Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÚBER 2005 Fréttir 0V Grímur ekki með Grfmur Atla- son hefur dregið til baka framboð sitt á lista Vinstri grænna í borgar- stjórnarkosning- unum í vor. Grím- ur lenti í 4. sæti í prófkjöri flokksins en vegna þess að VG er með svokall- aðan fléttulista hafnaði hann í 5. sæti. Grímur hafði áður gefið út þá yfirlýsingu að ef hann næði ekki ein- hverju af þremur efstu sæt- unum, ætlaði hann ekki að vera með. Hann er þó þeirrar skoðunar að fléttu- listi sé gott fyrirkomulag enda sé samfélagið fullt af ójafnrétti kynjanna. Niður með hávaðann Vinnueftirlitið óskar eftir dæmum af vinnustöðum sem hafa náð góðum ár- angriíað draga úr eða koma í veg fyrir hávaða. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að senda Vinnu- eftirlitinu upplýsingar um slík fordæmi sem geta orðið öðrum til eftirbreytni. Gjömingurinn er í tengslum við vinnuvemdarvikuna, sem að þessu sinni ber yfir- skriftina Niður með hávað- ann! Er leitað sérstaklega eftir dæmum af vinnustöð- um sem hafa náð góðum árangri í að draga úr eða koma í veg fyrir hávaða. Nenntu ekki á fundi „Það væri ofmælt að segja að Skagfirðingar hafi flykkst á kynningarfundi sem samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði hefur haldið," segir á skagafjordur.is. Fundir vom haldnir á Hofsósi, Sauðárkróki, Varmahlíð og í Héðins- minni í Akrahreppi. „VIö opnuöum l slöustu viKu sýningu I Húsinu með Ijós- myndum sem Guðni Þórðar- son, kenndur viö Sunnu, tók á ferð sinni um Islendinga- byggðir ÍWisconsin árið 1955 en þangað fluttust margir Eyr- bekk- Landsíminn mgar árið 1870," segir Lýður Pálsson, safnstjóri byggðasafns Árnes- inga á Eyrarbakka.„Með sýn- ingunni viljum við minna á þessa búferlaflutninga. Þess má geta að upphaf vestur- ferðanna má rekja til Hússins á Eyrabakka. Sýningin stendur til nóvemberloka. Svo erýmis- legt annað að gerast á safn- inu eins og til dæmis fornleifa- skráning." Hestabóndinn Jakob Þórarinsson á Áskoti í Rangárvallasýslu er stórhuga. Hann hyggst byggja hestasundlaug á jörð sinni og stefnir að því að sundlaugin verði klár fyrir áramót. Bypr hestasundlaug lyrir 25 milljónir Jakob Þórarinsson, hestabóndi á Áskoti í Rangárvallasýslu, hef- ur lengi gengið með þann draum í maganum að byggja hesta- sundlaug á jörð sinni. Nú er rétti tíminn að mati Jakobs og ætiar hann að reisa hús með tveimur sundlaugum fyrir hesta. Bygg- ingartíminn er þrír mánuðir en kostnaður er um 25 milljónir. Jakob hélt út til Herning í Dan- mörku á laugardaginn en þar ræð- ur Jens Knudsen ríkjum yfir sinni hestasundlaug sem varð fræg í þætti Brynju Þorgeirsdóttur, Kóng- ur um stund, á Stöð 2 í sumar. Jak- ob segist hafa kynnst Jens og sund- lauginni á heimsmeistaramóti ís- lenska hestsins í Danmörku fyrir tveimur árum og strax smitast. „Ég ætla að dvelja hjá honum í nokkra daga og læra. Það er mikilvægt að ná tökum á þessu strax,“ sagði Jak- ob á föstudaginn. Fær hjálp frá góðum mönn- um Jakob sagði að Jóhann Skúla- son, hestamaður í Danmörku og margfaldur heimsmeistari, hefði hjálpað sér mikið en Jóhann hefur notað hestasundlaugina í Herning til að auka kraft sinna hesta. Að auki mun hinn danski Jens hafa yf- „í mínum huga er engin spurning að hross verða að kom- ast í sundlaug í fram- tíðinni." irumsjón með sundlaugunum fýrstu mánuðina. Vinna fyrir hann og konuna Jakob sagði að hann og konan hans væru nýbúin að byggja íbúðarhús á jörðinni og að hann líti á þessa hestasundlaug sem vinnu fyrir sig og konuna. „Við erum búin að vera með hesta í rúm tólf ár. Við eigum á bilinu þrjá tíu til fjörutíu hross og ég geri mér grein fyrir því að það tekur tíma að byggja upp þessa atvinnugrein. Ég geri ráð fyrir að þetta verði gott eftir tvö til þrjú ár því í mínum huga er eng- in spurning að hross verða að komast í sundlaug í framtíðinni." Stuttur byggingartími Skóflustungan að hús inu verður tekin í lok þessarar viku en jakob stefnir að því að hafa húsið klárt um áramót- in. „Það þýðir ekkert að hangsa með þetta. Það verða tvær sundlaug- ar í húsinu og mótorar þannig að það sé hægt að mynda straum. Bygging- in kostar um tutt ugu og fimm millj- Hestasundlaugin f Herning Það fer vel um hestana Ilauginni hjá Jens Knudsen. ónir," sagði Jakob og bætti við að fýrirtækið myndi heita Sundhest- Synjað um hestasundlaug DV greindi frá því á dögunum að borgaryfirvöld hefðu synjað beiðni hestakonunnar örnu Rúnarsdóttur en hún vildi byggja hesta- sundlaug við hesthús sitt í Víðidal. Ástæða synjunar- innar var sú að sundlaugin sam- ræmdist ekki deiliskipulagi á svæðinu en Arna hefur ekki lagt árar í bát og hyggst halda málinu áfram þrátt fyrir skilningsleysi yfir- valda. Jakob Þórarinsson Er að byggja hesta- sundlaug fyrir25 milljónir á jörð sinni. VÍS græddi langmest á bílatryggingum Betri ökumenn hjá VÍS? „Betri afkoma VÍS skýrist af tals- vert lægra tjónahlutfalli en hjá hinum félögunum. Svo virðist sem árið hafi verið VÍS hagstætt og við- skiptavinir félagsins lent í tiltölu- lega fáum alvarlegum tjónum," segir Ásgeir Baldurs, forstöðumað- ur almannatengsla hjá VÍS, sem skilaði tæplega 753 milljóna króna hagnaði á ökutækjatryggingum á síðasta ári á meðan önnur félög voru með langtum Iakari afkomu í sama flokki trygginga. Sjóvá-Almennar var á sama tíma með um 60 milljóna króna hagnað, Vörður með 142 milljóna króna tap. Sömu sögu er að segja af íslandstryggingu sem tapaði um 119 milljónum árið 2004. Ekki er þó hægt að fullyrða að ökumenn tryggðir hjá VÍS séu almennt betri en aðrir í umferðinni eða heppn- ari: „Það vonum við auðvitað en af- komutölur ökutækjatrygginga á einu ári eru fjarri því að duga til að meta það af eða á. Reynslan sýnir að fjöldi og umfang tjóna getur verið mjög mismunandi frá ári til árs. Tíðarfar og færð á vegum spilar til dæmis þarna inn í. Að auki geta fá alvarleg slys gjör- breytt stöðunni," segir Ásgeir og bendir á að reynslan sýni sveiflur í trygg- ingunum: „Það er nærtækt aðbendaá að afkoma öku- tækjatrygginga VÍS er mun lakari það sem af er árinu 2005 en árið 2004." Ásgeir Baldurs For- stöðumaðural- mannatengsla hjá VlS er ánægður með góða afkomu. Með rangt bflnúmer Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær mann á leið austur Hellis- heiði vegna gruns um að ekki væru rétt skráningamúmer á bif- reiðinni. Sá gmnur reyndist á rökum reistur og var maðurinn yfirheyrður og verður hann kærður fyrir hegningarlagabrot þar sem athæfið telst vera skjala- fals. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi er nokkuð um að fólk skipti um númer á bílum. Ástæðurnar eru ýmsar, bílarnir em stolnir, ótryggðir eða óskoðaðir. Að sögn lögreglu em þetta einstaklingar sem lifa „vafasömu líferni".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.