Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Jónas Kristjánsson heima og að heiman Ofsatrúaður Tom var fram aö helgi formaöur þingflokks repúblikana I Bandarlkjunum, - baráttumaöur ofsafenginnar kristni, eindreginn hatursmaður ein- stæöra maeðra og umhverfis- verndar. Hann var holdgerving- ur alls pakkans á róttækasta hægri kantinum I bandarfskri pólitlk. Hann hefur verið notaö- ur sem dæmi um, aö menn, sem annars staðar I heiminum væru settir á hæli, haldi um stjórnvöl Bandarfkjanna. Nú hefur hann orðiö aö segja af sér for- mennsku fyrir flokkspólitlska spillingu I embætti, sem er sögö mun meiri en nokkur önnur spilling I vissulega nokkuð skrautlegri sögu bandarfska þingsins. Svartlrlfetift.Deyy blaöamönnum minnisbækur með svörtum listum yfir fyrirtæki og greinar, sem ekki máttu koma sjónarmiö- um sfnum á framfæri viö þingið, af þvf aö þau eða þær höföu greitt f kosningasjóði demókrata. Markmiö hans var, aö K-stræti f Washington, gata þrýstihópanna, væri eingöngu skipuö fyrirtækjum, sem heföu alls enga demókrata f vinnu. I tfö hans varö þingið aö strangri skömmtunarstofu, þar sem ein- göngu var hlustað á trausta repúblikana og fjármagni hins opinbera eingöngu veitt til áhugamála þeirra, svo sem til afnáms náttúruverndar og til aukinnar olfumengunar. Mikill árangur þeim árangri, aö stærsta þrýsti- fyrirtækiö við K-stræti er ein- göngu skipaö repúblikönum, aö 33 af 36 stærstu fyrirtækjun- um á þvf sviöi er eingöngu stjórnaö af repúblikönum. Hann náði þeim árangri, aö margir eigendur fjölmiöla þorðu varla aö segja frá, þegar hann var hrakinn úr formennsku vegna spillingar. Hann náði þeim ár- angri, aö 80% af kosningafé ol- fufyrirtækja renna til repúblik- ana. Tveir aöstoðarmanna hans og vina, Michaei Scanlon og Jack Abramoff, eru líka komnir f klær réttvfsinnar. Nú er þessi mikli snillingur glæpanna kom- inn á leiöarenda f pólitfk. e C -O Leiðari Eiríkur Jónsson Við erum eklcert öðruvísi en aðrir ogeigum því að tileinka olclcur þann hugsunarhátt ísamskiptum ogjjölmiðlun sem best hefur reynst og tíðkast í Evrópu. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir Iraun hjákátlegt þegar því er haldið fram að sökum fá- mennis eigi hér að gilda aðrar reglur um samskipti og fjölmiðl- un en tíðkast í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Á þessu er klifað og eins og allir trúi. En þetta er bull eins og það verður verst. Með sömu rökum mætti halda því fram að enn aðr- ar reglur ættu að gUda um sam- skipti hjá fjölmennustu þjóðum veraldar - og þá vegna fjölmenn- is. Sem gengur náttúrlega ekki upp frekar en hitt. Því er tími til kominn að staldra við. íslendingar þurfa ekki lengur að búa við þá minnimáttarkennd sem lengi einkenndi samskipti þeirra við aðrar þjóðir. íslendingar fjárfesta í Kaupmannahöfn af þvílíkum kraífti að heimsathygli vekur. Fyrir nokkrum árum hefði þetta þótt óhugsandi. Og í Svíþjóð vígir drottningin nýtt bamahús í anda þess sem byggt hefur verið upp hér á landi. Við erum famir að kenna Svíum eftir að hafa apað flest upp eftir þeim svo áratug- um skiptir. Slíkt hlýtur að slá á minnimátt- arkenndina. Ekki em minni fféttirnar af landsþingi danskra atvinnurekenda þar sem litið er til íslands varðandi vinnulag og starfsaldur. Á því þingi vom fslendingar öfundaðir og menn hvattir til að taka sér þá til fyrirmyndar. Allt er þetta nýstár- legt og sumt jafnvel ótrúlegt. Fyrst og síðast sýnir þetta okk- ur að fámennið skiptir engu máli. Þegar við kaupum Magasin du Nord og Illum í hjarta Kaup- mannahafnar og horfum á Svía- drottningu vígja íslenskt barna- hús í heimalandi sínu þarf ekki frekari vitnanna við. Við erum samkeppnisfær og jafnvel rúm- lega það. Við erum ekkert öðmvísi en aðrir og eigum því að tileinka okkur þann hugsunarhátt í sam- skiptum og fjölmiðlun sem best hefur reynst og tíðkast í Evrópu. Hætta væli um óskilgreinda sérstöðu sem í raun byggir á landlægri minnimáttarkennd sem átti ræt- ur í hungri og vesæld. GamaU draumur um bjartari framtíð er orðinn að nútíð. Við það eigum við að horfast í augu. væntanlegir viðburðir í nýja tónlistarhúsinu Ó, Atli! Ó, Rut! Ó, Bó! Ó, ó! Ó, Boy! Ó, Nei! Best of Atli Eiginkona Daði Kolbeins- Megas syngur Sinfónían leilcur Kristján endur- Heimir Sveins- Björns Bjarna- son blæs í óbó- Schubert. vinsæla lyftu- tekur styrktar- son. sonar. ið sitt. tónlist. tónleika sína fyr- ir hálfvirði. ússur tig Omuniap sluðrs ÖSSUR 0G ÖGMUNDUR slúðra um DV í fjölmiðlum vegna skrifa blaðs- ins um náið samband Styrmis Gunnars- sonar, rit- dálkahöfundar blaðsins. Þeir em ósáttir við, að DV skuli segja frá slíku einkamáli. Til- ræði við siðað lýðræði, segir Ögmundur. EKKI EFAST ÞEIR SJÁLFIR frekar en aðr- ir um, að gagnkvæmur tölvupóstur milli stjóra 1« ajf. i Morg- f T*1 *f un- ' blaðs- ftjjf ins, og ^, Jónínu Benedikts- dóttur Össur Þögnin er mesti dóna- skapurinn. Ögmundur Þögnin ermesti dónaskapurinn. Forsetablogg Við setningu Alþingis varpaði forseti íslands fram þeirri spurn- r~- ingu hvort tölvan væri orðin áhrifa- 19lafur Ra9oar meiri en ræðustóll Alþingis. Undir þessu sátu fjöhnargir þingmenn sem enn hafa ekki lært á tölvu. í framhaldinu ætti Ólafur Ragnar Grímsson að stíga skrefíð til fulls og setja á fót eigin heimasíðu. Forsetinn á að vera ínánum tengsl- um við þjóð sína og það gerir hann best með því að blogga. Mættum við biðja um Bessastaðablogg? Orð í tima töluð. Fyrst og fremst Styrmis og Jónínu staðfesti frétt DV. Þeir neita hins vegar að láta sér detta í hug, að málarekstur Styrmis í þágu Jónínu eigi upptök í þessu sambandi. Þannig gerði Styrmir einmitt þetta einkamál að opinbem máli. FRÉTT DV AF MÁLINU var ekki slúð- ur, heldur sannleikanum sam- kvæm. össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson eru hins vegar pólitíkusar að reyna að slá ódýrar pólitískar keilur með því að slúðra um DV í von um, að fjölmennur minnihluti hræsnara í þjóðfélag- inu minnist þeirra með hlýju. ÞJÓÐFÉLAGIÐ ER HÉR Á LANDI meira eða minna gegnsýrt af samráði og spillingu, þar sem mikilvægara er Þeir félagar eru gaml- ingjar með úrelt við- horffrá valdaskeiði hræsninnar. talið að þegja yfir málum með til- vísun til friðhelgi einkalífs, heldur en að segja dónalegan sannleika. Þessi hræsni mun sízt minnka, ef þeir össur og Ögmundur komast einhvern tfma til áhrifa. V0NANDI K0MAST SLÚÐRARARNIR Össur og ögmundur ekki til valda og fá ekki tækifæri til að leggja lóð á þá vogarskál, að yfir þjóðfélaginu ríki biskup, sem álcveði, hvenær eigi að segja fréttir og hvenær eigi að þegja fréttir. Þeir félagar eru gaml- ingjar með úrelt viðhorf frá valda- skeiði hræsninnar. jonas@dv.is Óljós ákvörðun Jónína Ben hefur tilkynnt að hún sé hætt við framboð sitt til borgarstjórnar Reykjavíkur. Segist hún ekki gefa upp ástæður sínar að svo stöddu. )á, hvernig ætli á þessu standi? Við bíðum spennt eftir skýr- ingum. Eins og þetta leit nú allt vel út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.