Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005
Lífið 0V
Hver kannast ekki við að sjá skreyttar konur hrista á sér mallann í takt við ind-
verska tóna? Nú eru það ekki einungis konur sem sýna hvað þær geta í magadansi
heldur eru karlmenn farnir að hreyfa mjaðmirnar á indverskan máta.
Rod Stewart
hommalegur
„Já, þær leyfa okkur áð æfa frítt,"
segir Árni Þór Jónsson en Jiann
ásamt félögum sfnum Atla og
Danna hefur æft magadans síðan í
apríl. Nýtt æði virðist hafa gripið
um sig meðal íslenskra karlmanna
en hingað til hefur magadans verið
sport sem konur gera það gott í.
Eggjandi mjaðmahreyfingar og
munúðarfullar, mjúkar sveiflur
virðast vera það sem menn vilja
læra.
Kerfisfræðingur á daginn,
magadansari á kvöldin
A íslandi í dag starfa að minnsta
kosti tveir skólar sem sérhæfa sig í
því að kenna fólki þessa listgrein
sem magadansinn er. „Þetta byrjaði
bara alh sem grín en hefur undið
upp á sig. í dag erum við farnir að
sýna við og við,“ segir Árni Þór sem
er 31 árs kerfisfræðingur á daginn
„Þetta byrjaði bara
allt sem grín en hefur
undið upp á sig. í dag
erum við farnir að
sýna við og við."
en karatemaður og magadans-
sveinn á kvöldin. „Við byrjuðum í
þessu þrír vinir því við ætluðum að
sýna magadans á árshátíð karatefé-
lagsins Þórshamars. Svo hafa þau
hjá Magadansskólanum fengið
okkur til að sýna hjá sér í framhaídi
af því,“ segir Árni um þennan
óvænta frama sinn í magadansi.
Krúnurakaðir í hlýrabol
Stelpumar í magadanshúsinu
hafa verið svo góðar að lána Árna og
Krúnan rökuð Strák-
arnir voru krúnurakaðir
þegar þeir komu fram.
sýna að magadans er líka fyrir karl-
rnenn," segir Árni og dansar inn í
eilífðina.
félögum hans æfingaað-
stöðu. „Þær eyddu tveim-
ur mánuðum í að kenna
okkur þessa list án endur-
gjalds," segir Árni. Hann
segir að þegar þeir félagar
sýndu fyrst hafi þeir verið
í dragi en ákváðu í fram-
haldinu að vera karl-
mannlegri í þessum sýn-
ingum. Seinast þegar
þeir komu fram tóku þeir
fýrsta skrefið í átt að karl-
mannlegri sviðsfram-
komu og dönsuðu í
hlýrabolum, með sól-
gleraugu og krúnurak-
aðir.
En hvað með fram-
tíðina, ætlið þið félagarnir að að
leggja magadans fyrirykkur?
„Já, já, við værum alveg til í að
taka nokkrar sýningar svona til að
Peter Townshend hélt þegar hann
hitti Rod Stewart í
fyrsta skipti að
hann væri hommi.
„Fólki fannst
Rodnokkuð
kvenlegur og
hann var
þekktur fyrir
að syngja svo-
lítið væmin lög,"
segir Peter um sín
fyrstu kynni afRod Stewart.„En
svo komst ég bara að því að hann
var bara svona gæi, bara flottur í
tauinu og óð í kvenfólki." Rod á
von á sínu þriðja barni með nýju
kærustunni sinni Penny Lancaster.
Það er spurning hvort Rod hafi
ekki bara verið fyrsti metrómað-
urinn?
Jackson verður
kvennagull
Michael
Jackson hefur
nú uppi áform
um að breyta
ímynd sinni.
| Hluti afþeim
j plönumfelstí
því að koma
fram með
hressri ungri
rappgellu.
Jackson ætlar einnig að gera mikl-
ar breytingar á útliti sinu til þess
að losna við þann undarlega
stimpi Isem hefur loðað við hann
síðasta áratug. Talsmaður stjörn-
unnar sem enn dvelur i arabarík-
inu Barein segir Michael eiga eftir
að slá í gegn hjá kvenþjóðinni.
„Það er stutt í að þið sjáið Jackson
umkringdan fallegu kvenfólki,"
segir talsmaðurinn sem leggur
mikið upp úr upplyftingu
vinnuveitanda síns. Michael sem
nýlega hélt upp á 47 ára afmælis-
dag sinn hefur nú verið í ströngu
líkamsræktarátaki og segist hann
ætla að gera allt til þess að líta út
eins og alger hönk innan skamms.
Nanmi styfiur við
Kate ffloss
Skapstóra ofur-
fyrirsætan Na-
omi Campell ver
nú vinkonu sína
Kate Moss aföll-
um kröftum.
Mikið hefur mætt
á Kate að undan-
förnu eftir að
uppkomst um
eiturlyfjanotkun
hennarog hefur
stórum samningum verið rift við
hana vegna þess. Naomi þekkir
þau vandamál sem fylgja kóka-
ínneyslu og baráttuna við að
losna úr viðjum fíknarinnar af eig-
in raun. „Kate er vinkona mín...
mér finnst eins og allir séu vondir
við hana. Það er ekki eins
og eitthvað
þessu líkt hafi
ekki gerst
áður/'segir
Naomi og
meinar sjálf-
sagt að fleiri
ættu að styðja
við bakið á
Moss á þessum
erfiðu timum.
Bloggarar í stríði við Smáís
Vanur að takast á við tölvuþrjóta
„Við höfúm þetta inni á síðunni
okkar til að firra okkur ábyrgð á því
hvað menn gera við upplýsingam-
ar,“ segir Hallgrímur Kristinsson hjá
Smáís. „Þetta er meira svona forms-
atriði, ég ætla ekki að eltast við
þessa menn," segir Hallgrímur sem
er vanur að takast á við netþrjóta
sem frægt er orðið en Smáís leysti
upp hóp tölvuþijóta sem deildu
með sér stolnum kvikmyndum
Svo virðis sem bloggarar keppist
þessa dagana við að linka á síðu
samtakanna í von um viðbrögð frá
þeim. „Fólk verður að fá leyfi fyrir því
að birta efni af síðunni okkar. Eins ef
upp koma dómsmál, þá getum við
bent á að menn hafi ekki fengið leyfi
fyrir birtingu efnisins," segir Hall-
grímur hjá Smáís varðandi eftirfar-
andi skilmála sem lesa má á heima-
síðu Smáis: „Allar upplýsingar sem
fram koma á vef SMÁÍS er eign
SMÁÍS, nema annaö sé sérstaklega
tekiö fram eöa leiöa megi af eöli
máls. Óheimilt er aö setja krækju
(link) á vefSMÁÍS af annarri vefsíöu
nema með skriflegu samþykki sam-
takanna. Skriflegt samþykki SMÁÍS
þarf til aö endurbirta, afrita eöa
dreifa upplýsingum sem fram koma
á heimasíöu SMÁÍS." Á síðunni
www.orvitinn.com má sjá að menn
em famir að gera grín að þessu og
nota ýmsa orðaleiki til að koma
skilaboðum sfiium áleiðis.