Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKJÓBER 2005 Menning DV Andrés öndTeikni- myndasögurnar um hann hafa stytt mönn- umstundirfrá 1937. Carl Barks Meistarinn að störfum. © S. E. Sðiand! Pamuk í fangelsi Sænskir rithöfundar hafa stofnað stuðningshóp fyrir þekktan tyrk- neskan rithöfund, Orhan Pamuk. Málið er óþægilegt fyrir tyrknesk stjórnvöld sem nú verja hendur sínar gagnrýni á stöðu Tyrklands i evr- ópsku samstarfi. Pamuk á yfir höfði sér dóm i heimalandi sinu fyrir að hafa talað niður til þjóðarinnar. Pamuk lét hafa eftir sér i svissneskum blöðum að tyrkir hefðu drepið milljón Armena 191 Sog átökin við kúrda hefðu kostað 300 þúsund lífið. Þetta likar mönnum ekki i Tyrklandi og vilja koma böndum á manninn sem er vel þekktur i Evrópu fyrir skrifsin: sex skáldsögur áhannað baki og hefur verið verðlaunaður heima og heiman. Istuðningshópnum eru höfundar á borð viðJersild og Ekman. Pamuk er gestur á Cautaborgarmessunnisem nú stendur. Hann tekur á móti verðlaunum þýskra bóksala á Frankfurtarmessunni siðar i mánuðinum. Vetrarkoss/Vinterkyss Noregur. Leikstjóri: Sara John- sen. Næst sýnd: Háskólabíó - 04.10 kl. 18. Háskólabíó - 05.10. kl. 20. Kvikmyndir 1 r > SWMíSS'.Sá'.iraíKiS'íí; 7?, 1 & I Nick Cave Er 1 I kominn í I launavinnu I hjá Glsla sem | smellirsig við I hann. farinn að skrifa kvikmyndahandrit. ÁRANGUR VESTURPORTS ÍTampere og Moskvu með sýningarnar Rómeó og Brim er einstakur (listasögu okkar og sérstaklega ánægjulegt að enn gefist tækifæri til að ferðast með þessi verk. Kunnugir segja að raunar hafi síðasta sviðsetning á Rómeó ver- ið langbest - þá var það reyndar •c komið inn I sviðsrammann sem þjappar krafti verka á sviði oft saman. Miðlungs páskakrimmi Hin sænska Victoria missir son sinn á sviplegan hátt og flytur til smábæjar í Noregi þar sem hún gerist héraðslæknir. Hún virðist álíka seinheppin og Angela Lans- bury í Murder She Wrote, því hún er ekki fyrr komin til bæjarins en annað sviplegt dauðsfall ber að; Sonur innflytjendahjóna finnst látinn í snjóskafli. Victoria drekkur sig fulla á læknaspíra og sefur hjá snjó- mokstursmanninum, sem er grun- aður um manndráp af gáleysi. Smám saman fáum við að vita meira um dauðsföllin tvö, en at- burðarás þeirra er þó nokkuð ljós frá upphafi og því fer mysterían heldur forgörðum. Er því myndin ekki nema miðlungs páskakrimmi. Vetrarkoss er á margan hátt dæmigerð skandinavísk vanda- málamynd, þar sem kona tekst á við dauða sonar síns, og hér er það hvorki gert betur né verr en gengur og gerist. Aftur eru það málefni innflytjenda sem eru í brennidepli, og kemur þvingað hjónaband hér líka við sögu, eins og í flestum slík- um myndum. Innflytjendur sjálfir hafa þó sýnt og sannað að þeir eru fullfærir um að fjalla um sín mál- efni sjálfir, ogheftirVetrarkoss, þar sem þeim er haldið í bærilegri fjar- lægð, litlu við málið að bæta. Langar senur við undirleik Hallelujah í útgáfu Jeffs Buckley þjóna hér ekki meiri tilgangi en samskonar músíkmyndbandasen- ur gerðu í Rocky 4, að reyna að ná myndinni upp í bíólengd. En samt sem áður er umhverfið skemmtilegt, smábær um miðjan vetur þar sem snjóskaflamir em álíka þrúgandi og viðhorf bæjar- búa. Ef hún vinnur Óskarinn verð- ur sögusviðið líklega flutt til Alaska í endurgerðinni, sem mun ræna myndinni þeim sjarma sem hún Meðan Kirkjebö kyrjaði í hæsta sal kynntu landar hennar framlag Noregs til Óskarsverðlauna í öðru herbergi Háskólabíós Vetrarkoss Dæmigerð skandinavisk vandamálamynd. hefur. En litlar líkur verða þó að teljast á því. Helsti kostur myndarinnar er þó einkum snoturt lokaatriði, þar sem innflytjandinn reynir að fremja sjálfsmorð með skíðum og er það frekar ljóðræn útfærsla á átökum menningarheimanna. Valur Gunnarsson Andres önd varð heimilisvin- ur þér á landi um leið og útgáfa á myndasögum hans hófst á stríðs- ámnum. Hingað komu bæði bandarískar og danskar útgáfur af blöðum sem bám nafn hans, en vestanhafs varð hann til sem per- sóna í stuttmyndum sem vom meginaflinn í framleiðslu Disney. Það vom aftur Evrópumenn sem höfðu meiri áhuga á ýmsum fíg- umm úr smiðju Disney í mynda- sögur. Fyrirtækið leigði fígúmr til erlendra aðila: þannig varð fyrsta langa teiknimyndasagan til á ítal- íu 1937. Westem Publishing var fyrirferðarmikið á því sviði. Blað- ið Andrés Önd sem hér hefur komið út um árabil er þaðan sprottið. Hingað barst það ein- vörðungu í dönsku útgáfunni frá stríðslokum, fyrst sem mánaðar- hefti, svo hálfsmánaðar og loks vikulega. Deilur rísa Fyrstu dönsku útgáfurnar eru gríðarlega verðmætar í dag og er markaður með gömul Andrés- blöð fjömgur í Noregi og Svíþjóð eins og Danmörku. Helsti höf- undur Andrés-sagna í Western- útgáfunni var teiknarinn Carl Barks. Nú er hafin heildarútgáfa á myndasögum hans í dönsku, sænsku og norsku í takmörkuðu upplagi og em bindin áætluð 30. Þegar við fyrsta bindið em deilur hafnar um frágang ritanna. Fundið er að litgreiningu, en Andrés var lengi prentaður í fjór- lit með röstuðum punktum. í off- setprentun okkar tíma þykir mönnum litgreining hafa mistek- ist. Þá er fundið að óvönduðum höfundur ævintýra á öldinni sem leið. Barks var fæddur í Oregon af fátæku fólki. Hann var daglauna- maður frá unga aldri, en fann sig í teikningu, sótti námskeið og reyndi að lifa af teikningum fyrir blöð og tímarit frá 1928. Hann var ráðinn til Disney 1935 sem teikn- ari en var fljótt fluttur í þróunar- deild og samdi þar þræði og brandara. Honum leiddist færibanda- vinna og réði sig sem teiknara til Western 1942 og samdi og teikn- aði sögur fyrir þá til 1967, alls 6500 síður. Hann endurskóp Andrés og bjó til Andabæ. Sögur hans em ýmist heimilissögurnar af Andrési og ungunum og svo ævintýrasögurnar: ferðir á fjar- læga staði. Hann bjó til persónur á borð við Georg gírlausa og Jóakim ffænda. Nokkrir þúsundkallar Útgáfan í hverju hinna skandinavísku landa verður að- eins í 1800 eintökum og em í hverju bindi eða kassa þrjú hefti. Þau verða aðeins fáanleg í áskrift. Ástríðufullir áhugamenn um öndina og hennar frændgarð geta gerst áskrifendur, einkum ef þeir em vanir hinum danska Andrési. Það kostar 15 þúsund danskar og dreifist á bindin sem koma út þrisvar á ári fram til sumarsins 2008. Útgáfan er samstarfsverkefni Norðurlandaþjóða við Þjóðverja og em allir á einu máli um að þessi einstaka útgáfa sé mikið þrekvirki - vilji menn kosta 150 þúsundum til. þýðingum og tekstainn- setningum á skilti og því- líku. Er hafin undirskriftar- söfnun þar sem Egmond- útgáfan er krafin um endur- bætur. Aldarmaður Carl Barks lifði tuttugustu öldina frá upphafi til enda: hann fæddist 27. mars 1901 og lést 25. ágúst 2000. í hart- nær aldarfjórðung samdi hann myndasögur um Andr- és. Telja verður líklegt að staðhæfing áköfustu aðdá- enda hans meðal mynda- sögumaníaka sé rétt: hann hafi verið afkastamesti og mest lesni ÞEIR FRÆNDUR OKKAR Ibsen og Strindberg eru áberandi þessa dagana. Maríe Bonnevie fær frá- bærar umsagnir Dagens Nyheter fyrir frammi- stöðu sína í fr. Júllu á laugardag og þykir bera sýninguna uppi. Henrik á yngri árum í Bergen Æskuverkhans hafa um langt skeið kallað á nýjar túlkanir enda opin eins og ævintýri. f KAUPMANNA- HÖFN er nýlokið frumsýningu á Brúðuheimili Ibsens við dræmar undirtektir en verkið er flutt I tíma og þykir hafa tekist illa. Þess þekkj- ast þó dæmi að slfkt hafi verið gert með frábærum árangri. VESTURPORTSLIÐIÐ fær það verk- efni að halda upp á aldardánar- afmæli Henriks Ibsen og á Baltasar Kormákur að stjórna því f Pétri Gaut í nýrri Flugur Karl Ágúst Ulfsson Þriðji þýöandi á Petri Cautíkjölfar þeirra Mattiasar og Helga Halfdanarsonar þýðingu eftir Karl Ágúst Úlfsson. Norðmenn brugðu á það ráð að láta Jon Fossen snúa Gautnum á ný- norsku fyrir sviðsetningu Roberts Wilson sem ég sá um daginn og var glæsileg en dalaði í þriðja fjóröungi og er það ekki f fyrsta sinn sem mönnum skrikar fótur þar. UNDARLEGT að mönnum skuli ekki detta í hug að takast á við annað en Gautinn: það er rúmur áratugur síð- an hann var leikinn f Þjóðleikhúsinu og innan við áratugur sfðan hann fór upp á Akureyri. Hvað með bróð- ur hans Brand sem öllu fórnar fyrir hugsjónir sfnar og trú? Ellegar það leikrit sem Ibsen kallaði sitt höfuð- verk: Keisarann og galíleann. NÝLEGA hefur Gísli Vesturports- forstjóri slegið sér upp á útsfðum Moggans þar sem hann hefur náð sér (lagstúfa eftir Nick Cave við sviðsetningu flokksins á Bite. Cave virðist vera á á útopnu þessar vikur: hann hefur lofað Gísla leikverkum og nýlega var tilkynnt að hann væri Hafin er útgáfa á myndasögum bandaríska teiknarans Carls Barks en hann skóp Andrés Önd og Andabæ eins og við þekkjum hann í dag fyrir Disney. Verkið hefur lengi verið í undirbúningi og mun telja 30 stór bindi þegar út- gáfan verður öll. En viðbrögðin við fyrsta bindinu hafa verið hatrömm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.