Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Qupperneq 29
DV Lífið
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 29
Nú eru aðeins tveir dagar í að þriðja
þáttaröðin af Idol Stjörnuleit fari í gang.
Þjóðin er á nálum og bíður spennt. DV
ætlar að fylgjast vel með Idolinu í vetur
og byrjar núna á því að telja niður fyrir
föstudaginn. í dag ætlum við að tala við
Siggu Beinteins sem hefur verið verið í
dómarasæti frá því að þáttaröðin hófst.
„Það þýðir ekkert annað en að
vera heiðarlegur við þessa krakka,"
segir Sigríður Beinteinsdóttir
söngkona og Idoldómari. Nú sest
hún í dómarasætið í Idol Stjörnu-
leit þriðja árið í röð, spenntari en
nokkru sinni fyrr. Dómnefndin
hefur tekið breytingum en það eru
Sigga og Bubbi Morthens sem hafa
verið frá upphafi. „Þetta leggst
bara voða vel í mig.“
Nóg til af hæfiieikafólki
Sigga segir að það sé nóg til af
hæfileikafólki á íslandi og fullt af
efnilegum söngvurum í keppninni
í ár. „Já, það er nóg af hæfileika-
fólki. Það kemur náttúrulega upp
nýr árgangur á hverju ári og svo er
fullt af fólki sem hefur ekki tekið
þátt áður,“ segir Sigga.
En eru fíeiri lélegir núna en í
fyrra?
„Mér finnst þetta bara mjög
svipað en það er alltaf fólk sem
hefur ekki mikla hæfileika sem
kemur þarna. Það er samt um að
„Ég fékk nú það orð á
mig að vera grimmarí
í fyrra en árið þar
áður."
gera fyrir fólk að fara í prufur til
þess að fá að vita af eða á.
Hvernig standa Palli og Einar
sig?
„Þeir standa sig bara mjög vel.
Þeir eru flottur litur á dómnefnd-
inni og stemningin er mjög fi'n hjá
okkur,“ segir Sigga.
Betra að vera ákveðin
Oft hefur verið reynt að líkja ís-
lensku dómurunum við erlendar
fyrirmyndir. Siggu hefur þá gjarn-
an verið líkt við Paulu Abdul en
þeir sem vita meira um Idol og kafa
dýpra sjá að það er vitavonlaus
samlíking. Sigga er mun ákveðnari
en Paula nokkurn tímann. Það hef-
ur samt ekki alltaf verið þannig.
Sigga Beinteins Segir nóg til afhæfileikafólki á Islandi.
„Ég fékk nú það orð á mig að vera
grimmari í fyrra en árið þar áður,“
segir Sigga.
Var það meðvitað?
„Mér fannst ég þurfa að taka að-
eins betur á þessu. Ég taldi miklu
betra að krakkarnir fengu ákveðn-
ari og skýrari svör. Það græðir eng-
inn á því að að talað sé undir rós,"
segir Sigga. soli@dv.is
Dómnefndin Nýja dómnefndin á eflaust eftir aö vekja stormandi lukku.
Ný plata kemur út með hinni sál-
ugu sveit Nirvana í nóvember.
Platan er safnplata og ber nafnið
Silver. Hún inniheldur þrjú áður
óútgefin lög ásamt efni úr safn-
inu With the Lights out. Það eru
þær mæðgur Courtney Love og
Frances Bean Cobain sem áttu
hugmyndina af þessu og eru
harðir aðdáendur hljómsveitar-
innar afar ánægðir með uppá-
tækið.
Sex smáköhDP á
dag
Það er ekki
mörgum
sem dettur
það í hug
að það sé
vænlegt að
borða bara
smákökur til
að grennast.
Dave Picke hefur
sýnt fram á annað. Picke sem var
170 kg þegar hann byrjaði að
borða smákökur f öll mál hefur
misst rúm 90 kg á þvf að borða
aðeins sex smákökur á dag. Picke
segist vera rosalega hamingju-
samur og hans eina vandamál í
dag sé það að öll gömlu fötin
hans hangi utan á honum og
hann vanti ný.
Ozzy hélt hann
væri með alnæmi
Hinn aldni djöflarokkari Ozzy Os-
bourne segist hafa hætt að halda
framhjá konu sinni Sharon eftir
að honum var tilkynnt að hann
væri HlV-smitaður. Prófið reynd-
ist að vísu rangt þegar betur var
að gáð en Ozzy segist ekki hafa
getað hugsað sér að stunda
óábyrgt kynlíf eftir þetta áfall.
Sharon segist Iftið skeyta um
gamalt framhjáhald og segir eig-
inmanninn hafa viðurkennt að
hafa sængað hjá einhverjum
gömlum gálum sem hann hitti á
krá. Hún hafi ekki tekið það
nærri sér en sfður viljað fá kyn-
sjúkdóma þannig að hún hafi
niðurstöðurnar til að
kenna honum lexíu f
Geir Ólafs kenndi Villa WRX á konur
JáfurGeir Ólafs
„Mig langaði bara að þakka hon-
um fyrir að kenna mér á konur,"
segir Villi WRX sem í gær þakkaði
Geir Ólafssyni fyrir rómantískt
námskeið opinberlega. Villi fór á
námskeið hjá Geir fyrir nokkru og
skilaði það ekki veni árangri en svo
að hann er kominn á fast með Mar-
íu dóttur Hlölla á Hlöllabátum. Allt
fýrir tilstilli Geirs Ólafssonar sem að
hálfþartinn kom þeim saman.
„Hann vildi þakka mér fyrir að hann
er farinn að losa reglulega," segir
Geir Ólafs reffilegur og sólbrúnn.
Hress líka.
Geir Ólafsson er eins og alþjóð
veit gífurlegur sjarmör og fáar konur
sem vildu ekki komast yfir þennan
sönglandi gullfugl. Hvar sem hann
kemur fram liggja konumar eftir
agndofa. Hugfangnar.
Þegar þeir félagar Villi og Geir
mættu niður í Skaftahlíð átti orða-
tiltækið ungurnemur, gamall temur
vel við. Geir gekk um og dömumar
kiknuðu í hnjánum en VHli fylgdi
Rómantfk Villilærði
rómantíkhjd Geir
Ólafs og fórí göngu
með núverandi kær-
ustu sinni Mæju.
fast á eft-
ir og
lærði af
þeim
besta.
Villi þakkaði Geir fyrir að kenna
sér rómantík. Hann sýndi honum
þakklæti sitt með því að kyssa á
hring ástarinnar sem Geir bar á
hendi og talað er um að Villi hafi
fengið aukinn sjarma við að kyssa
þennan forláta hring.
soli@dvJs
Takk herra Ólafs Villiþakkar Geir fyrir að kenna sér rómantlk. Vert er að taka fram að Villi er
ekki með sundhettu á hausnum hetdur húfu.