Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDACUR 4. OKTÓBER 2005 Fjölskyldan DV Mörg börn upplifa mikið álag í byrjun skólaársins sem getur bæði verið vegna stress og spennings. Flest hrista þau þetta af sér en sum börn virðast ekki ætla að jafna sig á breytingunum. Góðir kennarar reyna að halda góðu sambandi við foreldra nemenda sinna og geta því fylgst með breytingum á heimilinu (ef kötturinn dó, fjölskyldan flutti, nemandinn eignaðist lítið syst- kini eða ef dauðsfall varð f fjölskyld- unni) og geta því fylgst með líðan nem- endanna og spurt þá út í aðstæðurnar án þess að renna blint í sjóinn. Sem foreldrar verðið þið að passa að börn ykkar smiti ekki önnur börn i skólanum eða ileikskólanum. Ekki hleypa börnunum út á meðal annarra barna efþau eru enn með hita, ælupest eða nið- urgang, efþau komahvorki mat né drykk niður 0- ' eða veikindin halda athygli þeirra frá náms- * ’ efninu. Með því að halda börnun- um fjarri öðrum börnum í nógu langan tima verjið þið annarra manna börn auk þess sem börnin ykk- ar veikjast ekki aföðrum pestum á meðan þau eru enn veikburða og að jafnasig. Sérfræðingar hafa lengi rannsakað hvenær best sé að eignast annað barn. Fyrir flesta foreldra er það ekki spurn- ing hvort heldur hvenær þeir eigi að færa frumburði sín- fSl < um leikfélaga. Þótt sér- fræðingar geti ekki sagt nákvæmlega hvenær þá segja nið- y urstöður rannsókna þeirra að best sé að \ eignast annað barn innan tveggja til þriggja ára. Innan þess tíma séu mestu möguleik- arnirá að barnið verði heilbrigt á meðan börn sem komi undir innan sex mánaða frá fæðingu eldra barns eigi á hættu að fæðast fyrir tímann. ■rxJm Jólasveinn i Danmörku fékk greiddar bætur eftir að herþotur hræddu hreindýr hans tildauða. Danski flug- herinn borgaði jólasvein- inum, Olavi Nikkanoff, háa upp- hæð i bætur eftir að hrein- dýrið Rúdolflést afvöldum hjarta- áfalls eftir að tvær herþotur flugu yfir fjósið hans. Nikkanoff hefur verið jóla- sveinn til margra ára og hreindýrið hefur fylgt honum eftir. Hann verður núað þjálfa upp nýtt hreindýr til aö draga sleðann. Senn styttist til jóla svo Nikkanoff má engan tlma missa. GOTT FORELDRI Sum foreldri þurfa aö eyða löngum stundum fjarri fjölskyldu sinni vegna vinnu. Ferða- lögin geta verið skemmtilegur partur af fjölskyldulífmu ef þú heldur rétt á spilunum. Ágæti sálfræðinguri Ég er 14 ára strákur og mér líður ekki nógu vel. Ég á fáa vini og er mikið einn. Bekkurinn er erfiður og mér finnst ég ekki ná að tengjast krökkunum þar. Mér er ekki strítt en látinn afskiptalaus. Ég fæ stundum hnút í magann í skólan- um og finn mig ekki þar. Ég er ekki í fótbolta eins og margir bekkjar- bræður mínir en er mikið í tölvu, kannski þess vegna er ég dák't- ið feitur. Ég er einkabarn og því enginn félagsskapur af systkin- um. Pabbi og mamma vinna mikið, þau eru samt mjög fín en mér finnst erfitt að ræða við þau um málið. Stundum líður mér það iila að ég græt mig í svefn. Sæll félagi! Þú lýsir líðan þinni nokkuð vel og virðist geta lýst tilfinningum þínum betur en margir jafnaldrar þínir. Áhersla á sterkar hliðar Það er margt í þessu bréfi þínu sem mér finnst athyglisvert og margt af því hef ég heyrt áður. For- senda þess að fólki líði vel er að það hafi sjálfstraust og trú á sjálft sig. Sjálfstraust kemur ef fólk er að fást við hluti sem því finnst skemmtileg- ir og hefur hæfileika til að gera. Það sem hefur neikvæð áhrif á sjálfs- traust er þegar manni finnst maður ekki metinn að verðleikum. Ég mæli með að þú fáir þér einhver áhuga- mál þar sem hæfileikar þínir njóta sín og þú hefur tækifæri á að kynn- ast nýjum krökkum. í mörgum skól- um er boðið upp á alls kyns klúbba- starfsemi, s.s skák, listgreinar, ljós- myndun og fleira. Ef þess er einhver kostur myndi ég líka ráðleggja þér að fá þér smávinnu með skólanum. T.d. blaðaútburð, þar fengirðu bæði vasapening, hreyfingu og fengir tím- ann til að líða hraðar. Að tjá sig Ef þú treystir þér ekki til að tala við foreldra þína um vandamálið myndi ég mæla með að þú fyndir einhvem innan skólans sem þú gæt- ir spjallað við. Kennarinn ætti að geta bent þér á námsráðgjafa eða einhvern sem þú gæúr spjallað við. Þú getur líka æft þig á að segja hug þinn með því að skrifa dagbók á hverjum degi. Þar ættirðu að leggja áherslu á það sem er jákvætt og einnig að setja þér markmið varð- andi framtíðina. Markmiðin þurfa að vera smá og best að setja sér markmið fyrir hvern dag fyrir sig. Til dæmis að tala við einhvern í frímín- útunum, bjóða einhverjum heim eftir skóla o.s. frv. Þú ættir líka að vera vakandi fyrir því hvernig þú berð þig að. Það er betra að horfa í augun á þeim sem þú ert að taia við, vera ömggur í fasi, o.s.frv. Vanlíðan eða þunglyndi Þar sem þú ert aðeins 14 ára þyrftu foreldrar þínir að gefa sam- þykki sitt fýrir því að þú færir til skólasálfræðings en ég hugsa að það gæti verið gott ráð. Ég hef áhyggjur af vanlíðan þinni sem virðist vera umtalsverð. Verði þér vísað til skóla- sálfræðingsins á staðnum væri hægt að taka vanlíðan þína fastari tökum og vinna með hana. Þar myndu þú og foreldrar þínir spjalla um vanda- málið og þú yrðir liklega látirin fylla út lista til að komast að hversu alvar- leg vanlíðan þín er. Þar er t.d spurt um hvort þér finnist þú mistakast og hvort þú eigir erfitt með einbeitingu og að taka ákvarðanir. Komi í ljós að vanlíðanin mælist yfir ákveðnum miðum er þér vísað áfram til bamaiæknis sem e.t.v. gæti látið þig hafa lyf sem láta þér líða betur. Það em þó alltaf foreldrar þínir sem taka þá ákvörðun. Gangiþérvel! Hugrún Sigurjónsdóttir sáífræöingur Einmana og graetur sig í svefn Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 BETUSAN 1. ÁÖur enfariðer Talaðu við börnin. Útskýrðu fyrir þeim hvert þú sért að fara.Takið jafnvel upp landabréfabók og skoðið staðinn. Segðu þeim og maka þfnum að þú munir hugsa um þau á meðan þú ert fjarri. Skildu eftir litla gjöf handa þeim sem þau sjá eftir að þú ert farin(n). 2. Á meftan þú ert í burtu Reyndu að halda sambandinu. Hringdu ef mögulegt er eða sendu tölvupósta. Reyndu að ná börnunum áður en þau fara (skólann og spyrðu þau um lær- dóminn. Mundu eftir að segja þeim að þú saknir þeirra. 3. Heimkoman Færðu börnunum litla gjöf. Hún þarf ekki að kosta mikið. Óvenjulegt grjót eða lauf- blað frá fjarlægu landi getur verið afar spennandi. 4. Komdu þér fyrir aftur Ef heimkoman vakti ekki lukku þá skiptir engu máli hversu dugleg(ur) þú varst að halda sambandi á meðan þú varst í burtu. Mundu að maki þinn hefur allt aðrar vænt- ingar varðandi heimkomuna en þú. Hann/hún er búin(n) að biða spennt(ur) eftir þér á meðan þú vonast eftir rólegheitum. Gleymdu sfmanum og tölvunni fýrstu klukkustundirnar og einbeittu þér að fjöl- skyldunni. Hvíldu þig slðan án samviskubits.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.