Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Side 27
DV Fréttír MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 27 Hey Jude fer á toppinn Ur bloggheimum Nýjustu förðunartipsin „Ég var að skrá mig í klúbb. Nýtt-útlit klúbb- inn. Fæ nýjustu förðun- artipsin ásamt snyrtivöru með pósti einu sinni I mánuði fyrir 1000 kall...já og fyrsti pakkinn er á 500 kall. Mar má hætta hvenær sem maður vill. Ætli ég hætti ekki eftir fyrsta pakkann með lita- spjaldinu og augnblýöntunum og 500 kallinn. Þá er maður bara orðinn góður held ég. Sé til. Um að gera að prófa. Maybe itíll change my life!!!" Ásta Sóllilja - sollilja.net Tónlistarhúsið „Satt að segja tel ég mjög ólíklegt að þarna verði oft fullsetið. Og þegar vinsælustu tónleik- arnir verða haldnir - þegar einhver álíka stórlax og Pavarotti kem- ur til landsins - verðurþetta sennilega oflítið. Þá þarfsem sé að halda tónleik- ana í iþróttahöll svo að pöpullinn geti flykkst að og hlýtt á stjörnurnar. Með öðrum orðum: Salurinn verður að lík- indum annaðhvort ofstór eða oflítill, allt eftir aðstæðum hverju sinni." Þórður Sveinsson - thorfredur.blogspot.com Tölvupóstarnir „Hvaða Hvaða...Jónína Ben var eitthvað að væla yfirþví að rann- 'sókn á stuldi tölvubréfa hennar skuliekki vera komin á fullt skrið. Henni eru gefin þau svor að það sé líklega verið að bíða eft- irþvl að fjármálaráðherra komi heim úrsumarfríi. Wek?" Dagbjört Hákonardóttir - daria.blogspot.com Flóttinn frá Alcatraz „Ákvað að taka þessa mynd þar sem ég verð á þessum slóðum næst- komandi miðvikudag. Clintarinn er flottur Iþessari mynd. Þetta er samtekkert meistara- verk þannig séð. Samt alltafsoldið sér- stakt þegar maður heldur með glæpa- mönnunum; vonar hreinlega að þeir nái að sleppa. Það er eitthvað skrítið við það! Smelli 75/100* á kvikindið. “ Haukur Hauksson - haukurhauks.blogspot.com Smáskífa Bítlanna „Hey Jude“ fór á topp Billboard vinsældarlist- ans á þessum degi árið 1968. Lagið hafði verið gefið út tveimur vikum áður og fór þá beint í tíunda sætið, en aldrei áður hafði nýtt lag kom- ist svona hátt á þessum tíma. Lag- ið er meira en sjö mínútna langt og er lengsta lag sem komist hefur í efsta sætið enn þann dag í dag. Það var hinn snjalli bassagítar- leikari Bítlanna Paul MacCartney sem samdi lagið á svipuðum tíma og félagi hans John Lennon var að skilja við eiginkonu sína Cynthiu. McCartney sagði eitt sinn að upp- haflega hafi lagið heitið „Hey Jules" og var hugsað sem huggun fyrir Julian son Lennons og Cynt- hiu. Sumir harðir Bítlaaðdáendur segja hins vegar að lagið sé spá- dómur um upplausn Bítlanna, en hljómsveitin hætti upp úr 1970. Lennon og McCartney byrjuðu að spila saman árið 1956 og fjór- um árum síður höfðu þeir stofnað Bítlana ásamt Georg Harrison. Árið 1962 slóst trommarinn Ringo Starr í hópinn og sama ár spilaði hljómsveitin í fyrsta skiptið í Á toppnum Bítlarnir um það leyti sem Hey Jude fór á toppinn. Alls náðu þeir tuttugu lögum á topp Billboard iistans, fleiri en nokk- ur önnur hljómsveit. Cavern Club í Liverpool. Ári síðar átti hljómsveitin nokkra smelli í í dag árið 1991 var Lands- björg, landssamband bjórgunarsveita, form- lega stofnað. Þar með sameinuðust Flugbjörg- unarsveitin, Hjálpar- sveit skáta og fleiri. Bretlandi sem varð kveikjan að hinu alræmda Bítlaæði sem náði svo til Bandaríkjanna ári síðar. Alls áttu Bítlarnir tuttugu lögum á topp Billboard listans, fleiri en nokkur önnur hljómsveit í sög- unni. Frá árunum 1964 til 1970 átti hljómsveitin lög á toppi listans í heilar 59 vikur. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Að gera Jesú úr manni Hallgrímur Kúld GeirÁgústsson skrífar: Katrfn Jakobsdóttir skrifaði ný- lega á vefritið Múrinn.is um mann- inn sem við þekkjum sem Jóhannes í Bónus: Ekki skal gert lítið úr því þjóðþrifaverki að selja mat á lágu verði en kannski óþarfi að búa til Jesús úr manni sem fyrst og fremst fann snjalla leið til að græða pen- inga.i Nú er kannski óþarfi að blanda Jesú í málið, en hvers vegna ekki að líta upp til þeirra sem eru snjallir að græða peningai? Undirrit- aður dáist mjög að þeim sem tekst Lesendur að skapa verðmæti þar sem engin voru áður, þeim sem finna nýjar leiðir til að lækka vöruverð og bola keppinautum af markaðnum með hjálp neytenda og notenda, þeim sem tekst að vera snjallari en við hin, þeim sem sjá tækifæri þar sem aðrir sjá einokun eða erfiðleika. Þetta er hugarfarið sem skilur íslendinga frá Engin Jesús En Geirþó dáist að mönnum sem tekst að skapa verðmæti þarsem enqin voru áður. öpunum, og hugarfarið sem færði okkur farsíma, tölvur, GoreTex-fatn- að, örbylgjuofna, spinnerfelgur, staffænar myndavélar og glampafrí gleraugu á verði sem hinn almenni borgari ræður við að greiða. Á með- an við höfum græðgi þá höfum við hvata sem mun lyfta okkur enn hærra en okkur getur dreymt um. Látum ekki öfund og sjálfsupphafn- ingu eyðileggja þá vitneskju fyrir okkur. Leið þrettán alitaf of sein Stefán hringdi: Ég er orðinn hundleiður á leið númer þrettán hjá strætó. Af ein- hverju ástæðum er vagninn alltaf fimm mínútum of seint. Á hveijum morgni stundvíslega fimm mínút- um of seint. Þó svo að þetta sé „bara“ fimm mínútur þá gerir þetta það að verkum að ég kem ailtaf of seint í vinnuna, sem bæði ég og vinnuveitanda mínum finnst orðið nokkuð pirrandi. Auðvitað gæti ég tekið næsta strætó á undan og þannig komið á réttum tíma í vinn- una en næsti strætó fer tuttugu mín- útum fýrr, reyndar tuttugu og fimm mínútum fyrr ef hin venjubundna seinkun er tekin með í reikningin, sem er fullsnemma fyrir mig. Ég kann vel við að ferðast með Strætó og vil einfald- lega geta treyst því gg^f|lfrý|j að strætóinn minn komi á réttum tíma, held að það sé ekki til of mikils mælst. Það er alltaf í umræðunni að það eigi að reyna að efla almennings- samgöngur í landinu til þess að minnka bílaumferð á götunum. Óá- reiðanleiki strætókerfisins er ekki til þess að hvetja fólk til að hætt að nota einkabílinn og fara að nota strætó. skrifarum turnana tvo í íslenskum stjórnmálum. Framsóknarmaður segir Tveggja turna tal? í aðdraganda síðustu kosninga stigu menn á stokk og settu fram þá hugmynd að það sem hér þyrfti væri val milli tveggja flokka, að það þyrfti einhvers konar tveggja turna tal. Og áttu þá við Sjálfstæðisflokk- inn og Samfýlkinguna. Kjósendur létu hins vegar ekki blekkjast, höfn- uðu hugmyndinni og á þing fóru fulltrúar fimm ólíkra flokka. Hina síðustu daga fáum við inn- sýn í hvað hefði gerst ef þetta tveggja turna tal hefði orðið að veruleika. Hnútukast í fjölmiðlum milli Sjálfstæðisflokksins, sem er í bullandi vöm, og Samfylkingarinn- ar, sem reynir að skora stig hjá al- menningi, vegna svokallaðs Baugs- máls sýnir okkur hvað hefði getað orðið. Og fyrir almenning er borið glundur upphrópana, uppljóstrana, ásakanna, skammaryrða og sam- særiskenninga, allt samansoðið á síðum blaðanna, fféttatímum út- varps, sjónvarps og á vefsíðum. Þegar þetta er haft í huga þá er mikilvægt að fólk muni hvaða flokkar komu að þessu máli, annars vegar með þátttöku í súpugerðinni og hins vegar með því að stinga sér á kaf í pottinn í von um að finna eitthvað bitastætt. Sem betur fer eru flokkar sem hafa haldið haus í þessu máli, sem hafa meiri áhuga á stjórnun lands- ins en upphrópunum gulu pressun- ar. En þarf flokk- ur sem er jafn svalur og Sam- fylkingin og '•með ■ sjálfa sól- i sem for- mann nolckuð ' að hafa áhyggj- . ur af því að vera í vandur að virð- Áj I ingu sinni? Vill efla kvikmyndamenningu Islands Hrönn Marinósdóttir er fram- kvæmdastjóri Alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar sem hefur göngu sína á morgun. „Svona há- tíðir eru til í öllum löndum í kring- um okkur og þar er litið svo á að þetta sé nauðsynlegur hluti af kvik- myndamenningu hvers lands. Þar verða til sambönd milli kvik- myndagerðarmanna og dreifingar- aðila sem geta hjálpað á alla vegu. í tengslum við hátíðina erum við líka að halda allskonar námskeið eins og t.d. í heimildamyndagerð og málþing um framlag kvikmynda til mannréttinda. Þetta er því ekki bara bíó, heldur alþjóðlegur stór- viðburður í menningunni" segir Hrönn. Á hátíðinni eru íranskar myndir í brennidepli. Þar segir Hrönn kvikmyndaiðnað hafa blómstrað vel og geti gefið íslendingum sýn inn í aðra menningarheima. „Við erum að sýna myndir frá öllum heimshornum, nánast frá hverju einasta krummaskuði. Það eru 26 þjóðlönd sem eiga fulltrúa í hátíðinni. Þetta eru allt nýjar myndir - jafiivel svo nýjar að ís- lenskir dreifingaraðilar eru ekki búnir að kveikja á því að sniðugt væri að kaupa þær. Aðallega eru þetta óháðar myndir sem koma frá litlum dreifingarfyrirtækjum, sem hafa ekki stórt batterí eins og Hollywood á bak við sig," segir Hrönn. Á hátíðinni er keppnisflokkur þar sem 14 leikstjórar sem keppa um titilinn „Uppgötvun ársins" og eru bæði íslenskir og erlendir aðil- ar sem dæma. Einnig verða fimm Evrópufrumsýningar á kvikmynd- um, þar af tvær sem koma frá íran, myndirnar Dagrenning og Landamærakaffi, „Svona hátíð er nauðsynlegur hluti af kvikmyndamenningu hvers lands auk myndanna Hákarl í höfðinu, Einskonar hamingja og Postulíns- brúðan. Hrönn segir það dýrt verkefni að halda svo veglega há- tíð, en sem betur fer hafa margir komið auga á framtíð hátíðar sem þessarar og nefnir í þvl sambandi að hátíðin hafi gert styrktarsamn- inga til þriggja ára við Baug og Landsbanka íslands auk fjölda annara fyrirtækja, stofnana og ein- staklinga sem unnið hafa sjálf- boðavinnu við hátíðina. Hrönn Magnúsdóttir er með BA f stjórnmálafræðiog MBA ^ igólaReyga; víkur. Hún er þessa dagana að stvra kvikmyndahátfö f Reykjavik en hefur aðu • X __________X u.'iv 20 BA I stjornmaiarræoi uy .« . — a að stýra kvikmyndahátfð f Reykjav.k en hefur áð unnið sem W^ðamaðu^ Hún hefur a.itaf haft áhuga á^ýi^rn, en lokaritgerð hennar fjallaði einmitt um kvikmyndahátíö i Reykjavík. Hun hefur áður skipulagt spænska kvikmyndahátíðJRgrt^WkinðM^^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.