Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 21
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 4.0KTÓBER 2005 21 Souness með áhyggjur af Dyer Graeme Souness, knattspymu- stjóri Nevvcastle United, hefur mildar áhyggjur af því að enski landsliðsmaðurínn Kieron Dyer muni ekki ná sér af meiðslum aftan í læri sem hafa verið að há honum und- an- farin ár. „Ég vil nú ekki ganga svo langt að • & segja að meiðsli hans geti birndið enda á ferilinn en ég hef miklar áhyggjur af þessu. Dyer er stórkost- legm leik- maður og ég finn fyrir því að hann er pirraður þessa stundina. Það eru komnir góðir leikmenn til félags- ins sem hann vill auðvitað fá að spila með en meiðslin halda hon- um fiá því að geta það. En ákveðni hans og þrautseigja á ör- ugglega eftir að fleyta honum f gegnum þessa erfiðu tíma." lóna á leið til Frakklands Blakkonan knáa Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir er á leið til Frakk- lands að spila með Racing club de Cannes, en það er eitt af betri blakfélögum í Evrópu. Jóna Guð- laug gerði samning til sjö ára við franska liðið en hún er aðeins sextán ára. Jóna, sem leikið heftir með Þrótti fiá Neskaupstað liing- að til, mun fyrst um sinn spila með unglingaliði félagsins en Racing club de Cannes hefúr ver- ið einstaklega sigursælt á síðustu árum og er margfaldur franskur meistari í blaki, auk þess sem fé- lagið hefur orðið Evrópumeistari í tvígang. Olöf María fær góðaii styrk Atvinnulcylfingurinn Ólöf Man'a Jónsdóttir er búin að skrifa undir tveggja ára styrktarsammng við Og Vodafone. Samningurinn færir Ólöfu fjárhagslegan styrk ásamt frírri farsímaþjónustu. Þá fær Ólöf BlackBerry-samskipta- tæki fiá fyrir- ís tækinu, farsíma A ogVodafone Mobile connect- F gagnakort fyrir fartölvu. EfÓIÖf stendur sig síðan vel mun J OgVodafone / verðlauna / hanafyrir ***',, I árangurinn. Nítján ára gamall strákur hjá Fram, Jóhann Gunnar Einarsson, hefur staðið sig afar vel í DHL-deild karla og er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar auk þess sem hann hefur lagt upp ófá mörkin fyrir félaga sína. Jóhann er einn efnileg- asti leikmaður deildarinnar en var þó ekki valinn í U-21 landsliðið. Fylkismenn hafa komið skemmtilega á óvart í DHL-deild karla í handbolta Lykillinn að góðum varnarleik er góður mórall og mikill talandi Jóhann Gunnar Einarsson Það hefur verið sérstaklega gaman að fylgjast með Jóhanni Gunnari I leikjum DHL-deildarinnar tilþessa. Hann sést hér brjótast I gegnum vörn Islandsmeistara Hauka en hann fór oft illa með varnarmenn meistaranna I teiknum. DV-mynd E. Ól. Vonbrigði að komast ekki í U-21 landsliðið Jóhann Gunnar hefur verið í yngri landsliðum fslands í gegnum „Það kom bara ein- faldlega ekki til greina að tapa fyrir Fylki. Það eru margir leik- menn hjá liðinu sem léku með Fram og þess vegna hefði það verði algjörlega óá- sættanlegt að tapa." árin en Viggó Sigurðsson valdi hann ekki í hópinn fyrir heimsmeistara- mótið í Ungverjalandi sem fram fór í sumar. „Ég tók nú eftir því á æfingunum og í æfingaleikjunum að ég var ekki að fara að fá mikil tækifæri með lið- inu. Ég fékk lítið að spila og svo voru náttúrulega góðir leikmenn bæði í horninu og í skyttustöðunni hægra megin. Þannig að ég var undir það búinn að vera ekki valinn. Auðvitað voru það ákveðin vonbrigði þar sem þetta var skemmtilegur hópur. Að auki var ég í liðinu með þessum sömu strákum sem varð Evrópu- meistari U-18 ára liða þannig að það hefði óneitanlega verið gaman að vera í hópnum." Á sama tíma og landsliðið var í Ungverjalandi æfði Jóhann af full- um krafti undir handleiðslu Guð- mundar og segist hafa lært mikið af því. „Guðmundur er frábær þjálfari og það var í raun bara gott að kom- ast sem fyrst í gott form og æfingar hjá Guðmundi hafa gert það að verkum að ég er í mjög góðu formi þessa dagana. Að auki finnst mér hópurinn hjá Fram vera virkilega skemmtilegur. Sverrir Björnsson er mikill happafengur fýrir okkur. Hann hefur mikil áhrif á hópinn innan og utan vallar og hefur spilað vel.“ Óásættanlegt að tapa fyrir Fylki Jóhann Gunnar var sérstaklega ánægður með að hafa lagt lið Fylkis að velli þar sem nokkrir af leik- mönnum Fylkis léku með Fram á síðustu leiktíð. „Það kom bara einfaldlega ekki til greina að tapa fyrir Fylki. Það eru margir leikmenn hjá liðinu sem léku með Fram og þess vegna hefði það verði algjörlega óásættanlegt að tapa. En þetta var fullkomlega verð- skuldaður sigur. Það kom svolítið á óvart þegar þessir strákar fóru og við vildum auðvitað sýna strákunum að þetta voru vitlaus félagaskipti hjá þeim." magnush@dv.is Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, hefur farið mikinn í liði Fram í DHL-deild karla í handbolta það sem af er og skorað mörk í öllum regn- bogans litum. Athygli hefur vakið að Jóhann hefur leikið í stöðu hægri skyttu hjá Fram en hann hefur Jeikið sem hornamaður lengst af. „Þetta hefur gengið alveg vonum framar. Ég hafði ekki leikið mikið sem skytta áður en Guð- mundur Guðmundsson hóf störf sem þjálfari en þó var Heimir Ríkharðsson, sem þjálfaði mig áður en Guð- mundur tók við, að prófa mig í þessari stöðu á síðasta tíma- bili. En ég fer ekkert í hornið hér eftir. Það er alveg ljóst." Guðmundur segir frammistöðu Jóhanns hingað til hafa verið mikið ánægjuefni og í raun komið svolítið á óvart. „Jóhann hefur staðið sig afar vel. Hann hefur bætt sig mikið á stuttum tíma og hefur hæfileika til þess að ná langt. Hans helstu kostir eru þó þeir að hann tekur tilsögn vel og er tilbú- inn að leggja mikið á sig. Að auki hefur hann svo sýnt gífurlegar fram- farir sem vamarmaður og er búinn að vera með bestu mönnum í okkar liði það sem af er.“ Fylkismenn hafa byrjað DHL- deildina með nokkrum látum og góð spilamennska hefur vakið athygli. Spilamennska Fylkis- manna hefur komið mörgum handboltasérfræðingum á óvart, sérstaklega í ljósi þess að engin hefð er fyrir handbolta í Árbæn- um. DV tók létt spjall við Sigurð Val Sveinsson, þjálfara Fylkis. „Það er alltaf skemmtilegt að gera eitthvað nýtt. Það er mikill metnað- ur fyrir handboltanum hér í Fylki. Flestir leikmannanna vom komnir áður en ég var fenginn til að taka við þjálfun liðsins svo ég hafði úr þess- um fi'na hópi að velja þegar ég kom hingað," sagði Sigurður Valur og að- spurður hver helsti veikleiki Fylkis- manna væri sagði Sigurður að það væri líklegast lítil breidd en hún myndi aukast þegar lengra líður á leiktímabilið. „Það er alveg Ijóst að við höfum ekki mikla breidd en hins vegar em gamlir Fylkismenn að komast á stjá þessa dag- ana og hópurinn á eftir að breikka. Hins vegar er ekki áætlað að fá til okkar fleiri leikmenn og keyra þetta á þessu sem er fyrir." Ætlum að vera í úrvals- deild „Það er mikil- vægt fyrir okkur að byrja vel því stefnan hjá okkur Fylkismönnum er og var fyrir mót að komast í úrvalsdeildina að ári. Það er hætt við því að stemmningin fyrir handboltan- um minnki héma í Ár- unum. Það hef- ur komið mörgum á óvart hversu sterkan varnarleik Fylkismenn hafa spilað, sérstaklega í ljósi Harður húsbóndi? Sigurður Valur er að láta lærisveina sína spila rosalega vörn þessa dagana. þess að Sigurður Valur var aldrei mikill vamarmaður sjálfur. Legg mikið upp úr varnarleik „Það em aðrir sem hafa sagt að ég hafi verið ómögulegur varnar- maður, sjálfur kannast ég ekkert við það. Auðvitað legg ég mikið upp úr varnarleik eins og aðrir þjálfarar í deildinni. Við emm með lágvaxið sóknarlið og því getum við ekki leyft okkur að fá mikið af mörkum á okkur. Lykill- inn að öflugum varnaleik er góður mórall og mikill talandi. Mér finnst það alveg sérstaklega ánægjulegt að við skulum vera það lið sem hefur fengið á sig fæst mörkin en hins veg- ar er lítið búið af þessu rnóti," sagði Sigurður Valur Sveinsson, varnarþjálfari með meim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.