Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 27
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 27 Janis Joplin deyr Úr bloggheimum Melsteð í myrkri „Ég er ekki eins grimm dags daglega og ég lít út fyrir að vera á handbolta- vellinum. Svei mér þá, stundum finnst mér eins og fólk sé hálfhrætt við mig, sérstaklega karlmenn hehe..Sælla minninga þegar Magnús OrriSchram sagði í beinni útsendingu að hann myndi sko ekki vilja mæta mér í myrkri." Harpa Melsteð - blog.central.is/harpamel Spakmæli „Ég held að allir ættu að reyna bæta sig og vera hreinlega meira nice, mað- ur græðir svo mikið á því og líður lika bara beturmeð sjálfan sig. Geri maður fólki greiða án þess að þurfa eða ætlast til einhvers til baka gefur manni heilmikla orku, ég tala bara fyrirsjálfan mig.... gerði svoleiðs um daginn og mér leið ótrúlega ótrúlega vel!" Rakel McMahon - blog.central.is/fyrstakrullan Imelda Marcos? „Ég er sjúk í skó, eins og margar konur. Ég á velyfir fimmtíu pör afskóm og þegar ég skoða bankareikninginn minn þá hugsa ég oft„OK, ég á svona mikinn pening svo að ég gett eytt ^^^svona miklu í skó sem gera þá svona u.þ.b.þrjú skópörí M þessum mánuði".Ég er líka sjúkíkaffi,súkkulaði,bjór, VlÍSSr kjúkling, mojito, að fara í bíó,svart/hvítarmyndar,lit- myndir, grænu súpuna hennar mömmu, Apple, fifties, sixties, gamlar kvikmyndastjörnur, parmaskinku, ost (afallri tegund), bækur, Brasilíu, caipir- inha.. og margt fleira." Ragnheiður Sturludóttir - raggaplogg.blogspot.com Baugsmáliðl! „Efeinhver gáfaður og skemmtilegur er að lesa þetta og veit allt um þetta mál, viltu þá vera svo vænn (ekki væn) að hringja í mig og segja mér frá þessu, við gætum jafnvel rættþetta mályfírgóðum kaffibolla á einhverju fancy kaffihúsi í miðbænum, hah? Mig langar bara að skilja hvað ég erað horfa á í fréttunum." Hafdís Hilmarsdóttir - blog.central.is/snudraogtudra Á þessum degi árið 1970 lést söngkonan Janis Joplin á Iandmark- hótelinu í Hollywood. Dánarorsök var of stór skammtur af heróíni. Janis var þeklct fyrir grófa rödd og tilfinninga- ríkan söng með sterkar rætur í blús. Að mörgu leyti var hún tálcn fyrir upp- reisnarandann sem ríkti hjá ungu fólki síðari Jiluta sjöunda áratugarins. Janis Lyn Joplin fæddist nítjánda janúar 1943. Hún er því í hópi með Jimi Hendrix, Jim Morrison, Buddy Holly, Kurt Cobain og fleiri frægum rokkstjömum sem dóu 27 ára gamlar. Janis þótti hlédrægur unglingur sem Á sviði Janis Joplin breiðir út faðminn á tónleikum árið 1969, ári áöuren hún dó. tjáði sig í gegnum tónlist, ljóð og listir. Þegar hún var sautján ára strauk hún að heiman og fór að syngja í næturklúbbum í Houston. í byrjun sjöunda áratugar- ins flutti hún til San Francisco þar sem hún gekk í hljómsveitina Big Brother and the Holding Company. Hljómsveitin sló í gegn með annarri plötu sinni, Cheap Thrills, sem kom út 1968 og náði guílplötusölu. Á henni má finna lagið Piece of My Heart sem löngu er orðið klassískt. Janis yfirgaf liljómsveitina ári síðar og kom saman hljómsveitinni Kozmic Blues Band sem spilaði undir á fyrstu sólóplötu hennar, I Got Dem 01’ Kozmic Blues Again Mama! Á þessum tfrna var Jan- is milcil drykkjumanneskja og eitur- lyfjaneytandi, sérstaklega var hún háð heróíni. Fíkn Janisar bar hana að lok- um ofurliði árið 1970. Þá hafði hún nýlega lokið við plötuna Pearl. I dag árið 1984 hófst verkfall BSRB. Það hafði víðtæk áhrif, meðal annars lá skólahald niðri og út- sendingar Rikisútvarps- ins féllu að mestu niður. Eitt frægasta lagið á henni er Me and Bobby McGee, sem fór á topp vinsældalista í mars 1971. Eins og fleiri tónlistarmenn sem látið hafa lífið 27 ára hefur Janis verið viðfangsefni íjölda heimildaþátta og nú er væntanleg kviJcmynd um líf hennar. Myndin heitir Piece of My Heart og mun Renee Zellweger leika Janis. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Landsvirkjun byrgir brunninn Þórarínn Jónsson, Danmörku, skrífar: Mikið er ég ánægður með fram- tak Landsvirkjunar að efna til sam- keppni í grunnskólum landsins og fá þannig börnin okkar til að kepp- ast um að leggja hornstein í Kára- hnjúkavirkjun. Börnin eru jú horn- steinn þjóðarinnar og því vel til fundið að fá einhvern af yngri kyn- slóðinni til verksins. Átakið hefur líka þann þýðingarmikla tilgang að uppfræða íslenska æsku um nyt- semi virkjana og álvera og koma þeim í skilning um að framtíð okk- Lesendur ar sem þjóðar liggur í stóriðju en ekki ferðaþjónustu eða huglægum málefnum. Þetta virðumst við sem eldri erum aldrei hafa skilið, enda alin upp af tilgangslausu náttúru- hjali, og því er um að gera að byrgja brunninn áður en börnin detta ofan í hann og uppræta þannig náttúruverndarsinna með einu góðu átaki í grunnskólum landins. Náttúruverndarsinnar eru uppfullir af neikvæðni gagnvart framgangi þjóðarinnar á alþjóða- vetvangi og nú fyrst er hægt að snúa blaðinu við með jákvæðri umfjöllun um stóriðju. Fleiri fyrirtæki ættu að fara að fordæmi Landsvirkjunar og skora ég á banka, tryggingafélög, gos- drykkjaframleiðendur, framleið- endur tískufatnaðar, snyrtivöru- framleiðendur og alla aðra sem eiga undir högg að sækja í samfé- laginu að nýta sér grunnskólana því þar má uppræta vitleysuna áður en það verður of seint. Ekki leiðum að líkjast Bjnmi Valdimarsson skrifar. Leiðari Jónasar Kristjánssonar í DV „Sólkonungurinn kvartar" var al- veg frábær og rétt væri að endur- birta. Kvæði Matthíasar Jóhannes- sonar „Innmúrað og ófrávíkjanleg tryggð" er lfka frábært. Jimmy Hoffa stefndi að því að verða forseti Bandaríkjanna. Veru- legar líkur voru á að hann næði kjöri enda naut hann almennrar lýðhylli. Vondir, öfundsjúkir óvinir komu Hoffa fyrir kattanef, innmúruðu hann frítt inn í brúarstólpa. Lokaorðið, punktinn yfir i-ið í Baugsmálið átti hins vegar Agnar Bogason ritstjóri og eigandi Mánu- dagsblaðsins. Hann kallaði ráðherr- ann og verkalýðsleiðtogann Hanni- bal Valdimarsson jafrian Hoffa á síð- um Mánudagsblaðsins. „Ekki leið- um að líkjast". Hallgrímur Kúld styður baráttu bæj- arstarfsmanna í Kópavogi. =0 LCt> ■J Sundlaugarvörðurinn segir Flott að fella samninga Bæjarstarfsmenn í Kópavogi felldu kjarasamninginn í síðustu viky. Mér finnst það frábært hjá þeim að hafa gert það og vildi óska þess að við Hafnfirðingar hefðum haft vit á því að gera það sama síð- asta vor. En við erum svo miklir sauðir að við samþykktum þessa ölmusu sem okk- ur var boðin. Mér finnst það alveg til háborinnar skammar að sveitarfélög séu að borga fólki I rúmar hundrað þúsund krónur í mánaðar- laun. Þannig að ég styð þessa baráttu þeirra í Kópavogi og hvet fleiri starfsmanna- félög til að taka þá til fyrirmyndar. Ég heyrði í fréttum í fyrradag að það var einhver jólasveinn í Banda- ríkjunum sem borgaði rúma tvo milljarða til að fá að fara út í geim- inn. Ætli hann hafi ekki vitað af þessari baráttu þeirra í Kópavogi áður en hann tók þessa ákvörðun? Þá hefði hann getað sett einhverja upphæð í samninginn hjá þeim. Og ekki veitir af. En í alvöru talað þá er það fáránlegt að vera að borga rúma tvo milljarða fyrir geimferð. En það er líka svo margt sem er fá- ránlegt í þessum heimi. Menn sem vita ekki aura sinna tal mættu styðja betur við bakið á þeim sem minna mega sín, eins og til dæmis bæj arstarfsmönnum. Felldu Bæjarstarfsmenn IKópavogi felldu kjara- samninga I siðustu viku. Hallgrími finnst það frá- bært og vildi að Hafnfirð- ingar hefðu haftvitáað gera það sama. Blaðamaður deilir hugsunum um líf og dauða „Það var sannkölluð blómatíð þegar ég byrjaði í blaðamennsku," segir Gylfi Gröndal, þakklátur fyrir þau vinnubrögð sem hann lærði í starfi sínu sem blaðamaður. „Það voru fimm dagblöð í gangi í Reykjavík þá: Þjóðviljinn, Alþýðu- blaðið, Vísir, Morgunblaðið og Tíminn. Það varum 1960 að blöðin voru að stækka því þá var verið að kynna offsetprentun sem gerbylti öllu í blaðaprentun. Það mátti til dæmis bara hafa tvær myndir í hverju blaði þar sem það tók mik- inn tíma og kostaði of mikinn pen- ing að grafa myndirnar í sink eins og gert var í gamla daga,“ segir Gylfi. Þegar Sjónvarpið hóf útsend- ingar var Gylfi ritstjóri á Vikunni: „Þetta olli líka miklum breytingum á blaðamennsku og gekk þvert á spár manna um að blöðin myndu deyja drottni sínum í kjölfar sjón- varpsins. Við notuðum sjónvarpið mikið og fengum alls konar þuli og dagskrárgerðarfólk til að vera í við- tölum og ■ myndatökum. Þannig styrkti það stöðu okkar enn frek- ar.“ Gylfi er að gefa út ljóðabók þessa dagana sem ber heitið Eitt vor enn. Hann segir sig vera að yrkja sig frá hlutunum að vissu marki. „Hún er ort eingöngu um veikindin og hugleiðingar manns- ins sem lendir i þeirri aðstöðu að vera greindur með ólæknandi sjúkdóm. Krabbamein er einn al- gengasti sjúkdómur nútímans, svo þessi bók hlýtur að eiga erindi til margra," segir Gylfi. Er hann að fá fólk til að sættast „Ég vona að minnsta kosti að ég verði sátt- ur þegar minn timi kemur við lífið og fylginautinn, dauðann? „Já, ég reyni það að minnsta kosti. Þetta eru hugsanir um lífið og dauðann og kjami málsins er að vera sáttur við hvorutveggja. Ég vona að minnsta kosti að ég verði sáttur þegar minn tími kemur. En ég ætla að tóra mörg ár enn,“ segir Gylfi glaðlyndur að lokum. Gröndal er sonur Sigurðar G. Gröndal rithöfundar svo ekki féll epliðlangt ilrínni Hann ólst upp f Reykjavik og var ráðinn sem blaðamaður viö Al- mSÍS^SSÍ rititjórl þar i <n. H.na ..r ,i».n MWM vinnunni og víöar, en blaðamennsku stundaði hann 130 ár.Hann hefur_ í út fjölda ævisagna og viðtalsbóka, þar á meðal aevisogu Steins Steinarrs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.