Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Qupperneq 4
4 LAUCARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Fær ekki stærra hús Róbert Wessman, for- stjóri lyfjafyrirtækisins Act- avis, o|5 eiginkona hans Sig- ríður Yr Jensdóttir mega ekki stækka kjallarann í húsi sínu við Láland í Foss- voginum meira en orðið er. Byggingaryfirvöld í Reykja- vík segja nýjustu hugmynd- ir þeirra um stækkun ekki samrýmast deiliskipulagi hverfisins. Áður hefur þeim verið leyft að stækka húsið úr 187 fermetrum í 362 fer- metra. Útvarpsstjóri les fréttir Það brá mörgum í brún sem horfðu á fréttir Sjón- varpsins í gærkvöldi þegar enginn annar en Páll Magnússon birtist á skján- um. Flestir héldu að dagar Páls sem fréttaþular væru taldir þegar hann tók við , embætti útvarpsstjóra, en svo er þó alls ekki. Hvort mannekla hafi verið ástæð- an fyrir endurkomu Páls eða hvort hann hafi ein- faldlega klæjað í fingurna er ekki vitað. Og Páll byrj- aði ekki á neinu smáræði. Fyrsta setning hans var: „Inflúensufaraldur mun berast til íslands..." Lóðir auðlind bæjarins Lóðir á Völlum og Ás-. land í Hafnarfirði eiga ekki að verða féþúfa fyrir þá sem eru heppnari en aðrir. Bæjarráð ákvað á fundi sín- um í fyrradag úthlutunar- reglur og vitnaði þá til skýrslu KPMG: „Byggingar- land Hafnarijarðar er tak- mörkuð auðlind sem er sameign allra bæjarbúa og því er eðlilegt að sveitarfé- lagið njóti hagnaðar af sölu lóða sem úthlutað er í Hafnarfirði en ekki einstak- ir aðilar sem hafa verið svo heppnir að fá úthlutað lóð- um á verði sem er langt undir markaðsvirði." Nýsjálenska sópransöngkonan KiriTe Kanawa hefur ráðið Einar Bárðarson sem umboðsmann og var gengið frá samningum þar að lútandi á dögunum. Kiri er þekktasta sópransöngkona veraldar og i hæsta verðklassa. Einar Bárðarson, umboðsmaður og tónleikahaldari, hefur skipað sér í fremstu röð evrópskra umboðsmanna stórstjarna eftir að hafa gengið að tilboði Kiri Te Kanawa um að verða um- boðsmaður hennar. Er þetta mesti heiður og um leið mesta af- rek sem íslendingur hefur unnið á þessu sviði frá upphafi. Og Einar Bárðarson er að voniim ánægður. „Eg verð umboðsmaður Kiri í Evrópu og þetta á eftir að breyta miklu í mínu daglega starfi," segir Einar Bárðarson en Kiri Te Kanawa er þekktasta sópransöngkona heims og um leið sú dýrasta. Hæsti verðklassi . „Vissulega á þetta eftir að hafa áhrif á afkomu mína og gefa mér meira í aðra hönd en Nylon hefur gert. Kiri er í hæsta verðklassa," segir Einar kankvís en um leið meðvitaður um það mikla starf sem bíður hans. „Ég á eftir að sjá úm mál Kiri næstu tvö árin en hún heldur að meðaltali tvenna tón- leika á viku. Sjálfur flyt ég ekki út því héðan er hægt að stjóma þessu öllu enda er ísland miðdepill al- heims eins og allir vita." Kiri Te' Kanawa hefur tvívegis haldið tónleika hér á landi á vegum Einars og heillað áhorfendur upp úr skónum. En hún hefur einnig komið hingað annarra erinda: „Þrisvar hef ég tekið á móti henni þegar hún hefur viljað fara í veiði og svo bara til að slappa af. Það var í sumar sem hún fór að ræða þennan möguleika við mig og svo gengum við frá þessu þegar hún var hér um daginn," segir Ein- ar Bárðarson og bætir síðan við: „Vissulega er þetta gríðarlegur heiður." 12prósent Ekki vill Einar Bárðarson ræða laun sín í þessu sambandi en játar þó fúslega að 12 prósent af inn- komu sópransöngkonunnar í Evr- ópu sé ekki fjarri lagi. Og það er mikill peningur. I Kiri Te Kanawa Veðjar á ís- I lenskan umboðsmann þegar i eru annars vegar. Getur ekki Björgólfur boðið Bush líka? Svarthöfði var hissa þegar hann sá frétt í DV í gær þess efnis að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, væri hugsanlega á leið til landsins til að halda fyrirlestur. Það kom Svarthöfða reyndar ekki sér- staklega á óvart að Clinton væri að koma til landsins í boði hæstvirts forseta fslands Ólafs Ragnars Grímssonar. Það sem kom meira á óvart var að Ólafur Ragnar virðist hafa áttað sig á að það kostar sitt að flytja foringja á borð við Clinton til landsins. Svarthöfða grunar að for- setaembættið hafi ekki haft efni á að flytja Clinton inn og þess vegna leit- að á náðir hjálpsamra manna til að hlaupa undir bagga. Svarthöfði gleðst yfir því hversu nátengd fjölskylda forsetans er því Ólafur Ragnar fékk strax tengdason sinn Karl Pétur Jónsson til að hlaupa undir bagga með sér. Svart- höfði veit að Karl Pétur er vel tengd- ur maður og honum var ekki skota- skuld úr því að fá Björgólf Guð- mundsson til að borga undir Clint- on. Björgólfur virðist vera til í að borga undir allt sem hreyfist, bara ef hann fær að heilsa upp á viðkom- Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara svona glimrandi fínt,"segir Hulda Björk Carðarsdóttir söngkona sem nú æfir stíft IÓperunni.„Æfingarnar eru stífar og strangar en það er gaman að sjá hvernig verkið tekur breytingum eftirþvísem líður, þótt söguþráðurinn haldi sér alveg. Sviðið þarna verður skemmtilega stórt þegar svona frábær leikmynd er komin og við hvertá sínum stað." andi og mynd er tekin. Svarthöfði myndi gjarnan vilja sjá Björgólf fara alla leið og bjóða sjálfum George Bush til landsins l£ka því ekki er líklegt að Ólafur Ragnar hafi efni á að bjóða honum. Björgólfur gæti síðan flutt inn Nel- son Mandela og Dailai Lama og líka látið taka mynd af sér með þeim. Þá yrði Björgólfur fyrst frægúr og flott- ur! Svarthöfði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.