanna, Ingu Jónu Þórðardóttur, sem er systir Guðjóns Þórðarsonar eins sigur- sælasta þjálfara í íslenskrar knatt- spyrnusögu. Verða í Safamýrinni Framarar verða með hátíð fýrir alla fjölskylduna. Iþróttakeppni fyrir börn, yngri flokkar keppa við for- eldra I fótbolta, boðið verður upp á andlitsmálningu, grillaðar verða pylsur og þá verða gamlir Fram- búningar seldir á vægu verði. Hreimur og félagar halda upp fjör- inu með lifandi tónlist. Svo halda all- ir Framarar saman frá Safamýrinni í skrúðgöngu á Laugardalsvöll. Valur og Fram hafa mæst tvisvar áður I úrslitaleik bikarkeppninnar. Fyrra skiptið var árið 1977, þá sigr- uðu Valsmenn 2-1, mörk þeirra rauðklæddu gerðu þeir Atli Eðvalds- son og Ingi Björn Albertsson en mark Framara gerði Sigurbergur Sigteinsson. Síðan mættust liðin aft- urárið 1979en þá sigruðu Framarar með einu marki gegn engu. Mark Fram gerði Marteinn Geirsson úr vftaspyrnu eftir að brotið hafði verið að Guðmundi Steinssyni. Hittast á Hlíðarenda Stuðningsmenn Vals ætla að hitta á Hlíðarenda klukkan 11:30. Það verð- ur boðið upp á mikla skemmtun, þeir Stefán Hilmarsson og Jakob Frí- mann halda uppi fjörinu, boðið verður uppá andlitsmálun og töfra- LÍI J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.