Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005
Lífíð OV
*
4
*
Hljómsveitin Sign rýfur þögnina
„Við tókum upp þessa plötu
heima hjá okkur í okkar eigin stúd-
íói sem heitir Græna herbergið,"
segir Egill Rafnsson um nýja plötu
hljómsveitarinar Sign, Platan sem
ber nafiiið Thank God for Silence
kemur út þann þriðja október. „Við
erum búnir að vinna í þessari plötu
f tvö ár með smápásu sem við tók-
um þegar við unnum plötuna með
pabba,“ segir Eglll en faðir hans og
Ragnars söngvara hljómsveitarinar
var Rafii heitinn Jónsson tónlistar-
maður. „Þetta er búin að vera
skemmtileg vinna og aðdáendur
Sign verða ekki fyrir vonbrigðum
með þessa plötu." Það er útgáfufé-
lagið R8iR Music sem gefur plötuna
út en það stofnaði faðir þeirra
bræðra og ætla þeir bræður að
halda merkjum hans á lofti. „Sein-
ustu plötur okkur hafa verið gefnar
út hjá R&R Music og við ætlum
bara að halda því áfram." í tilefiii af
útgáfu plötunnar ætlar þeir félagar
í Sign að skella sér í tónleikaferð í
kringum landið. „Það er alltaf gam-
an að spila úti á landi, reyndar er
bara ailtaf gaman að spila á tón-
leikum," segir Egill um komandi
tónleikaferð en hún hefet á Selfossi
og endar á Airwaves á tónleika-
kvöldi Kerrang. í þessari tónleika-
ferð koma hinar og þessar hljóm-
sveitir frá hveijum stað til með að
hita upp mannskapinn fyrir hið
kraftmikla og hnitmiðaða rokk
þeirra Signfélaga.
Strákarnir í Sign spila kraft-
mikiö og hnitmiðað rokk.
Segir umtalið
vera auglýsinqa
brellu
Pierce Brosnan
segir að framleið-
endur nýjustu
Bond-mynd-
arinnar séu að,
nota umræð-
umar um hverl
leiki næsta
Bond sem
auglýsinga-
bragð. Brosnan lék síðast James
Bond, en tilkynnti að hann væri
orðinn þreyttur á því að leika
njósnarann. í þessari viku kom
fram að Pierce hefði áhuga á því
að fá sér hristan vodka martini í
eitt skipti í viðbót. „Þetta er ef-
laust einhver brella. Þetta gerðist
líka þegar Sean Connery og
Roger Moore léku Bond."
Jennifer notaði
ekki ungbörn í
ilmvatmð
Jennifer Lopez er nú að
kynna nýjan ilm sem hún fékk
snyrtivöruframleiðanda til að út-
búa fyrir sig. Ilmurinn hefur
fengið nafni Live og á hann að
minna á þann sem maður finnur
af ungbömum. „Þeir spurðu mig
hvað ég vildi nákvæmlega, og ég
sagðist vilja ilma eins og höfuð
ungbama ilma stuttu eftir að
þau koma í heiminn,"
segir Jennifer.
Hún vill þó taka
» ffam að engin
^ ungbörnvom
^ notuð til að
framkalla þessa
sérstöku en ynd-
islegu lykt. „Nei,
nei, það fóm ekki
nein komaböm í
flöskur," segir
** stjaman vellykt-
... andi.
Tðlvuleikur með
Jessicu Alba
Hið kynþokkafulla nýstimi
Jessica Alba er nú að þróa nýjan
tölvuleik. Hún
segir hugmyndina
hafa kviknað þeg-
ar hún var að
velta því fyrir sér
hvers vegna
næstum allir
tölvuleikir inni-
héldu ofbeldi.
Þessu vildi hún
breyta og útbúa spennandi leik
þar sem hún væri sjálf ein per-
sónan. „Þetta er eitthvað sem
allir ættu að geta haft gaman af,"
segir Jessica vongóð. Leikinn á
fólk að geta leikið í farsíma og
gert ýmis verkefni í í sínum eigin
heimabæ sem tengjast leiknum.
Nú þegar hefur svipaður leikur
farið í gang í Króatíu. „Þegar
maður horfir á spennumyndir
langar mann í spennu, með
þessum leik getur fólk verið með
í henni," segir Alba sem nú er í
óða önn að finna nafn á leikinn.
„Ég er búinn að spá í bolla í rúm
30 ár," segir Kristinn AðaJbjömsson
byggingarfræðingur sem hefur opn-
að síðuna kaffilestur.com þar sem
hann spáir í kaffibolia fyrir fólk. Á
síðunni er hægt að kaupa sér aðgang
með því að senda SMS og þá fær
maður tímabundinn aðgang að spá-
dómum Kristins. Eins og sönnum
spámanni sæmir segist Kristinn
veita fróðleiksþyrstum viðskiptavin-
um sínum uppiýsingar um framtíð-
ina, ráð varðandi sambönd, ferðalög
og fleira sem gott er að vita í tíma.
Spámaðurinn nýtir sér nýjustu
tækni til að koma speki sinni á fram-
færi við fólk en hægt er að senda
honum ljósmynd af bolia sem búið
er að drekka úr og fá spádóm send-
an um hæl með tölvupósti.
Alltaf verið berdreyminn
„Þetta byrjaði nú ailt þannig að
ég er að keyra frá henni Lóu spá-
konu sem allir þekkja nú þegar mér
datt í hug hvers vegna það ætti ekki
að vera hægt að gera þetta bara í
gegnum netið," segir Kristinn um
upphafið að þessu ævintýri. „Ég
hafði þegar í stað samband við
tengdason minn Jóhann Breiðijörð
og spurði hann hvort þetta væri ekki
bara hægt og hann hefur svo aðstoð-
að mig við þetta allt saman. En hef-
ur Kristinn alltaf haft þessa spá-
dómsgáfu? „Ég hef alltaf verið ber-
dreyminn og í gegnum mína
drauma hef ég oft séð fyrir ókomna
hluti, eins hef ég spáð í bolla fyrir
fólk í rúm 30 ár."
Viðskiptin ganga vel
„Ég tel það að í framtíðinni verði
þetta góð leið til vinna sér inn pen-
inga," segir Kristinn um plön sín um
útrás íslenskra spákvenna og
spámanna.
„f útlöndum er til fólk
sem fer ekki úr húsi íyrr 'Si
en það er búið að lesa
stjömuspána sína,‘
segir Kristinn með
sannfærandi mál-
rómi. Hann segir við-
skiptin ganga vel en
ber símafyrirtækjum
hér á landi ekki góða
söguna. „Þau taka
alltof háa prósentu af
innkomunni. Hirða
eitthvað um 40 til 50
prósent af tekjum sem
SMS-in skila inn en maður
verður víst að skipta við þau,"
segir þessi nútímalegi spámaður
og byggingarfræðingur að lokum.
,Þetta byrjaði nú
allt þannig að ég
er að keyra frá
henni Lóu spá-
konu sem allir
þekkja nú þegar
mérdattíhug
hvers vegna það
ætti ekki að vera
hægt að gera
þetta bara í
gegnum netið.
m*.
Spábolli Hægteraðsenda
Kristni mynd af bolla sem búið
er að drekka úr með tölvupósti,
Kristinn Aðalbjorns-
son Byggingarfræðing
ur og spámaður.
'VT'
Búnir að vinna í þessari plötu í tvö ár
Spámaðurinn og byggingarfræðingurinn Kristinn Aðalbjörnsson hefur tekið netið í
þjónustu sína. Hann segist alltaf hafa búið yfir sérstökum hæfileikum og telur ekk-
ert að því að nýta nútímatækni til þess að koma spádómum til fólks.
Byggingarfræðingup spáir
í bolla með hjálp netsins