Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 39
DV Síöast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 39 Afmæliskakan Ekkisvo létt. Raggi Bjarna Af léttasta skeiðinu? llSIÍÍf: Útvarpsstöðin Létt 96,7 fagnaði í gær sjö ára afmæli sínu með léttri og ljúfri afmælishátíð íhljóðveri stöðvar- innar. Boðið var upp á kökur, blásnar upp blöðrur og trallað fram eftir degi. Hápunktur dagsins var svo þegar nokkrar stórstjömur poppsins ráku inn nefið og settu upp tónleika. Það vom þau Regína Ósk, Friðrik Ómar, Jón Sigurðsson, Raggi Bjama og Heiða Idol-stjarna sem sungu noldcur vel valin dægurlög við undirleik Pálma Sigurhjartarsonar. Þá vom nokldr landsfrægir ein- staklingar fengnir til að lesa afrnælis- kveðjur frá hlustendum. Hörkustuð á léttum nótum. Kári blæs fyrir norðan í dag og sömuleiðis á Suðaustur- landi. Mestur verður atgang- urinn þó kannski á Vest- fjörðum, sérstaklega á annesjum. En þeir sem eru á Reykjavikursvæðinu geta andað rólega því þar blása bara hægirvindarí rólegheitunum. }jS &>\ O/ 7 4“ Kaupmannahöfn 16 París Ósló 18 Berlín Stokkhólmur 20 Frankfurt Helsinki 13 Madrid London 17 Barcelona Alicante 24 Mílanó 16 New York 26 San Francisco 21 Orlando/Flórída 31 mn <S=v t,r>. ,3 O O A es * * • * * 6“ Jón Sigurösson Létturilund, • Hinnumdeildi varaformaður Sam- fylkingarirmar Agúst OlafúrÁgústsson hefur vakið athygli almennra flokksmanna með skrifum sínum um einkavæðingu heil- brigðiskerfisins. Þyldr mörgum Ágúst Ólaiúr gæla um of við hægristefnuna í stað þess að vinna að gild- um jafiiaðarmennsk- unnar. Ögmundur Jónasson veltir þessu fyrir sér og spyr á vef sínum hvor flokkur- inn sé orðinn hægrisinnaðri, Samfyik- ingin eða Sjálfstæðisflokkurinn... • Unga kynslóðin er áberandi í próf- -*• kjöri sjálfstæðismanna í borginni. Einn ungliði vilf ná inn sem borgar- fulltrúi og stendur þar baráttan miili Bolla Thoroddsen, formanns Heimdallar, og Davíðs Ólafs Ingimarssonar, vopnabróður Bolla og frænda Davíðs Oddssonar. Óvænti frambjóðand- inn sem gæti skotið þeim báðum ref fyrir rass er Loftur Már Sig- urðsson, betur þekkt- ur sem tvífari Davíðs. Hann er kannski ekki frændi formannsins en í pólitík getur útlitið skilað mönn- umlangt... • Egill Helgason rýnir í slaginn milfi Gísla Marteins Bald- urssonar og Vflhjálms Þ. Vilhjálmssonar á Vísir.is. Hann segir úr- slitum geta ráðið hvem Geir H. Haarde styður í fyrsta sætið. Geir hefur styrkt tak sitt á flokknum eftir að fóst- ursonur hans Borgar Þór Einarsson var kosinn formaður SUS um helgina. Egill segir að Ingajóna Þórðardóttir, móðir Borgars og kona Geirs, hafi haldið ræðu við opnun kosningamið- stöðvar Vilhjálms sem njóti þá stuðnings formannsins og ungliðanna tnn leið... *■ • Innan Samfylkingarinnar em menn famir að hugsa um komandi Alþingis- kosningar. í Kraganum verða breytingar því Guðmundur Ami Stef- ánsson heldur til Sví- þjóðar að naga blýanta og fáir búast við því að Katrln Júlíus- dóttir haldi áfram á þingi. Þá ætlaði Rannveig Guðmunds- dóttir að setjast í helg- an stein en nú segja menn að henni hafi snúist hugur þvf eftir að Guðmundur Ámi lætur af störfum sér hún fyrsta sætið í Kraganum í hyllingum og ráðherra- • Logi Ólafsson landsliðsþjálfari mælir götumar með glóðarauga og sundurskorið andlit. Vakti útlit Loga ómælda athygli á lokahófi KSÍ og héldu flestir að þama hefði reiður aðdáandi íslenska landsliðsins, sem hefur gengið hörmulega í síðustu leikjum, látið hnefana tala. Svo var hins vegar ekki því Logi upplýsti þjóðina í DV í gær um að malarbíll hefði keyrt á hann með fyrrgreindum a, afleiðingum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.