Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Side 19
DV Sport
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 19
Þrír dæmdir
í leikbaim
Aganefnd Handknattleikssam-
bands ísland dæmdi í gær þrjá
leikmexm í DHL-deild karla í eins
leiks bann. Atli Kristinsson leik-
maður Selfoss fékk að líta rauða
spjaldið í leik gegn Stjömunni og
var fyrir vikið dæmdur í eins leiks
bann. Hafsteinn Ingason leik-
maður ÍR og Sverrir Bjömsson
leikmaður Fram fengu báðir
rauða spjaidið og vom því einnig
dæmdir f leikbann.
PálmiRafn
vinsæll
Sigurður Helgason, fram-
kvæmdastjóri KR sport, sagði í
viðtali í gær að Vesturbæingar
hafi beðið KA-menn um ieyfi til
að fá að ræða við einn leikmann
þeirra en hafi verið neitað. Leik-
maðurinn sem um er rætt er
Pálmi Rafn Pálmason því Vignir
Már Þormóðsson, formaður
knattspymudeildar KA, sagði í
samtali við DV í gær að nokkur lið
í Landsbankadeildinni hafi beðið
um að fá að ræða við Pálma Rafn
sem er samningslaus 15. október
nk. „Við neituðum
félögunum að tala
við hann í samráði
við Pálma því -a
hann er að reyna iítegt
fyrir sér í Sví-
þjóð um þessar í; v|
mundir," sagði -g
Vignir Már. Að-
spuröur hvort
Valur væri eitt
þeirra liða sem '■* j
beðið liafium
ræða \dð leik-
rnanninn svar- ‘
aðiVignir
Þórólfur
þjálfar
Þór/KA/KS
Þórólfur Sveinsson hefur verið
ráðinn þjálfari ÞÓRS/KA/KS í 1.
deild kvenna í knattspymu.
Þórólfur tekur við starfi Jónasar
Sigursteinssonar en hann var að-
stoðarmaður Jónasar á nýafstað-
iimi leiktíð. Liðið komst í úrslita-
leik 1 .deildar um laust sæti í
Landsbankadeild kvemta en tap-
aði fyrir Fylki 3-2 í úrslitum eftir
að hafa komist í 2-0. Þórólfur hef-
ur áður starfað hjá Fjölni og
Leikni í Reykjavik. Steinan fyrir
norðan er nú sett á að eiga lið í
Landsbankadeild kvenna sumarið
2007.
Dragan lík
lega áfram
hjá Þór
Dragan Stojanovic sem tók við
þjálfun 1. deildarliðs Þórs um
mitt sumar af þeim Páli Ólafssyni
og Júlíusi Þór Tryggvasyni verður
liklega áffam með Akureyrarliðið.
Dragan tók við liðinu í fallhættu
en lauk síðan keppni í 6. sæti sem
þó voru mikil vonbrigði fyrir liðið.
Unnsteinn Einar Jónsson, for-
maður knattspymudeildar Þórs,
sagði að félagið hafi rætt við
Dragan og
en í s
mmm # ,
að / /
hann ( I
wáifi [!KS<£/évi
liöið \ /
næsta \ ''J
sumar. \v AsT/
Stórþjálfarinn Alfreð Gíslason vill losna frá Magdeburg næsta sumar. Þá skilur
hann ekki hvað er í gangi í íslenskum handbolta eftir að hafa fengið skýrslu um
frammistöðu íslenska U-21 árs liðsins á HM í Ungverjalandi í síðasta mánuði.
Úlhaldslausir íslenskir
„Það var greinilegt að íslenska lið-
ið var ekki í líkamlegu ástandi til
að komast í gegnum svona mót og
þetta veldur mér áhyggjum."
sam-
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Magdeburg, vill losna
frá félaginu að lokinni þessari leiktíð þrátt fyrir að eiga þá eitt ár
eftir af samningi sínum við félagið. Samningurinn rennur út í
júní 2007. „Ég er mjög sáttur með liðið en ósáttur við ýmislegt
annað og því langar mig að breyta til næsta sumar. Það er á
hreinu að ég klára þetta tímabil en það er svo félagsins að
ákveða um framhaldið," sagði Alfreð við DV Sport. Alfreð er eft-
irsóttur þjálfari og helstu stórlið Evrópu bíða átekta, bæði í
Þýskalandi og á Spáni.
Hann segir að meira en helming-
ur af leikmannahópnum sfnum hjá
Magdeburg séu Þjóðveijar. Þá er
varalið Magdeburg í 2. deild og
þar er uppistaðan Þjóðverjar og
meðalaldur liðsins 19 ár. Alfreð
segist vera stoltur af því að eiga
5 landsliðsmenn í U-21 árs
landsliði Þjóðveija.
Sigfús slakur í sóknar-
leiknum
fslendingar
eiga flesta full-
trúa í þýsku
úrvalsdeild-
Að sögn Alfreðs er mikill upp-
gangur í handboltanum í Þýskalandi
en mikil umræða hefur verið um all-
an þann fjölda útlendinga sem er í
deildinni. Heiner Brand, landsliðs-
þjálfari Þýskalands, hefur varað
sterklega við þessari þróun, nú síð-
ast í þýskum fjölmiðlum í gær.
„Þessi umræða er skiljanleg ef þú
lítur á lið eins og Flensburg þar sem
er bara einn Þjóðverji í leikmanna-
hópnum. Flensburg er líka með
varalið í 3. deildinni og þangað
voru þeir að sækja fjóra danska
stráka. Kiel er í sjálfu sér ekki
mikið öðruvísi og þá er Mels-
ungen með 6 Tékka innan-
borðs.“
Djöfulli langt gengið
„Þetta er djöfulli langt geng-
ið finnst manni og gengur ekki
lengur nema liðin samþykki sjálf
að fækka útlendingum. En það er
erfitt viðureignar því þetta er
spurning um fijálst flæði
vinnuaflsins innan
Evrópusambands-
ins og ekki hægt
að takmarka
vinnurétt-
inn.
Kannski er
verst í
þessu að
stóru
klúbbarnir
í Þýska-
landi van-
rækja ung-
lingastarf-
ið," segir
Alfreð sem.
kemst í
virkilegan
ham þeg-
ar þessi
mál eru rædd.
Þetta séu reyndar mikið til ungir
strákar sem eigi eftir að sanna sig.
Amór Atlason og Sigfús Sigurðs-
son leika sem kunnugt er með Mag-
deburg. Sigfús hefur leikið stórt
hlutverk í vöminni en Arnór hefur
lítið fengið að spreyta sig. Það á sér
eðlilegar skýringar.
„Amór var ekkert með okkur á
undirbúningstímabilinu vegna
meiðsla og þar af leiðandi hefur
hann lítið spilað.
Þá er hann í
mikilli
mm og seg-
t ir Alfreð ™
fy ’ að sú stað-
reynd hafi vak
|ggp ið nokkra at
hygli.
■o
í lélegu formi Alfreð Gistason, einn
virtasti þjálfari Evrópu, segir að
ungmennalandsliðið hans Viggós
Sigurðssonar hafí verið iskelfilegu
likamlegu ástandi á HM isumar.
keppni við heimsklassaútileikmenn.
En það er ekkert vafamál að Amór er
leilönaður framtíðarinnar," segir Al-
freð.
Sigfúsi hefur gengið ágætlega
það sem af er leiktíðinni. Alfreð seg-
ist hafa verið nokkuð sáttur við Sig-
fús á undirbúningstímabilinu og
hann hafi komist i fyrsta skipti
sæmilega á gegnum það. „Hann létti
sig um nokkur kfló en ég get ekki
sagt að það hafi skilað sér í hraðari
hreyfingum. Þetta hefur gengið upp
og ofan hjá Fúsa, hann hefur spilað
vel í vörninni en sóknarleikurinn
hefur verið erfiðari."
Úthaldslausir landsliðsmenn
Alfreð fylgist mjög vel með því
hvað er að gerast í alþjóðlegum
handbolta. Vegna anna hjá Mag-
deburg komst hann ekki sjálfur til að
fylgjast með úrslitakeppni heims-
meistaramóts U-21 árs landsliða
sem fram fór í Ungverjalandi í síð-
asta mánuði. íslenska liðinu gekk
illa og varð í 9. sæti mótsins, vann
Kongó, Chile, Suður-Kóreu og ísrael
en tapaði fyrir Spáni, Þýskalandi,
Egyptalandi og Danmörku. Alfreð
segist hafa fengið dapra
skýrslu í hendurnar um
frammistöðu íslenska
liðsins.
„Það var greini-
legt að íslenska lið-
ið var ekki í líkam-
legu ástandi til að
komast í gegnum
svona mót og
þetta veldur mér
áhyggjum. fs-
lensku leikmenn-
irnir voru gjör-
samlega búnir á
því eftir 10 mín-
útna leik. Þetta
hlýtur að vekja upp
spurningar hvað er
að gerast á íslandi.
Úthaldsleysi hefur
ekki háð okkur fram
að þessu," segir Alfreð
Gíslason sem gert hef-
ur Magdeburg bæði að
Þýskalands- og Evrópu-
meisturum.
thorsteinngunn@dv.is
DRÁTTURINN
Karian
Fylkir 2 - Valur
Leiftri (lögreglan) - FH elítan
FH 2 - Afturelding 2
Leiknir R. - KA
Höttur-Þór Ak.
Valur 2 - Stjarnan
HK 2 - Fram
Leiknir R. 2 - IBV
Grótta - Afturelding
KR-Fylkir
Þróttur Vogunum- Stjarnan 2
(R2-HK
ÍR - Víkingur/Fjölnir
Haukar 2 - Selfoss
(BV 2 - FH
(slandsmeistarar Hauka sitja hjá í
32 liða úrslitunum. Leikið verður4.
og 5. októberog 16 liða úrslitfara
fram í lok október.
Dregiö í fyrstu umferð SS-bikarkeppninnar í gær
Engir stórleikir á dagskrá
í hádeginu í gær var dregið í
fyrstu umferð í SS-bikarkeppninni í
handbolta.
Athygli vekur að íjöldi nýrra liða
tekur þátt í bikarkeppninni að þessu
sinni og er það í takt við vaxandi
áhuga almennings á íþróttinni en
handboltinn virðist loksins vera á
uppleið á ný eftir nokkur mögur ár
þar sem áhugi landsmanna á
íþróttinni dvínaði verulega.
Lögreglan spilar
Sérstaka athygli vekur að
lögreglan sendir lið til leiks en það
ágæta lið heitir Leiftri og mætir FH-
elítunni sem er skipað gömlum
kempum úr FH-liðinu.
Leiknir er annað nýtt félag í
bikarkeppninni en Breiðhyltingar
gera sér lítið fyrir og senda tvö
karlalið til keppni.
Risinn úr Vesturbænum, KR, er
að ranka við sér og spilar sem og
Grótta en hvorugt félagið er þó með
lið í íslandsmótinu.
Drátturinn hjá stúlkunum er
ákaflega áhugaverður en sex lið
komu úr pottinum en hvorki fleiri né
færri en fimm lið sitja hjá sem er
frekar furðulegt.
DRÁTTURINN
Konun
Valur - KA/Þór
Stjarnan 2 - FH
Víkingur- HK
Islandsmeistarar Hauka sitja hjá í
fyrstu umferð rétt eins og (BV,
Stjarnan, Fram og Grótta. Fyrsta
umferð bikarkeppninnar verður
leikin 27. og 28. október.