Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Side 31
J3V Lífiö ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 31 Fyrsti þátturinn af Idol-Stjörnu- leit var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudaginn. Einhverjir komust áfram en sumir þurftu því mið- ur að kveðja sjónvarpsáhorfend- ur í bili. Einn keppandinn sem datt út heitir Louisa Christina á Kósini og kallaði hún dómarana fávita. Hún segist ekki vera búin að svngja sitt síðasta. Ekki lélegasti keppandinn Louisa segir að henni hafi þótt sumir þeirra sem komust áfram ekki eiga það skilið. „Ég hitti fólk þarna um daginn sem mér fannst ekki eiga skilið að komast áfram. Það var ein stelpa þarna sem komst áfram en mér fannst ég syngja mun betur en hún. Hún var með frekar bama- lega rödd en mér finnst ég vera með mjög þroskaða rödd miðað við aldur. Hún fór inn til dóm- aranna klukkan átta," segir Louisa og útilokar ekki að það hafi gert gæfumuninn. „Þetta var bara speimufalL Ég var búin að vera þarna frá því klukkan hálfsjö um morg- uninn og fór ekki inn idómaraherbergið fyrr en eftir miðnætti. Það hafði mjög mikil áhrif.á Heldur áfram að syngja Louisa kemur frá Vest- eyjum en er hálfur Færeyingur. „Pabbi er Fær- eyingur og ég er fædd í Færeyjum. Ég hef farið þang- að nokkrum sinnum," segir Louisa. Hún er nú búsett í Reykjavík og stundar nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Hún segist ekki vera hætt að syngja. „Nei alls ekki. Ég er búin að vera að syngja frá því að ég var lítil og ætla að halda því áfram." Ætlarðu að horfa á Idolið ívetur? „Já, að sjálfsögðu. Ég er búin að horfa á þetta öll árin." soli@dv.is Pete Doherty segir þetta allt misskilning Pete Doherty sem var hand- tekinn um helgina vegna gruns um frkniefhabrot lýsir lögregltmni sem algeru „pain in the ass“ en vel var leitað á rokk- aranum. Doherty segir handtökuna byggjast á mikl- um misskifningi en eins og hefur komið fram hafði löggan hann grunaðan um að vera með hörð efni í hylki sem hefur verið grætt á kvið hans. Hann segir hylkið eiga að hjálpa sér við að berjast gegn fíkninni og segist ekki hafa not- að neitt dóp í nokkurn tíma. Fréttavefurinn Ananova greinir jafnframt frá því að hætt hafl verið við för hans til Norður- landa en hann átti að spila hér á Airwaves-hátíðinni. Jackson þakklát- ur Lundunabúum Michael Jackson segist ætla að koma ferli sínum aftur á skrið frá Lundúnaborg. Hann er nú að vinna að upptökum til styrktar fórna- lömbum felli- bylsins Katrín- cir. Upptökum- ar verða það fyrsta sem kemur frá popparanum eftir að hann var sýknaður af því að hafa misnotað börn og er ljóst að margir bíða þeirra með mikilli eftirvæntingu. Heimild- armaður stjömunnar greindi frá því að Michael hefði fundið fyrir miklum stuðningi frá aðdáend- um sínum á Bretlandseyjum og hann gæti vart beðið eftir því að heimsækja Lundúnir. Katefékkfrídag með dóttur sinni Kate Moss hefur fengið leyfi til að fara úr meðferð og verja einum degi með litlu dóttur sinni Lilu Grace. Pabbi hennar Jefferson Hack flaug frá London til Arizona-fyllds í Bandaríkjunum til að Lila gæti hitt móður sína en þar er Kate í meðferð. Fyrirsætan berst nú við að vinna bug á kókaínfíkn sinni og hyggst hún ætla að halda venjulegu prógrammi eftir þessa heim- sókn til að ná bata. í síðustu viku var hún látin greina frá leyndarmálum bernsku sinnar, allt til þess að flnna út ástæð- urnar að baJd ffkninni. „Ég fékk engin svör frá dóm- nefndinni um hvað ég hefði getáð gert betur. Ég er ósátt við það," segir Louisa Christina á Kósini sem fékk ekki blíðar móttökur í fyrsta þættin- um af Idol-Stjömuleit um helgina. „Ég var líka ósátt með að fá ekki að taka annað lag. Ég hefði líklegast tekið Hjá þér með Sálinni, það er svona lag sem er gott að syngja." „Fávitar!" Louisa segist hafa verið reið í fyrstu og kom það bersýnilega í ljós í þættinum þegar hún rauk á fætur og sagði: „Fávitar." Louisa segir að hún hafi ekki vitað af myndavélinni. „Ég vissi ekkert að þeir væm að mynda. Ég var bara að segja þetta við vin- konu mína. Svo „súmmuðu" þeir á eftir mér út á bflaplan. Ég veit ekki einu sinni hvort það má,“ segir Lou- isa. Hún segir að það hafi verið erfitt að sjá þetta í sjónvarpinu. „Fyrsta skiptið þá hljóp ég út. Síðan horfði ég á þetta á Stöð 2 plús og svo aftur í gær og aftur á Stöð 2 plús," segir Louisa og hlær. „Ég líka mundi ekk- ert eftir því að hafa sagt það sem ég sagði þarna." Spennufall kallaði fram tár Louisa brast í grát þegar dóm- nefndin hafnaði henni. „Þetta var bara spennufall. Ég var búin að vera þarna frá því klukkan hálfsjö um morguninn og fór ekki inn í dómara- herbergið fyrr en eftir miðnætti. Það hafði mjög mikil áhrif. Mér gekk mjög vel þegar ég var að æfa mig um daginn. Þegar ég kom inn var röddin bara búin," segir Louisa. „Ég var líka búin að vera þarna yfir daginn með vinum mínum sem vom að taka þátt en þau vom öll farin klukkan sex og ég ein eftir. Þetta hafði allt saman áhrif." J J Ekki hætt að syngja Louisa er ekki af baki dottin Fyrir tveimur vikum hélt Jóna Guðlaug út til Frakklands þar sem hún mun sinna blakíþróttinni næstu sjö árin Blakstjarna frá Neskaupstað „Ég kann bara vel við mig hérna," segir Jóna Guðlaug Vigfús- dóttir, ungur blaksnillingur frá Nes- kaupstað. Fyrir tveimur vikum hélt hún út til Frakklands þar sem hún mun einbeita sér að blakiþróttinni næstu árin. Hún er með sjö ára samning við blaklið í Cannes og kann vel við sig þar í borg. Jóna Guðlaug er ekki nema sextán ára gömul. Það var í gegnum liðsfélaga sinn í íslenska landsliðinu sem Jóna Guðlaug komst í samband við liðið í Frakklandi. „Systir Natcdíu í lands- liðinu er hérna úti og Natalía sagði henni frá mér. Þegar við vomm að spila í Andorra þá komu menn héð- an að skoða mig og svo í vor var mér boðið að koma hingað út," segir Jóna Guðlaug sem segist hafa þurft að nota allt sumarið til að taka ákvörðun um þetta mál. Jóna Guðlaug ér sem fyrr segir ekki nema sextán ára gömul og út- skrifaðist úr gmnnskóla í vor. Það hefur því h'tið farið fyrir frönsku- námi á hennar skólaferli hingað til. „Ég skil ekki neitt núna. Það em sumir sem tala ágæta ensku hérna þannig að það er hægt að redda sér þannig," segir Jóna en fyrir utan námið æfir hún blak tvisvar á dag. Jóhanna Gísladóttir, móðir Jónu, er stolt af dóttur sinni. „Við fórum með henni út og okkur leist vel á þetta hjá henni." Erhún ekkertmeð heimþrá? „Það er eitthvað sem fólk þarf að ganga í gegnum en ekkert alvarlegt," segir Jóhanna. Ástæðuna fyrir því að dóttir hennar fékk áhuga á blaki umfram aðrar íþróttagreinar segir hún vera þær að Neskaupstað- ur sé mikill blakbær. „Við höfum alltaf haft gott blaklið, þótt við höf- um tapað okkar bestu mönnum „Hún kemur náttúru- iega hérna frá Mak- bænum Neskaupstað. Við höfum alltafhaft gott blaklið, þótt við höfum tapað okkar bestu mönnum núna seinni ár." núna seinni ár. En það em svona sex ár síðan hún byrjaði á fullu og hefur staðið sig vel," segir Jóhanna. soli@dv.is Jóna Guðlaug Ung og efnileg blakkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.