Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 15 „Elín hefur fregnað það eftir óformlegum leiðum að málinu gegn Minus Group verði vísað frá dómi því að rannsóknin standist ekki nema að litlu leyti þær kröfur sem gera verður til þess að hægt sé að dómtaka málið." „Það er þá hennar klúður og mér óviðkomandi." „Já, að vissu marki. Ríkislögreglustjóri getur fyrir sitt leyti vísað ábyrgðinni á yfir- mann efnahagsbrotadeildar. En í þínu tilviki er erfitt að benda á einhvern annan blóraböggul." „Ég kem þessu máli ekkert við." „Við erum búnir að ræða það mál,“ sagði Gestur Oddleifsson. „Oft og mörgum sinnum ráðlagði ég þér að láta ógert að hjóla í Magnús Mínus með einhverju of- forsi. Maður á að sæta færi. En þú hafðir þitt fram." „Ég hef hvorki talað við ríkislögreglustjóra né skrifað henni til að fara fram á þessa rannsókn, svo að það er tómt mál að éetla að bendla mig við þetta," sagði Jökull. „Það er nú svo," sagði Gestur. „Fjölmiðlar og almenningsálitið halda því fram að þessi rannsókn sé undan þínum rifjum runnin og hafi verið framkvæmd til þess að þóknast þér. Fjölmiðlar og almenningur eru sá dóm- stóll sem stendur hæstarétti ofar og ekki þarf neinar sannanir. Þú fékkst fjölmiðlana á móti þér með þessu vanhugsaða ijölmiðlafrumvarpi. Það sáu allir að það var hefndaraðgerð en ekki skynsamleg lagasetning til að takmarka eignarhald á fjölmiölum.Þetta erum við búnir að ræða. Og ég var líka búinn að vara þig við því að setja af stað þessa herferð gegn Magnúsi. Hún var ótímabær og hefur í för með sér Davíð Oddsson Þráinn virð■ ótímabærar afleiðingar. [...] istforspárþviforsætisráðherr- ann í bókinni flýr i Seðlabank- ann þegar óveðrið skellur á. •o I Q Þú fékkst fjölmiðlana á móti þér með þessu vanhugsaða fjölmiðla- frumvarpi. Það sáu allir að það var hefndaraðgerð en ekki skyn- samleg lagasetning til að tak- marka eignarhald á fjölmiðlum." Durgurinn í Bændaflokknum Gestur leiddi þessa spurningu hjá sér. Hann var vanur að þykjast ekki taka eftir reiðiköstum vinar síns. „Gott og vel," sagði JökuU. „Ég er hvort sem er orðinn þreyttur á að eiga að bera ábyrgð á öllum hlutum. Ég er búinn að gera mitt. Ég segi af mér viku fyrir næsta landsfund." „Ég mundi ekki bíða svo lengi," sagði Gestur Oddleifsson. „Óveðrið er skoliið á." „Hvað mundir þú láta þetta bíða lengi?" „Til morguns. Eg mundi í þínum sporum kalla saman miðstjórnina og þingflokkinn í hádeginu og boða svo til blaðamannafundar klukkan tvö." Jökull hugsaði sig um. Með hjálp Gests var hann vanur að vera fljótur að taka ákvarðanir. „En hvað með Seðlabankann?" „Björn Ingvar seðlabankastjóri og formaður bankaráðs verður sjötugur á næsta ári. Hann er til í að hætta um næstu mánaðamót. Ég var að tala við hann." „En hver á að taka við forsætisráðuneytinu?" „Við látum Bændaflokkinn taka við því, og nýi forsætisráðherrann byrjar á því að skipa þig í Seðlabankann. Það er betra en að okkar flokksmaður þurfi að gera það." „Ertu viss um að durgurinn geri það?" spurði Jökull. „Ef sá draumur hans að verða forsætisráðherra rætist?" sagði Gestur. Sýslumaður vísar ásökunum kartöflubónda á bug Lögreglan sýndi ekki of mikla hörku „Ég sé ekki mikla ástæðu til að tjá mig um þetta mál," segir Kjart- an Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, um samskipti lögregl- unnar á svæðinu við kartöflubónd- ann Karl Rúnar Ólafsson. DV greindi frá því á miðviku- daginn í síðustu viku að fjórir lög- reglubflar voru sendir að bæ Karls, Lyngási, til að fylgja eftir máli sem tengdist hraðakstri hjá vinnu- manni Karls. Lögreglan taldi Karl vera ósamvinnuþýðan og enduðu viðskipti þeirra á því að lögreglu- menn réðust á Karl, keyrðu hann niður í moldina svo að honum lá við öngviti að hans eigin sögn. I viðtali við DV lýsti Karl atvikinu sem fólskulegri árás. Kjartan sýslu- maður taldi lögregluna hins vegar ekki hafa sýnt óþarfa hörku. „Ég hef ekki hugmynd um það," segir Kjartan spurður um hvort Karl sé búinn að kæra árásina eins og hann sagðist ætla að gera. „Þetta er allt í undirbúningi," var svar Karls þegar DV hafði sam- band við hann í gær og spurði hann sömu spurningar. í viðtali við DV í síðustu viku sagðist Karl vera óvinnufær eftir atvikið, hann væri með brákaðan putta, öxlin á honum væri úr sam- bandi auk þess sem hann væri blár og marinn á úlnliðunum eftir handjárnin. I gær, tæpri viku eftir atvikið seg- ist Karl enn vera óvinnufær. „Ég er eitthvað að reyna að stjórna hérna en ég get ekkert unnið sjálfur," sagði hann og bætti við: „Þetta verður stórmál." í frétt af sölu húseignarinnar Túngata 34 hér í blaðinu á laugar- daginn gætti misskilnings. Sagt var að hér væri um þekkt hóru- hús að ræða frá gamalli tíð en svo er alls ekki. Víðfrægt hóruhús við Túngötu er á öðrum stað við göt- una og leiðréttist þetta hér með. Beðist er velvirðingar á þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.