Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR4. OKTÓBEH 2005 DV Fréttir Kettlinga vantar heimili Þessir fallegu kettlingar, tveir strákar og ein dama, eru í eigu Ijósmyndara okkar hér á DV, Heiðu Helgadóttur. Þeir eru fimm mánaða og enn heima hjá mömmu. „Þeir eru yndislegir og ég vildi gjarnan hafa þá en get bara alls ekki haft fjóra fullorðna ketti,“ segir hún og tekur fram að aðeins gott fóik sem gerir sér grein fyrir hvað það er að taka að sér gæludýr, komi til greina. Ef einhvern ábyrgan langar í fallega kisu og er tilbúinn að veita henni gott heimili, þá má hringja í Heiðu í síma 697 8663. MOFf Næstkomandi laugardag, 8. október, stendur til að hundaeigendur gangi saman um miðbæ Hafnarfjarðar. Með því ætiar hundafólk að sýna samstöðu en breytingar á reglugerð um hundahald í bænum er í endurskoðun. í nýjum drögum er gert ráð fyrir að ekki megi ganga með hunda um miðbæinn yfir sumartímann en því lýsa hundaeigendur sig andsnúna. Lagt verður af stað klukk- an 14 á laugardag frá Safnaðarheimilinu við Strandgötu. í lok göngu verður bæj- arstjóra afhent áskorun um að hunda- eigendur verði með í að semja reglur sem snúa að þeim sjálfum og að tillit verði tekið til sjónarmiða þeirra. Bergljót Davlðsdóttir skrifar um dýrin sln og annarra á þriðjudögum IDV. Hundabúr - Hundabæli Full búð af nýjum vörum. 30% afsláttur af öllu. Tokyo gæludýravörur Hjallahrauni 4 Opíö: mán. til fös. 10-18 Hafnarfiröi Lau. 10-16 s. 565-8444 Sun. 12-16 Husky-rakkinn Heimskauta Nætur Rökkvi kom sá og „sigraði“ á stórkostlegri hundasýningu Hundarækt- arfélagsins í Víðidal um helgina. Árangurinn kom eigendum hans í opna skjöldu en bæði hann og þau voru á sinni fyrstu en ekki síðustu hundasýningu. Rökkvi vann sinn tegundarhóp, komst í tíu hunda úr- slit og fékk að auki íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Nokkuð sem ekki er öllum hundum gefið. Einn nf tíu bestu á sinni fyrstu hundasýningu „Árangur Rökkva á sýningunni kom okkur stórkostlega á óvart og setti okkur hálfgildings út af laginu og spennti okkur upp úr öllu valdi," segir Sævar Hallvarðsson eigandi Nætur Rökkva sem er rétt tveggja ára og tók þátt í sinni fyrstu sýningu um helgina. Sævar og kona hans Ema Sif veltu því aldrei fýrir sér að sýna hann enda keyptu þau Rökkva fýrst og fremst til að veita þeim ánægju og gleði. Erna segir að mamma hennar, sem sé mikil hundakelling og eigi hunda, hafi alltaf verið að ýta á þau að sýna hann en þeim fundist það ástæðulaust. „Við vissum alltaf að Rökkvi væri mjög flottur og það var nóg fyrir okkur," bætir Sævar við og Erna segir að þegar sú gamla hafi gert sér lítið fyrir og skráð hann á sýninguna um helgina hafi þau fall- ist á að vera með. Ræktandi Rökkva Anna Franciska hjá Heimskauta- ræktun hafi síðan tekið að sér að æfa hann og sýna enda vön á því sviði. Á laugardag mætti síðan öll fjölskyldan á sýninguna og fylgdist með því hvernig Rökkvi og Anna sópuðu að sér verðlaununum. „Það var ótrúiega gaman að fylgjast með kallinum okk- ar vinna hvem flokkinn á fætur öðr- um og enda síðan með því að vinna tegundahóp fimm. Það var víst ekki gefið og hefur ekki gerst í fimm ár að mér skilst að Husky-hundur hafi sigr- að tegundahópinn. íslenski hundur- inn hefur borið þar höfuð og herðar yfir aðra hunda og reynst þeim erfið- ur. Það var því mikil gleði þegar ljóst var að hann kæmist í úrslit sem einn af tíu bestu hundum sýningar. Ekki lítiU árangur það,“ segja þau Ema og Sævar og klappa og mgla í hausnum á Rökkva sem nú hefur smitað þau ilfa af sýningarveikinni. Æfa vel fyrir næstu sýningu Rökkvi náði ekki að verða í hópi fjögurra bestu og þau játa að þau hafi verið dáiítið spæld. „Okkur fannst hann langflottastur en norska frúin sem dæmdi úrslitin var okkur ekki sammáfa. En það var kannski til of mikils ætlast að hann kæmi á sína fyrstu sýningu og færi alla leið enda er hann svo ungur og á margar sýningar framundan," segir Erna og „Það var ótrúlega gaman að fylgjast með kallinum okkar vinna hvern flokkinn á fætur öðrum og enda síðan með því að vinna tegundahóp fímm." það ískrar í henni. Hún segir að þau Sævar ætli ekki að láta sig vanta á næstu sýningu og nú liggi bara fyrir að æfa Rökkva vel þannig að hann sýni sig eins flott og mögulegt er. Þau hafa verið mjög ánægð með Husky-inn og em sammála um að tegundin sé einkar skemmtileg. „Hann þarf að fá mikla hreyfingu en Husky-inn er fyrst og fremst vinnu- hundur. Við höfum verið dugleg við það og fömm með hann allt upp í 20 kílómetra á dag og veitir ekki af. Rökkvi er enda mjög stæltur og glað- ur hundur," segja þau, alveg í skýj- unum yfir árangri hans. I Glaesilegur hundur hlaðlnn við- urkenningum Rökkvi fór á sína fyrstu hundasýningu um helgina og hér má sjá afraksturinn. Sýningin HRFI til mikils sóma Glæsileg hundasýning Haustsýning Hundaræktarfélags íslands fór fram um helgina með miklum glæsibrag. Að þessu sinni var hún haldin í Reiðhöilinni í Víði- dal sem er mun stærri en höU Gusts í Kópavoginum en þar hefur hún jafnan verið haldin. Umgjörð þess- arar sýningar var því öll önnur en sýnt var samtímis í þremur hringj- um. Þá vom í anddyrinu sölubásar frá hinum ýmsu fýrirtækjum og var hægt að gera góð kaup enda tUboðs- verð í tilefni dagsins. í anddyrinu vom deUdimar einnig með bása þar sem tegundir vom kynntar og gafst gestum tækifæri á að klappa og stijúka hundunum og spyija út í eig- inleUca þeirra og fá greinargóð svör. Almennt vom gestir mjög ánægðir með þessa tilhögun og höfðu á orði hve gaman væri á þessari sýningu. Undir það er heUs- hugar tekið ef frá em taldir nokkrir hnökrar sem vel má laga fyrir mars- sýninguna. í fyrsta lagi var enginn kynnir nema í lokin þegar úrslit vom kynnt. Það kom í veg fýrir að fóUc fengi nægar upplýsingar um hvað væri að gerast inni í hringn- um. Það kemur kannski ekki mikið að sök fyrir þá sem þaulvanir em sýningum af þessu tagi en þeir gest- ir sem ekki eru vanir, veit ég fyrir víst, vissu ekkert hvað var að gerast og skildu hvorki upp né niður í hver vann og hver ekki. Þá em áhorfendur í nokkurri fjarlægð og það er vonlaust að sjá númer á sýnendum sem kemur í veg fyrir að maður geti fylgst eins vel með og maður vUdi. Þetta verð- ur að laga fýrir næstu sýningu. í þriðja lagi er það með ólíkind- um að ritarar skuli ekki taka tölvu- tæknina í sina þjónustu. Þannig yrðu aUir dómar fljótritaðri, auð- veldari til aflestrar auk þess sem varpa mætti upp á skjávarpa upp- lýsingum fyrir áhorfendur eins og með einkunnargjöf og nafrii hunds og eiganda. Og í fjórða lagi mætti hinn ágæti kynnir sýningarinnar temja sér að nefna númer, nafn hunds og eig- anda um leið og hann kynnir þá tU leUcs. Það myndi veita margfalt meiri ánægju og gefa áhorfendum kost á að fylgjast með hundunum. Þá mættu fylgja með fleiri upplýs- ingar um hundana. Þá fyrst gætu allir, bæði vanir og óvanir, notið þess að fylgjast með. | Afgan-hundur í fjórða sæti Þessi glæsilegi hund- urleri eigu VaigerðarJúi- lusdóttur sem sýnirhann hérí úrsiitum. Chinest Crested, eða kínverskur faxhundur eins og hann er upp á íslenskuna, var í öðru sæti Sigríður Sólveigardóttir á hana þessa en hún vakti óskipta athygii áhorfenda fyrir þa að vera ekki meðhárá kroppnum en aöeins á fótum og á höfði. Röskva, írskur úlfhundur, f úrslitum Hann er engin smásmíði þessi en hann er í eigu Sigurlaugar Hauksdóttur sem þarna sýnir gripinn. Nætur Rökkvi á fullri ferð með önnu j Francisku Anna sýndi hann afar vel og árangur hans var fábær eins og lesa má hér á slðunni en það dugði ekki til að komast i eitt affjórum fyrstu sætunum. Vippet-tíkin Elding en eigandi hennar er Gunnur Sif Sigurgeirs- dóttir Hún laut i lægra haldi fyrir Afgan-hundinum í tegundarhópnum en hann var hundur sýningar i vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.